Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, janúar 31, 2005

 
Þarna þykir mér frjálshyggjan falla í enn eitt skipti á fáránlega barnslegri mynd af þeim öflum sem knýja mannskepnuna áfram. Alltaf rekst maður á þennan homo economicus (þá kynlegu skepnu!), hinn skynsama mann sem hefur einvörðungu hámörkun efnislegra gæða sér að takmarki. Þetta líkan af mannlegri hegðun stenst einfaldlega ekki þolraun reynslunnar [...].
Hegðun mannskepnunnar miðast alltaf við að hámarka ábata. Það hefur verið svo í gegnum alla sögu mankyns. Ábati er hins vegar ekki alltaf efnislegur og það hafa frjálshyggjumenn ítrekað bent á.

Þessu stal ég af vefsvæði hins geðþekka Friðbjörns Orra Ketilssonar. Ég er svo latur og sérhlífinn að ég nennti engan veginn að kynna mér fyrri skrif þessarra manna. Aukinheldur kann einhver að vilja halda því fram að ég sé að taka texta FOK úr samhengi. Ég kynna að fallast á það.

Mér finnst hálfpartinn allt rangt sem þarna kemur fram. Frjálshyggjumenn nota oft hagfræðirök. Hagfræðin hefur smíðað fullt af líkönum sem byggja á homo economicus. Að byggja líkan á manni sem er ekki til ónýtir ekki líkanið heldur minnkar gildi þess. Gildi hagfræðilíkana er alla jafna mjög takmarkað ekki aðeins vegna þessarar ímyndunarmanneskju heldur einnig vegna annarra þátta. Þau eru eigi að síður engan vegin ónýt.

Óli Prik segir ekki mikið um hvernig mannskepnan er. Óli Prik eigi að síður miðlar til okkar vissum upplýsingum um hvernig mannskepnan er. Homo eonomicus er soldið svipaður.

Sveinbjörn sem FOK er að svara fellur í þá gryfja að telja hagfræðina fjalla aðeins um efnaleg gæði. Það er líkt og FOK bendir á alrangt. Sú villa Sveinbjörns er hins vegar ekki það sem máli skiptir.

Þá er ég ósammála FOK um að hegðan mannskepnunar gangi alltaf út á að hámarka ábata. Alltaf er auðvitað of sterklega að orði kveðið. Ég skal hins vegar samþykkja það að margir reyna almennt að bæta hag sinn.

Að lokum má svo geta þess að Sveinbjörn segir ekkert sem hnekkir því að varðveislu menningarverðmæta yrði betur sinnt af einkaaðilum þar sem menn fara almennt betur með sína eigin hluti en annarra hluti. Af samhenginu virðist mér mega ráða að Sveinbjörn sé að reyna að svara því. Það þarf ekki einu sinni að draga fram homo economicus til að sýna fram á þetta. Rannsóknir og reynslan sem Sveinbjörn einmitt vísar til sýna fram á þetta.

Þetta mætti allt taka saman í setninguna: „Ríkisafskiptaleysi af menningu er Kaldor-Hicks hagkvæmt".

Hér má bæta við almennri hugleiðingu. Er sátt um það að ríkið fara ver með fé en fólkið gerir?

laugardagur, janúar 29, 2005

 
Vulgar er afar skemmtilegt orð. Því miður gefast fá tækifæri í daxins önn til að nota það. Kannski af því að ég tala að jafnaði íslensku. Einhverjir myndu þó taka þessari orðabókafærslu sem fordómum: „3. crude; coarse; unrefined: a vulgar peasant."

Listakynning H-listans skar sig úr. Hún var mjög frábrugðin kynningum klisjulistanna. Ekki þar fyrir að H-listinn sé frumlegur. Málefnapési Vöku er hræðilegur. Fullur af endurtekningum, bulli og lélegum hugmyndum. Þá er hinu eina sem virkilega skiptir máli gerð lítil sem engin skil. Menn kynnu að vilja bera því við að það sé vegna þess að ekki er verið að taka á þeim málum sem máli skipta. En ef svo er þá er menn á rangri hillu (rosa karllæg setning). Mar er vízt í hasskolanum til að læra.

