Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, desember 15, 2009

 
Nú er jeg búinn að velta þessu fyrir mjer í tvo sólarhringa eða eitthvað. Maður festir varla svefn. Og jeg hef komist að niðurstöðu.

Það er bara algerlega útilokað að kylfusveininn hans hr. Woods hafi ekki vitað af framhjáhaldinu. Útilokað.

mánudagur, desember 14, 2009

 
Það verður æ vandræðalegra fyrir ríkisstjórnina hvernig hún bakkar með mál eftir smá mótmæli. Meira að segja einmana refaskyttur geta valdið stefnubreytingu. Ef ekki verður meira skorið niður spái jeg því að samhliða fjárlögum fyrir árið 2011 verði lagðar til umfangsmiklar skattahækkanir.

laugardagur, desember 12, 2009

 
Jeg skil ekki þetta stöðuga daður RÚV við mögulegar skaðabótakröfur á hendur fyrrum bankastjórum. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að grundvöllur sé fyrir slíkum kröfum. Þar til það breytist er ekkert fréttnæmt á seyði. Ekkert.

föstudagur, desember 11, 2009

 
Það er nokkuð athyglisvert að sumir fjölmiðlar skuli fjalla um framhjáhald Tiger Woods með íþróttafréttum. Með sambærilegum rökum ætti núverandi ríkisstjóri Kalíforníu líklega að vera í slúðurdálkunum.

Að sama skapi er það forvitnilegt hversu jákvæð formerki eru gjarnan á umfjöllun um hr. Woods. Ekki alls fyrir löngu var starfsmaður KSÍ á vafasömum næturklúbb sem þótti til vansa fyrir alla íþróttahreyfinguna. Af hverju fær hr. Woods ekki sömu siðferðilegu fordæminguna í fjölmiðlum fyrir ítrekað framhjáhald sitt og vafasama lyfjanotkun fyrst það er verið að fjalla um einkamálefni hr. Woods á annað borð?

Starfsmaur KSÍ gat þó afsakað sig með tímabundnu dómgreindarleysi og drykkju (hversu góð sem sú afsökun er).

Í minningunni var framhjáhald þáverandi Bandaríkjaforseta hr. Clintons mikið fordæmt. Jeg á hálfbágt með að skilja menningu samtímans.

þriðjudagur, desember 08, 2009

 
Woods hefur ekki farið leynt með, að hann hafi tekið sterk verkjalyf milli golfmóta. Nú velta bandarískir fjölmiðlar því fyrir sér hvort sambland af þessum tveimur lyfjum hafi leitt til einskonar kynferðislegs ójafnvægis sem síðan hafi valdið því að Woods hegðaði sér eins og raun virðist bera vitni.
- mbl.is

Nú hef jeg stundum tekið parkódín sjálfur og þekki vel það hvernig verkjalyf valda kynferðislegu ójafnvægi. Í því ljósi og vegna þess að Tiger er drengur sem raunverulega vill vel er rjett að afsaka þessa hegðun hans og horfa oftar á golf í sjónvarpinu.

mánudagur, desember 07, 2009

 
Nú er í tízku að fjalla um Tiger Woods. Getur þessi ágæta bloggsíða ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Það er augljóst að Tiger Woods giftist Elin Nordegren bara af því að hún er ljóshærð dóttir fyrrum sænsks ráðherra. Blökkumenn hafa verið undirokaðir í aldir og með þessum ráðahag nær hr. Woods fram hefndum. En það dugir skammt (eins og mörkin tvö í 14-2 leik bauna og molbúa) og þá heldur hann framhjá. Þannig nær hr. Woods sér niður á hvítu karlægu valdakerfi síðkapítalísks samfjelags.

Gægjufýsn heimsbyggðarinnar er hins vegar algerlega óskiljanleg.

sunnudagur, desember 06, 2009

 
Ætli það megi ekki taka undir það með ÓRG að Obama skorti reynslu. Þrátt fyrir að hafa verið forseti í áratug sá ÓRG jú ekki í gegnum útrásarmennina sem misnotuðu hann svo illa.

laugardagur, desember 05, 2009

 
Alltaf skal jeg heyra auglýstan einhvern kröfuhafafund á Austurvelli.

 
Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
- e-liður 25. gr. frumvarps um skattahækkanir in fine

Nú er auðvitað átt við að ekkjan eða ekkilinn hafi tekið saman við einhvern nýjan ekki að hinn látni hafi risið upp frá dauðum.

fimmtudagur, desember 03, 2009

 
Það er nokkuð skemmtilegt að gera vanilluhringi með þar til gerðu járni. Jeg gæti jafnvel hugsað mjer að henda í annan skammt. Jólakökubakstri þessa árs er samt lokið.

miðvikudagur, desember 02, 2009

 
Jeg ætla rjett að vona að Andri Snær eigi stóra arinhillu.

 
Af hverju hlusta tannlæknar á Bylgjuna?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]