Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, apríl 13, 2010

 
Er það bara af því að Drogba er orðinn 32 ára sem hann er AC Milan hefur áhuga á honum?

Það styttist nefnilega í að ég fari sjálfur að reskjast.

 
Ásdís Rán alltaf með puttann á púlsinum. Annars les ég aldrei Pressuna.

 
Svona til framtíðar má auðvitað spyrja hvort Basel reglurnar séu ekki bara rugl. Já eða bankar og kapítalistar. Kannski var framsóknarflokkurinn bara með þetta þegar hann lagði ofuráherslu á samvinnuhreyfinguna.

Djók.

Altso sambandið. Sambandið var djók.

Nú var það nokkuð ljóst að lausafjárgnóttin var ólíkleg til þess að vara. Og að munurinn í tímalengd fjármögnun og útlánum er eitt af þeim höfuðatriðum sem hafa þarf áhyggjur af í bankarekstri. Getur það flokkast undir annað en barnaskap að byggja bankarekstur á því að gefa út stutta pappíra t.þ.a. lána langt?

Og það er auðvitað sök sér að lána. En man einhver hvaða fjárfesting snillingaliðsins skilaði hagnaði? Og ef hún skilaði hagnaði var það þá ekki af því að fjárfestingin var seld öðrum snilling?

Man einhver eftir þessari laxveiðiferð? Björn Ingi (sem er að hreinsa nafn sitt) og Guðlaugur Þór, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri og Haukur Leósson, þáverandi stjórnarformaður OR. Þess má til gamans geta að Gulli var með Ólafi Stephensen, Ara Edwald og Jónasi Fr. í stjórn sus. Ef maður bætir við þetta styrkjunum frá Baugi þá má vel sjá ákveðið mynstur í þessu.

Stundum þá hvarflar það að þróun mannsins hafi ekki heppnast alveg sem skyldi. Það virðist vanta eina eða tvær stökkbreytingar.

fimmtudagur, apríl 08, 2010

 
ESB heilaþvottur. Gaman. Ég er alveg til í eina svona heilaþvottarferð. Helst um mitt sumar. Já, og kannski OECD heilaþvottur væri skemmtilegri en ESB-neskur.

mánudagur, apríl 05, 2010

 
Jú, þú sem átt ef til vill erfitt með að trúa frásögnum guðspjallanna um upprisu hins krossfesta, þú mátt vita, að þær frásagnir tákna aldrei neitt minna en von um réttlæti, að þjáningin og sorgin, hatrið og mannvonskan, siðspillingin, svikin og ranglætið og dauðinn munu ekki hafa síðasta orðið.
- hr. Karl Sigurbjörnsson

Nú trúi ég ekki frásögnum guðspjallanna en þetta talar bara ekkert við mig. Reyndar fannst mér þetta fyndið. Sem var líklega ekki ætlunin. Síðasta orðið verður líklega heróp við Harmageddón. Á heimsslitaboðskapur virkilega erindi við þá sem eiga erfitt með að trúa frásögnum guðspjallanna? Er ekki einfaldara að plata fólk fyrst með einhverju einföldu, eins og að mannvonska syndaflóðsins hafi merki von og eitthvað fleiri krúttlegt?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]