Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, maí 30, 2005

 
Það er fyndið að það skuli vera til fólk sem finnst ESB vera kapítalískt samsæri. Pólitísk viðmið fólks á meginlandi Evrópu virðast vera frekar sérstök. Afstaða Austurríkismanna til þjóðernishyggju er líka sérstök.

laugardagur, maí 28, 2005

 
Það er eitthvað skrítið við úttekt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur á sölu bankanna.

þriðjudagur, maí 24, 2005

 
Öllum að óvörum. Jakkalakkarnir afhentu bikarinn í bakfylltu reykherbergi. Það var stöð. Þó ekki stöð 2.

Eftir landsfund samfó nennir enginn að skrifa í moggann. Það var líka svo mikill kraftur og hugmyndavinna að jafnaðarmennirnir eru með ritstíflu sökum alls hugarflæðisins (e. brainstorm). Þetta jafnast sjálfsagt eftir að þeir fá sér eitthvað laxatíft.

mánudagur, maí 23, 2005

 
Nú er ég búinn að vera með Linux í nokkra daga og það er aðeins minna gaman. Ér ekki alveg nógu mikill nörd fyrir þetta.

Í gær sá ég nokkrar úngar stelpur fremja agalegan glæp. Menn eru að tala um brota á lögum um tekjuskatt, lögum um verslunaratvinnu, samkeppnislögum, lögum um virðisaukaskatt og guð má vita hvaða lögum. Þær voru að halda tombólu!


Menn fá ekki frumkvöðlaverðlaun nema þeir fylgi lögunum.

miðvikudagur, maí 18, 2005

 
Aight. Hér er sko allörru félagsskapur á ferð. Þessar tillögur skera sig úr sökum gleðinnar í tekstanum og mannvirðingunni sem felst í orðunum.Link

 
Ér kominn með Linux. Það er gaman.

laugardagur, maí 14, 2005

 
Það er indæll listamaður í mogganum í dag sem segir að Þingvellir séu ógeð þar sem þeir tákni upphaf ríkisvalds á Íslandi. Það er áhugaverð nálgun sem þjóðrembuítroðslan í grunnskóla hefur útilokað mann frá. Setjum sem svo að mar væri sammála listamanninum, væri þá ekki við hæfi að koma upp ruslahaugum á Þingvöllum?

Þessi rök Árna Árnasonar gegn sóknargjaldi eru skemmtileg: „Er það sæmandi að gera ríkisféhirði lýðræðisríkis að rukkara fyrir trúfélög, og það í stjórnarskrá ?". Manni finnst það nú reyndar frekar ómerkilegt að vera ríkisféhirðir og því væri e.t.v. réttara að snúa spurningunni við: „Er það sæmandi trúfélögum að láta ríkisféhirði rukka fólkið fyrir þær skemmtisamkomur sem fólkið sækir?". Reyndar eru trúfélög heldur ekki mjög merkileg. Þá mætti spyrja: „Er það mönnum sæmandi að til séu trúfélög og ríkisféhirðir?".

föstudagur, maí 13, 2005

 
Það eru tvær voða undarlegar greinar í mogganum í dag. Önnur er eftir samfylkingarrektorinn í Bifröst í hverri hann ver þá ákvörðun að stofna til prófessorsstöðu Hriflu-Jónasar. Rökin eru tvö. Jónas stofnaði skólann og hann átti mikinn þátt í að núverandi flokkakerfi komst á. Dúndurrök. Þau fyrri eru sossum ágæt. Athygli vekur að rektorinn forðast að ræða verðleika Hriflu-Jónasar. Um það myndi kaninn sjálfsagt segja: „You dont want to go there".

Hin skrítna greinin er eftir EB Einarsson. EB virðist ekki átta sig á þýðingu þess að 6,5% réttargerða ESB eru tekin upp í íslenska rétt en ekki 80% líkt og haldið var fram. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart þar sem EB sinnar átta sig ekki oft á þýðingu raka. Þess fyrir utan telur hann að hlutfallið sé villandi þar sem ákvarðanir eru réttargerðir sem beinast að ákveðnum ríkjum. Allt í læ, án þeirra er hlutfallið 8,9%. Þá finnst honum rétt að telja með einhverjar 150 réttargerðir til viðbótar sem gleymdust. Allt í læ, hlutfallið er þá 9,4%. Alla jafna myndi málflutningur af þessu tagi flokkast undir það að vera ómerkilegur. Fyrir aðjúnkt í Háskóla Íslands er málflutningur af þessu tagi sjálfsagt ástæða til þess að kalla aðjúnkt EB ómerkilegan.

fimmtudagur, maí 12, 2005

 
„Forseti. Þetta er frekar furðuleg fyrirspurn hjá hv. þingmanni. Hann hefði ósköp einfaldlega getað talað við formann þessara samtaka, sem starfar á okkar vinnustað, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, eins og hann réttilega tók fram" (Mörður Árnason)

