Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, janúar 30, 2007

 
">Because the number of birth-giving machines and devices is fixed, all we can ask for is for them to do their best per head.“ ljet heilbrigðisráðherra Japans hafa eftir sjer. Af einhverjum ástæðum þykir Shinzo Abe ekki ástæða til þess að hann segir af sjer. Maðurinn getur auðvitað bjargað sjer frá því að virka á móti konum með því að taka fram að sæðisvjeladnar geti fróvgað umtalsvert magn eggja og að þar sje því í raun ekki um takmarkandi þátt að ræða.

 
Merkilegt nokk var frelsið að finna í hernum en ekki aristókratíinu í hinni skemmtilegu óperu La fille du regiment. Þó að venju samkvæmt hafi ástin auðvitað verið bezt.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

 
Í allri neikvæðninni yfir stóriðjuframkvæmdum hafa menn alveg gleymd að dást að því hvað orðið stóriðja er nú skemmtilegt. Jeg legg til að fólk hætti að nota hugtakið „fabrikka“ og taki upp hugtakið „iðjuver“ í staðinn.

miðvikudagur, janúar 24, 2007

 
Einhvern vegin var lítið gert með sigur hægri manna í Svíþjóð, litlar breytingar væntanlegar. Og Fredrik Reinfeldt er sossum nógu hallærislegur til þess að maður trúi því. En einkavæðing OMX, TeliaSonara, Nordea, SBAB (íbúðalán), Vasakronan (fasteignafjelag) og V&S (frml. m.a. Absolut Vodka) bendir nú til annars.

Miðað við þetta er ohf-un RÚV ægilegur glæpur. Ægilegur. Fyrir utan það að bæta hag RÚV um tæpar 300 miljónir árlega. Ótrúleg aðför.

Það hefur örugglega gríðarleg áhrif á sjálfsmynd starfsmanna RÚV að hætta hjá ríkisstofnunog taka til starfa hjá ríkisfyrirtæki.

Jeg byrjaði tvær setningar á aðaltengingu. Alveg glatað.

laugardagur, janúar 20, 2007

 
Kostnaðar-ábata greining dregur úr mistökum vegna matshneigða (e. cognative bias) og þumalputtareglna (e. heuristics). Það hljóta að vera til betri íslenzk orð. Copenhagen-consensus sem vísað er til byggir reyndar á hagrænu mati. Þá er siðferðiafstaða hagfræðilega hagkvæmnihugtaksins sem og biasarnir allir komnir aftur við mat á ávöxtunarkröfum, spám um líklega framvindu o.s.frv.

Skoða betur. Kostnaðar-ábata greining finnst manni almennt ekkert spes verkfæri.

 
Það er mögulegt að á næsta ári verði Hillary Clinton forseti BNA, Segolene Royal forseti frakklands og Angela Merkel kanslari Þýskalands.

Í þessi samhengi má geta þess, þó að virðist engan vegin jafn merkilegt, að forsætisráðherra Íslands gæti líka verið kona.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

 
Hálfvitar. Tvö bödn á konu er ekki frjósemi þegar það þarf 2,06 til að halda í horfinu. Lög um aðgerðir gegn peningaþvætti nr eitthvað frá einhverju ári eru krasý.

 
Hvert er vandamálið í Færeyjum? Ekki nær mbl því. Úngir vinstri grænir hafa skyndilega meira vit á efnahagsmálum en afturhaldsblaðið.

Fólk er líklegra til þess að conformast í stærri hóp. Hvað gerir það fyrir samningapælingar hagfræðinnar? Er e.t.v. auðveldara fyrir fimm að ná samkomulagi en þrjá? Dýnamíkin er sossum öðruvísi. Status quo og sanngirni-bias hjálpa til. Vantar empíríki. Sossum allt conformismi.

mánudagur, janúar 15, 2007

 
It also says that many forced evictions in the last two years have been carried out apparently at the request of the Catholic church.
- BBC


Og ef gvöð skapaði manninn í sinni mynd, af hverju eru þá til margir kynþættir?

