Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, júlí 30, 2005

 
pláneta. Njótið heil.

föstudagur, júlí 29, 2005

 
Það er grein með íhaldsrausi eftir mig á sus-vefnum sem kemur með melónu-sneið í endann.

Shakira hagar sér voða mikið eins og fyrirtæki mættu haga sér en samt ekki. Enda er hún æði. Textarnir hennar eru reyndar vafasamir.

Það er eitthvað skemmtilega kaldhæðnislegt að vera með MS-outlook þema á Firefox vafranum sínum þegar mar er með Linux.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

 
Það er orðið fastur liður í prentútgáfu moggans að troða á einhvern áberandi stað fyrirsögn eða millifyrirsögn um að allt sé í klessu að því að það vanti reglur. Eða einfaldlega að það vanti reglur. Agalegur sósíalismi.

Deila Kanadamanna og Dana um yfirráð yfir Hans-eyju er skemmtileg. Aldrei slíku vant heldur maður með Dönum. Spurning um að stofna samtökin Hans-ö i norden en kunnugir vilja meina að Norden sé i orden.

miðvikudagur, júlí 27, 2005

 
Stundum hefur verið sagt við mann að með aldrinum verði maður hófsamari í skoðunum. Ég hef jafnan haft litla trú á því. En þetta er kannski rétt. Með aldrinum hef ég jú farið úr því að vera öfgafullur frjálshyggjumaður í það að vera hófsamur anarkisti.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

 
Getur það verið góðs viti þegar stjórnmálamenn eru farnir að verja morð lögreglunnar á saklausum borgurum? Er þá ekki stutt í hugarfar þess sem sættir sig við fasisma?

miðvikudagur, júlí 20, 2005

 
Þegar líklegt má telja meira verði tekið af frelsi fólksins er þessi frétt voða ánægjuleg. Lítið er úngs manns gaman.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

 
Það er pínu gaman að lesa Paul Samuelsson „tala" illa um sjálfan sig. Ekki hvað síst vegna þess að hann er skemmtilegur penni.

sunnudagur, júlí 17, 2005

 
Ætli skilnaðir séu jafn líklegir til að hafa gjaldþrot í för með sér hér á landi og í Bandaríkjunum?

laugardagur, júlí 16, 2005

 
Jafnvel þótt margar eigur undanþægar fjárnámi skaði fátækt fólk hvað varðar aðgang að fjármagni er ekki gefið að nettó-staðan sé neikvæð. Í Bandaríkjunum falla skuldir almennt niður við gjaldþrot. Nettóstaðan þarf því ekkert að vera neikvæð.

Principle-Agent kenningar og 2. mgr. 64. gr. laga um gjaldþrotaskipti er eitthvað sem ég þarf að skoða betur.

Er ekki óþarfi að hafa lög um gjaldþrotaskipti?

fimmtudagur, júlí 14, 2005

 
Það er soldið merkilegt að svo virðist sem fátækt fólk skaðist á því að margar eignir séu undaþægar aðför.

Er Snoop Dogg afsprengi klámvæðingar samfélagsins eða listamaður sem er óhræddur við að ögra hefðbundnum gildum hins borgaralega samfélags?

Þegar Dieter Roth setti skít í krukku var svarið augljóst.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

 
Jón Kristjánsson taldi kenningar sínar um vöxt fiskistofna sanna að aflamarkskerfi virki ekki. Ef ég væri þannig sinnaður myndi ég líklega svara ummælum á borð við þau með orðum á borð við "hálfviti". En af virðingu fyrir borgarlegum dyggðum og þjónkun við hinn allsráðandi hlutlægni anda samfélagsins lætur maður allt svoleiðis ógert.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur auðvitað rangt fyrir sér af því að hann sér ekki að aflamarkskerfið er hlutlaust um hvaða aðferð er notuð við að velja heildarafla hvers fiskveiðiárs.

Jón Kristjánsson gæti svo sem verið ágætis fiskifræðingur en hann reiðir ekki vitið í þverpokum.

laugardagur, júlí 09, 2005

 
Viðbrögðin "50 milljarðir dala eru ekki nóg" benda til þess að svo verði ekki. Áfram munu menn mæla hve stórt hlutfall landsframleiðslu fer í þróunaraðstoð og áfram mun fólk væla í stjórnmálamönnum um að gefa meira.

Það er meira í þróunaraðstoð en að gefa peninga. Það þarf jú einhver að taka við þeim og gera eitthvað við peningana. Líklegast mun lítill hluti 130 milljarða dalanna nýtast af einhverju viti.

Þetta eru agalegir aular að vernda svona landbúnaðarkerfið. En eins og allir vita er enskur matur ógeð. Í því felst auðvitað að heimbyggðin á að liða fyrir gæði fransks landbúnaðar enn um sinn. Ekki þar fyrri að Bandaríkin, Japan eða Ísland séu mikið skárri í landbúnaðarstyrkjaveseninu.

mánudagur, júlí 04, 2005

 
Rök með samkeppnislöggjöf:
- Einokun/fákeppni eru óhagkvæm sbr. líkan hefðbundinnar rekstarhagfræði.
- Það má ekki verða til of mikið vald á markaði þar sem samningsstaða myndi skekkjast við það.

Rök gegn samkeppnislöggjöf:
- Líkön hefðbundinnar rekstarhagfræði eru röng.
- Empirískar rannsóknar hafa ekki sýnt fram á að óhagkvæmin sé mikil af einokun/fákeppni.
- Samkeppni er dýnamísk en ekki statísk.
- Það eru allar vörur staðkvæmdarvörur og einokun er því ekki til.
- Samkeppnislöggjöf er vita gagnslaus þar sem niðurstaðan er tiltölulega svipuð með eða án hennar.
- Það er ómögulegt að safna saman öllum þeim upplýsingum sem þörf er á til að taka ákvarðanir skv. samkeppnislögum.
- Jafnvel þó það væri hægt býr hið opinbera við þekkingavanda sem gerir því erfitt að taka réttar ákvarðanir.

Ætli það séu ekki einhver fleiri rök? Þetta eru bara þau hagfræðilegu sem ég man eftir í svipinn. Sum af mótrökunum virka sem andstæður í þessari framsetningu þrátt fyrir að vera samrýmanleg.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]