Nú ríður á að sjá hverjir eru á móti kvótakerfinu af þessum stúdentaráðsframbjóðendum. Það er agalegt að lenda í því að kjósa andstæðing kvótakerfisins.

föstudagur, janúar 28, 2005

 
Menn skyldu alltaf hafa samráð þegar þeir ætla í stríð. Menn skyldu aldrei hafa samráð þegar þeir eru að verðleggja olíu.

Hér gefur að líta börn sem eru að taka sín fyrstu skref í samráði. Þar sem það er vandlifað og ekki ráð nema í tíma sé tekið og best sé að birgja brunninn áður en barnið er dottið í það er best að byrja samráðsæfingar snemma.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

 
Ég braut odd af oflæti mínu um daginn og horfði á mörk helgarinnar (hvað sem þátturinn heitir). Það helgaðist reyndar aðallega af því að ég fann ekki það sem ég ætlaði að lesa. Hvað um það. Það er svolítið skemmtilegur munur á eldri leikmönnum eins og t.d. Dennis Bergkamp og Andrew Cole og hinum sem eru yngri, svo sem Arjen Robben. Þessir gömlu eru mun tígulegri. Væri ekki gaman að fylgjast með leik þar sem aðeins væru hálffertugir leikmenn? Enginn væri drullugur upp fyrir haus í sífelldum tæklingum heldur skokkuðu um völlinn vel girtir og snyrtilegar greiddir leikmenn tígulegir í fasi.

Svigasetningar eru óþolandi.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

 
Það er aldeilis komið annað hljóð í Steina Þorgeirs eftir að hann skipti um vinnu. Horfur í efnahagsmálum er skyndilega frábærar. Ætli menn séu bara sona svartsýnir hjá SA/SI (hvar sem hann var)? Eða ætli menn séu almennt sona bjartsýnir hjá hinu opinbera?

Í upphafi tuttugustu aldarinnar voru húsbónda- og konunghollusta talin mikilvæg gildi. Hvaða íhaldsmaður grætur ekki hnig þessara gilda?

mánudagur, janúar 24, 2005

 
Það er eitthvað hrollvekjandi við nafnið á þessum lögum. Efni þeirra er sem betur fer ekki jafn samhyggjulegt og búast mætti við.

 
Í kúrsinum Fjármál - Afleiður og áhættustjórnun var sögulegur bakgrunnur afleiðuviðskipta kynntur hálf snautlega miðað við aðra kúrsa þar sem ég hef hlustað á fyrirlestra um hið sama. Þetta er sjálfsagt þriðji kúrsinn þar sem rætt er um afleiður. Gaman að því.

Upphaf afleiðuviðskipta var ekki rakið nema til miðalda! Í kúrsinum Rafbréf og önnur viðskiptabréf var upphafið hins vegar rakið til Rómarríkis. Það var einmitt ekki í blóma á miðöldum.

Það er reyndar jafnan meira fjallað um sögulegan bakgrunn í lagadeildinni.

sunnudagur, janúar 23, 2005

 
Lögfræðiaðstoð Orators er að fá beztu spurningar í heimi. Voðalega eru menn hugfangnir af erfðamálum. Kannski ætti ég að semja erfðaskrá fyrir mig. Verst að ég á ekki neitt.

Auglýsing skrílræðisbandalagsins var soldið flopp. Vonandi þýðir það að menn geti hætt þessum skrípaleik.

föstudagur, janúar 21, 2005

 
Ef þetta er ekki skemmtilegt þá veit ég ekki hvað. Þessir þingmenn eru samt voða slappir.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

 

Á politik.is segir í grein eftir þingmanninn ágæta Ágúst Ágústson: „Nýskipaðir nefndir um stjórnarskrárbreytingar veita einstakt tækifæri til að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins og þær opna jafnframt vonandi á frjóar umræður um stjórnarskrána, stöðu og þýðingu hennar í nútímasamfélagi.

Breytingar á stjórnarskrá eru því fátíðar".

Þær eru því fátíðar. Það er augljóst. Stjórnarskránni hefur reyndar verið breytt 7 sinnum frá stofnun lýðveldisins. Fyrningarlögum hefur verið breytt fjórum sinnum frá 1905.

Hversu sjaldan er fátítt? Væntanlega oftar en aldrei og sjaldnar en stundum.