„Virðulegi forseti. Ég tek undir það að hér er á ferðinni allsérstæð fyrirspurn" (Margrét Frímannsdóttir)

„Aftur á móti vekur umræðan mig til umhugsunar um þau orð sem voru látin falla meðal ýmissa lýðræðishjalandi þingmanna stjórnarandstöðunnar, hv. þm. Marðar Árnasonar og fleiri þingmanna, þegar þeir koma með þær athugasemdir að ekki megi koma með þessa fyrirspurn, þetta sé furðuleg fyrirspurn og það eigi bara að fara út í bæ og spyrja aðra menn. Gildir það ekki um allar fyrirspurnir hér á Alþingi?" (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir)

Hvernig finnst samfylkingunni að hafa pissað sona í skóinn sinn? Það þarf lítið til að gleðja smáfuglana.

miðvikudagur, maí 11, 2005

 
Í viðskiptablaði Fréttablaðsins var smá dálkur þar sem gert var grín að bankamönnum. Það var afar fyndið. Einnig kom fram í því hinn algengi misskilningur að menn sem höndla dags daglega með verðbréf séu í mínus þegar markaðir eru að lækka. Það má hins vegar græða á lækkunum með því að skortselja. Gylfi Magnússon var í sama blaði með afar áhugaverða grein um áhættuvarnir.

þriðjudagur, maí 10, 2005

 
Hinn geðþekki samhyggjumaður Vésteinn Valgarðsson er með skemmtilega ábendingu í Morgunblaðinu í dag; það er ekki fallegt að gagnrýna Opruh fyrir að gagnrýna okkur og segja svo í sömu andránni að fólk í Bangkok sé agalega frjálslegt í kynferðismálefnum.

Sextíu ára afmæli loka heimstyrjaldarinnar finnst mér ágætt tækifæri fyrir menn til að beina sjónum sínum að þeim hlutum heimsins þar sem kúgun og fjöldamorð eiga sér stað núna. En greinilega hefur ekki gróið alveg um heilt á milli allra Evrópuríkjanna sem komu að stríðinu. Þetta er líka sjálfhverft lið.

Eins og fólkið sem býr á Íslandi, það er alveg agalegt að teprurnar í Bandaríkjunum hafi fengið tækifæri til að gagnrýni frjálslyndið okkar. Reyndar skilst mér að lauslætisímyndin valdi oft fráleitri hegðan útlendinga gagnvart konum hér á landi. Það hefur lítið verið rætt.

mánudagur, maí 09, 2005

 
Skoðanakannanir um ISG og ÖS styrkja mann í þeirri trú að kjör ISG muni minnka samfylkinguna. Gott á hana. ISG er óvinsælli hjá fólki utan samfylkingarinnar enda nútímalegur sósíalisti og svokallaður Bliar. Nútímalega sósíalista má einnig kalla ný-jafnaðarmenn eða öfga-þriðjuleiðista.

sunnudagur, maí 08, 2005

 
Ætli reglur um tilkynningarskyldu skráðra félaga til kauphalla hafi veruleg áhrif á tíðni tilkynninga og verð bréfa? Það má vel ímynda sér að áhrifin séu einhver. Þá má ætla að tilkynningar félaga til kauphallar hafi áhrif á flökt verðbréfa.

laugardagur, maí 07, 2005

 
Ömurlegt að tvö stærstu málin í þinginu rétt fyrir þinglok eru afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum og þessi skitni túkall með gati sem mannréttindaskrifstofa fær ekki. Það er krúsjal að samþykka lög sem munu e.t.v. leiða til þess að eftir u.þ.b. tíu til tuttugu ár muni dæmdum kynferðisafbrotamönnum á Íslandi fjölga um kannski hálfan á ári. Hvað með öll börnin?

Það er sérstakt með mannréttindastofuna að fréttamenn leyfa sífellt vinstrimönnum að segja: „ríkisstjórnin vill ekki gefa pjéning þar sem stofnunin hefur talað gegn ríkisstjórninni" en snúa spurningunni þessi aldrei á haus og spyrja vinstrimennina: „Ert þú ekki bara áfram um þessi fjárframlög af því að þú telur að skrifstofan sé bandamaður þinn í baráttunni gegn ríkisstjórninni?". Mannréttindafrömuðir víðs vegar um heiminn eru jú farnir að snúa mannréttindahugtakinu í andhverfu sína þannig að þeir vinna gegn mannréttindum. Tjéð skrifstofa var ekki byjuð á því held ég. Hvað sem því líður þá er ég alveg til í að reka mannréttindaskrifstofu fyrir eins og túkall á ári.

föstudagur, maí 06, 2005

 
You scored as Satanism. Your beliefs most closely resemble those of Satanism! Before you scream, do a bit of research on it. To be a Satanist, you don't actually have to believe in Satan. Satanism generally focuses upon the spiritual advancement of the self, rather than upon submission to a deity or a set of moral codes. Do some research if you immediately think of the satanic cult stereotype. Your beliefs may also resemble those of earth-based religions such as paganism.

