Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, september 30, 2005

 
Hálfsúrrealískt að verða fyrir kynjafordómum á námskeiði í marrokóskri matargerð.

miðvikudagur, september 28, 2005

 
Hverjum datt það í hug að menn geti verið ólöglegir innflytjendur? Þetta er soldið eins og með bíla. Sumir eru skráðir og það má keyra á þeim en aðrir eru óskráðir og mega ekki vera á götum. Bílar eru nú bara tæki, hvernig má gera þetta við fólk?

Almenn aðalfundarstörf voru óvenju fjörleg á aðalfundi HD í gær. Valdafýsn fer voða illa með fólk. Þeir sem hafa ekki hugsjónir ættu að bjóða sig fram í stjórn gólfklúbbs. Hugsjónalaust fólk með valdafýsn verður að vondum stjórnmálamönnum.

sunnudagur, september 25, 2005

 
Byltingin étur börnin sín.

Það er asnalegt að hlusta á Vilhjálm Þoddn oddvita útskýra stuðning GÞÞ og JVI við sjálfan sig, "Já þessir stuðningsmenn mínir eru mikil valmenni". Eimmitt, þess vegna á að gera eins og þeir segja, þeir eru soddan valmenni. Sannleikurinn er hins vegar meira sá að GÞÞ og JVI eru í klíkunni hans VÞV. Stuðningur þeirra hefur því lítið með meinta valmenniseiginleika þessara manna að gera. Oddvitinn hefði því betur sagt "já við ákváðum þetta allt í stofunni heima".

Þetta klukk er voða sniðugt og skemmtilegt.

1) Mér finnst fyndið að vitna í dægurlagatexta
2) Mér löffræði hálf-ómerkileg
3) Ég kann ekki að renna mér á skautum
4) Ég er ógiftur og barnlaus
5) Mér finnst að fólk eigi að vera heiðarlegt og hreinskiptið

Þá fæ ég vízt að klukka. Einhver hefur klukkað GMB þannig að það er vízt óþarfi. Í staðinn klukkast Gary Becker, Richard Posner, Arnór Snæbjörnsson, Kristinn Már Ársælsson og íhaldsmaðurinn Þorsteinn Magnússon.

miðvikudagur, september 21, 2005

 
Af hverju er menn að stofna sona samtök eins og SÞ þegar allt sem þau geta gert er að passa uppá að Vesturlandabúar verði ekki of feitir og að einræðisherrar séu nú nægilega spilltir? Væri það of frekjulegt að vilja að fyrst þetta er á annað borð til þá stöðvi það þjóðarmorð og þess háttar?

mánudagur, september 19, 2005

 
Menn láta bara að því liggja að það verði stríð á milli Danmerkur og Kanada. Öllu heldur kapphlaup. Mjög viðurkenndar aðferðir í þjóðarétti við að helga sér land eru einmitt brennó, snú snú og já einmitt kapphlaup.

fimmtudagur, september 15, 2005

 
Þessi maður er óborganlegur.

miðvikudagur, september 14, 2005

 
DO ætti að taka tilboði GWB ekki seinna en á morgun. Og allir.

because the night belong to lovers
because the night belong to us
- dunno

þriðjudagur, september 13, 2005

 
Starfsstúlkur sængurgerðar sambands íslenzkra samvinnufélaga á sauðárkróki standa sig með sóma.

mánudagur, september 12, 2005

 
Vonandi tekst Koizumi loxins að gera eitthvað.

Grey norðmennirnir ef sósíalistinn tekur við af öfgatrúarmanninum. En kannski eiga þeir ekki betra skilið. Má líka deila um hvort sé verra.

Merkilegt hvað Þjóðverjar nenna að halla sér að Schröder. Stór ríkisstjórn væri þó líklega góð fyrir þá.

sunnudagur, september 11, 2005

 
Ég hef nánst ekkert lesið eftir Menger, Böhm-Bawerk, Pareto, Hick, Hansen og fleiri kalla frá sama eða svipuðum tíma. Ætli maður fari ekki að bæta úr því. Tek það samt ekki í mál að lesa Marshall þar sem ég er með semi-óverðskuldaða fordóma gagnvart honum.

Skemmtilegast hagfræðin er voða mikið frá því áður en stærðfræðin fór að menga hana. Það var honum Marshall að kenna að það gerðist. Og núna eiga allir hagfræðingar að kunna að leysa dýnamísk hámörkunarvandamál. Maður segir nú bara eins og robbie williams:

It's overrated just get another drink

fimmtudagur, september 08, 2005

 
Fyndið að fólk sem sér einhvern sem einræðisherra og valdníðing einn daginn, telur að allt sé fullt af ótta í samfélaginu og gvöð má vita kvað saknar mannsins þegar hann hættir.

Er þetta yfirborðskennd kurteisi og íhaldssemi? Er þetta viðurkenning á því að yfirlýsingarnar voru tómt gjálfur?

Mar sper seg.

miðvikudagur, september 07, 2005

 
Það skyldi þó aldrei vera að Vestfirðingurinn toppi Hafnfirðinginn í sósílisma í sjávarútvegsráðuneytinu?

Geri Halliwell vonandi einkavæðir FLE, þýðingarmiðstöðina og skammar BNA pínulítið.

Hagfræði er ekki siðferðilega hlutlaus. Hagkvæmni er siðferðilegt hugtak. Ætli það hafi einhver skrifað um þetta?

laugardagur, september 03, 2005

 
Tvær nýjustu ályktanir úngra jafnaðarmanna fjalla um listdandsskóla og hvenær ársins er kosið. Þetta fólk er að sprínga úr hugsjónaeld. En sem betur fer gæta úngir jafnaðarmenn sín á því að hafa fæturnar á jörðinni þó þeir eigi það til að gleyma sér í flóknum stjórnspekihugmyndum.

Þetta fólk hefur örugglega ekki tekið eftir því að það er laus hella í Austurstrætinu og að stólarnir á biðstofu Innheimtustofnunar sveitarfélaga eru óþægilegir. Annars hefðu úngir jafnaðarmenn tekið á þessum málum fyrir löngu síðan.

 
Í forsjármálum er farið eftir reglu Rawls um að hámarka skuli lágmarkið. Barnið er veikast en hagsmunir þess eiga að vega þyngst Forsjárákvörðun á að vera tekin án tillits til þess hvort foreldrið vill frekar hafa forsjána (þó að það spili svo aftur inní hagsmunamatið).

And if I make you happy
I dont need to do more
- Aretha Franklin

Þetta einstaklega ömurlegt textabrot.

fimmtudagur, september 01, 2005

 
Voða þótti fulltrúum ríkisins það leiðinlegt að maðurinn með brennisteinssýrunum hafi ekki verið dæmdur sekur. Það er voða leiðinlegt þegar hirðuleysi hins opinbera verður til þess að menn eru ekki sakfelldir. Það eiga auðvitað allir að vera dæmdir óháð því hvort löggan standi sig eða ekki.

Byrja íslenskar kennslubækur í gjaldþrotarétti á hugmyndinni um menn eigi skilið "fresh start"? En í Bandaríkjunum? Evrópubúar eru vízt sízt í því að gefa sjénsa.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]