Restin af greininni hans Ágústs er ekki jafn skemmtileg og upphafið og gefur lítið sem ekkert tilefni til frjórra pælinga.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

 
Þennan dag 1981 sömdu Íran og Bandaríkin um lausn bandarísku gíslanna í Íran. Af einhverjum ástæðum kemur íranska gíslamálið oft upp í daxins önn.

mánudagur, janúar 17, 2005

 
Röksemdafærslan „Thatcher gerði það og þess vegna eiga hægrimenn að samþykkja það og allt sem því fylgir" er skemmtileg. Þessi röksemdafærsla sást í mogganum í dag þar sem einhver hagfræðingur vildi meina að hægrimenn ættu að sætta sig við reglugerðir ESB þar sem þær hæfðu sumar hverjar verið afleiðing hugsjónar Thatcher um innri markað. Ótrúlega sannfærandi.

Sami maður notaði annað trikk í greininni. Hann talaði um EFTA-ríkin sem „hjáleigu". Svo gékk hann útfrá því að EFTA væri ömó. Ég held að þetta trix heiti eitthvað. Það er líka sniðugt.

Svona hafa margir ESB-sinnar látið síðan Ragnar Árnason sagði í Viðskiptablaðinu að Ísland ætti að segja upp samningnum. Með læti og vitleysu. Formaður ESB-vina-samtakanna sem ég man ekki hvað heita en hann heitir held ég Andrés skrifaði meira að segja dónalega grein í moggann.

Svo fékk Eiríkur Bergmann að skrifa sama gamla kjaftvaðalinn í Viðskiptablaðið. Það er orðið frekar leiðó. Maðurinn er ekkert á því að biðjast afsökunar á þeirri lygi að Ísland taki upp 80% af reglugerðum ESB. Það er ekki stórmannlegt af honum.

Þessir menn allir minna mann á lagið sem er eitthvað á þessa leið: „just a poor misguided fool"

miðvikudagur, janúar 12, 2005

 
Bergrún, Guðrún og Sigrún eru indælar.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

 
Fyrsti tíminn í Félagarétti II olli miklum vonbrigðum. Sínu verri var þó tíminn í Fyrirtæki og samkeppni. Ef Gylfi Magnússon og Jón Þór Sturluson kenna ekkert í þessu þeim kúrs verður staðfest ekkert gaman. Hvað er verið að plata mann í svona lagað?

Enginn hefur sagt styggðaryrði um greinina mína á sus.is og því hyggst ég gera það. Fyrir það fyrsta er titillinn út í hött nema verið sé að skjóta á ÞórÁlf Árnason, þá er hann bara lélegur. Í annan stað er sagnfræðiupprifjunin ómarkviss og ónákvæm þó að hún sé að meginstefnu til rétt. Einhver myndi segja að ekki mætti leggja alþýðuflokkinn að jöfnu við samfó eða VG að jöfnu við kommúnistaflokk Íslands, Sósíalistaflokk Íslands, Alþýðubandalag Íslands og hvað þetta hét allt saman. Það síðara get ég svo gott sem samþykkt en ekki hitt. Munurinn á alþýðuflokknum og samfó er ekkert endilega svo mikill. Umfjöllun um sameignarákvæði er rosalega lítil og óljóst við hvað er átt, þeir sem fylgjast með ættu að ná því við hvað er átt. Þá eru fullyrðingar um markaðshagkerfið í greininni sem margir myndu setja spurningarmerki við en það breytir því ekki að sýna má fram á gildi fullyrðinganna með ítarlegum rökum og þvílík spurningarmerki eiga því engan rétt á sér. Ég hef amk ekki enn séð góða gagnrýna á markaðshagkerfið, sem væri auðvitað eðlilegra að nefna eignarréttarhagkerfi. Nú nenni ég ekki meiru.

Í þessari leiðinlegu langloku braut ég nokkrar stílreglur sem ég vil gjarnan virða, ég bið sjálfan mig afsökunar á því.

 
Nei, kadlinn bara á sus.is.

mánudagur, janúar 10, 2005

 
Fjármálaeftirlitið er full duglegt við að halda málþing. Eru þeir að reyna að efla stofnunina?