Satanism


88%

atheism


83%

Buddhism


46%

agnosticism


38%

Paganism


33%

Judaism


25%

Islam


25%

Christianity


21%

Hinduism


0%

Which religion is the right one for you? (new version)
created with QuizFarm.com
Þar höfum við það. Ég held að ég skipti nú ekki út guðleysinu fyrir þennan satanisma.

fimmtudagur, maí 05, 2005

 
„En ef þú lesandi góður ert frjálshyggjudindill eins og ég, þá ætti það að ylja þér um hjartaræturnar, að sögunni fylgdi að félagi minn hjólar í sjálfsalann." Þessi pappakassi er snillingur.

miðvikudagur, maí 04, 2005

 

Sendiherra Búrkína Fasó var í Mogganum í gær. Ég held með Búrkína Fasó. Það er uppáhaldslandið mitt ásamt Botswana. Bæði eru landluktar fyrrum nýlendur sem gengur sona þokkalega. Búrkína Fasó er reyndar ekki mjög ríkt land og lítið frjósamt en hagvöxtur er ágætur og stjórnarfar stöðugt. Búrkína Fasó hét áður Efri-Volta og er sjálfsagt enn þekkt undir því nafni. Því miður hefur ekki gengið mjög vel hjá nágrönnum Búrkína Fasó en nú síðast var eitthvað um vesen í Togo. Þar áður var það Líbería og Fílabeinsströndin. Það er ekki fallegt hvernig sumir hafa hagað sér þarna. Sósíalistarnir í Brasilíu græða reyndar á því þegar keppinautar þeirra á kakómarkaðnum (þ.e. Fílabeinsströndin) eru í klessu.

Hvað á mar að kalla fólk frá Búrkína Fasó? Fasinga, búrka eða búrkíninga?

þriðjudagur, maí 03, 2005

 
G Pjetur var hress í fréttunum í gær. Leyfði öllum vinstrimönnunum að tala um hvað verið væri að „veikja" samkeppnislögin mikið með nýja lagafrumvarpinu. Enginn stjórnarliði og ekkert spurt um valdheimildir. Eða bara hvort stofnunin ætti rétt á sér. En G. Pjetur er líka kommi.

Það er líka merkilegt hvernig menn segja frá skráningu þessa „útlenska" félags í Kauphöllina. Nema Finnur Beck hann minntist á ástæðuna í kvöldfréttunum: peningarnir eru búnir. Enginn sá hins vegar ástæðu til að rifja það upp að Jón Ásgeir sem átti vízt hugmyndina að þessu sá ekki ástæðu til að hafa félagið sitt skráð í Kauphöllinni.

Voða væl er í manni.

sunnudagur, maí 01, 2005

 
Samkvæmt verðurspánni í vafranum mínum er létt snjókoma í Reykjavík akkúrat núna. Ö, nei. Þetta veðurvesen er annaðhvort eitthvað aðeins á mis eða það miðar ekki við Vesturbæinn en eins og allir vita er alltaf gott veður í Vesturbænum. Nema kannski rétt á meðan Aula-Bárður messar. En það er ekki að ástæðulausu.

 
Ég fékk voða fyndna niðurstöðu úr þessu. Það er sjálfsagt rétt að setja þann fyrirvara að ég er ekki að skoða síður af þessu tagi dægrin löng - ég tek bara yfirleitt kannarnar sem ég sé hér. Ég er semsagt „left leaning" og vantar sona stelpu sem er „conservative". Öðruvísi mér áður brá.
Your dating personality profile:

Liberal - Politics matters to you, and you aren't afraid to share your left-leaning views. You would never be caught voting for a conservative candidate.
Adventurous - Just sitting around the house is not something that appeals to you. You love to be out trying new things and really experiencing life.
Intellectual - You consider your mind amongst your assets. Learning is not a chore but a constant search after wisdom and knowledge. You value education and rationality.
Your date match profile:

Shy - You are put off by people who are open books. You are drawn to someone who is a bit more mysterious. You want to draw her out of her shell and get to know what she is all about.
Practical - You are drawn to people who are sensible and smart. Flashy, materialistic people turn you off. You appreciate the simpler side of living.
Conservative - Forget liberals, you need a conservative match. Political discussions interest you, and a conservative will offer the viewpoint you need.
Your Top Ten Traits

1. Liberal
2. Adventurous
3. Intellectual
4. Sensual
5. Outgoing
6. Athletic
7. Wealthy/Ambitious
8. Practical
9. Big-Hearted
10. Stylish
Your Top Ten Match Traits

1. Shy
2. Practical
3. Conservative
4. Intellectual
5. Big-Hearted
6. Adventurous
7. Athletic
8. Stylish
9. Sensual
10. Religious

Take the Online Dating Profile Quiz at Dating Diversions

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]