Nú á helvítis þjóðhagfræðin að koma á morgun. Þá verð ég líklega kominn með 141 einingu í Hasskólanum. Þetta þjóðhagfræðidót fer rosalega í taugarnar á mér. Ekki bara biðin eftir einkunnaskrípinu heldur aukinheldur þessu skrítnu vísindi.

Lúta flestar lagareglur að því að koma í veg fyrir að menn skaði aðra? Nema auðvitað samkeppnisreglur en þær eiga að tryggja að menn skaði aðra.

sunnudagur, janúar 09, 2005

 
Ragnar Árnason er snillingur. Viðtalið við hann í Fréttablaðinu er algjört æði. Sér í lagi niðurlagið. Maðurinn þjáist ekki af hefðbundinni fræðimannafælni við óhefðbundnar skoðanir. Bara að hætta með EES-samstarfið, evrópskir háskólar eru rusl og vísindastarf á vegum ESB ekkert annað en sóun.

föstudagur, janúar 07, 2005

 
Hér gefur að líta Heimsmeistara.

Þetta fólk keppir í Chili og Salsa.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

 
Leiðinlegt að kjarnorka skuli ekki vera á meðal þess sem er umþrætt í íslenskri pólitík. Ef það væru meiri sona umræðustjórnmál þá gæti mar kannski komið kjarnorkumálunum á kortið. Án þeirra gæti mar reyndar skrifað grein í einhvern fjölmiðil og talað fjálglega um kjarnorkuvánna eða lofað fegurð kjarnakljúfa. Ef ég ætti bóndabæ myndi ég vera með sona kjarnakljúf á hlaðinu, ekkert stórann bara sona smá titt. Á stærð við hraundrýli eða svo.

Endirinn á myndinn um Jón Þolláksson sem ég var að enda við að horfa á kom lítið á óvart. Eigi að síður líkt og þegar ég las bókina komst ég ekki hjá því að verða sorgmæddur. Það kölluðu allir Jóninn minn „Þolláksson".

þriðjudagur, janúar 04, 2005

 
Það er svolítið fyndið að IE vilji ekki opna Hotmail-boxið mitt en Firefox gerir það.

mánudagur, janúar 03, 2005

 
Hvað í ósköpunum gengur formanni Heimdallar til með grein sinni í Morgunblaðinu í dag?

Maður hlýtur að dást að þekkingu hans á íslenskum bókmenntum.

sunnudagur, janúar 02, 2005

 
Atomic Kitten er soldið skemmtileg hljómsveit. Rosa formkökulög samt. Það var nokkuð gaman í gær. Ég er ekki nógu duglegur.

laugardagur, janúar 01, 2005

 
Eftir að ÓRG-klíkan ógurlega hafði fengið ÓRG kjörinn mann ársins láta þeir dýrið skammast vegna kennaraverkfallsins í áramótaávarpi sínu. Þessir menn eru rosadullegir í þessum klíkuplott-bisness sínum.

Á meðan er Davíð Oddson að leika í áramótaskaupinu og hjálpa Bobby Fisher sem á það síst skilið. Hvernig í ósköpunum mátti ljúga því að fólki að Davíð væri sá vondi? Hann er klárlega ljósa hetjan í sögunni. Ljósu hetjurnar eiga reyndar á stundum erfitt uppdráttar. Hreinskilni og heiðarleiki þeirra kemur þeim í vanda. Þeir sem eru reiðubúnir til að vera óvandir að meðölum eins og ÓRG þeir geta hins vegar haldið sér í náðinni með plotti sem Machiavelli hefði orðið stoltur af. Plotti sem engilsaxar myndu nefna Machivellian-scheme.

Gagnrýnin mín á ISLM er léleg, ég þarf að kynna mér þetta betur. Mætti pæla betur í tímavalröðun, breytingum í ytri þáttum, félagslegum og stjórnmála breytum og upplýsingum. Það verður þó varla umflúið að heildarjafnvægislíkan fyrir hagkerfi verður ekki búið til frekar en heildarlíkan fyrir gang himintunglanna í vetrarbrautinni. Hið síðarnefnda gæti jafnvel verið auðveldara.

Ég er ekki í einum frjóum kúrsi á vorönninni. Það er leiðinlegt.Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]