sunnudagur, janúar 14, 2007

 
Cognative dissonance, jeg er voða mikið í því. Gott að fatta. Hallærislegt að plata sjálfan sig.

laugardagur, janúar 13, 2007

 
The DJ said on the radio, life should be stereo
- Robbie Williams

Full mikið þúnglyndi, full mikið mónó. Gera meira.

föstudagur, janúar 12, 2007

 
I was born too live, into a world that doesnt care
- Sandi Thom

Það er ekki mjer að kenna. SÓ og HHG hafa stundað hnútaköst í Frjettablaðinu í soldinn tíma um fátækt. Það er allt einstaklega fánýtt og yfirborðskennt sem þeir segja.

Fólk hefur tilhneigingu til þess að líta framhjá ellegar gleyma upplýsingum sem eru í andstöðu við skoðanir þess. Þessi hneigð er nokkuð augljós hjá þeim. Kannski meiri hjá HHG. Hann hefur reyndar verið að segja það sama í soldið langan tíma.

 
Beckham fær 500.000 pund á viku. Stay in school.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

 
Grey eftirlitsstofnun EFTA að European Space Agency skuli hafa náð esa.int léninu.

„"Women using a 'men are always pigs' decision-making rule may be more likely to actually end up with honest, committed, and long-term-seeking males," insists Geher.“ Frískandi.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

 

Evrópusambandið velur nýja leið í orku- og umhverfismálum

Einmitt. Menn eru farnir að færa sig upp á skaptið á mbl, það eru ekki bara rangar gæsalappir heldur líka efnislega rangar frjettar. Upphaflega frjettin er hjer. BBC slær reyndar tóninn með því að tala um „new path“. Í meginatriðum snýst þetta um það að framlengja núverandi kerfi eða ganga lengra í sömu átt. En merkilegt nokkuð þá eru væntar tillögur nokkuð skynsamar.

Það er nú soldið málefnalegt að skipta úr Journal of Law and Economics yfir í Journal of Economic Behavior and Organization.

Dreymdi blóð og morð. Ekki fallegt.

En lífið varð aðeins fallegra í dag.

mánudagur, janúar 08, 2007

 
Nú er til eftirspurn eftir sætu morgunkorni sem of mikil. Hvernig má það vera? Hagfræði spyr ekki um smekk. En börn sem horfa mikið á sjónvarp hafa tilhneigingu til þess að telja sætt morgunkorn hollara en hin sem horfa lítið á sjónvarp. Sjálfsagt má gefa sjer að af því stafi að minnsta kosti smá hliðrun á eftirspurnarferlinum. Hagfræðingurinn myndi þá segja að nýtt jafnvægi myndaðist sem væri hagkvæmt (þó að hagfræðingur sje almennt ekkert endilega á því að auglýsingar skipti máli).

Sem er skrýtið. Það er gefið að fólk sje homo economicus. Vitandi allt er hann ómeðvitaður um að eftirspurn eftir morgunkorni er röng þar sem hann vanmetur hætturnar sem felast í því að borða mikið sætt morgunkorn! Það gengur auðvitað ekki upp. Homo economicus hlýtur að sjá í gegnum svona rugl.

Babbara, þá eru komin rök fyrir lýðheilsustöð (og því að hætta að nota homo economicus). Þar myndi starfa fólk sem starfaði við að bæta sona hluti. Vandinn er sá að fólk styrkist í skoðunum sínum við koma þeim mikið á framfæri og því yrði of mikil viðleitni í hina áttina og fólkið yrði svipt möguleikanum á að gæða sjer á ljúffengu morgunkorni. Fyrir utan annars konar óheppilega viðleitni.


Þessu er ekki viðbjargandi, „Hjónabandið er búið að spilla frillulífinu“ (F.W.N.).

laugardagur, janúar 06, 2007

 
Tvisvar hefi jeg sjeð á mbl.is frjettir þess efnis að Lindsay Lohan hafi hafnað karlmönnum (það munu hafa verið hinir myndarlegu Fed-Ex og Robbie Williams). Nú þekkir maður þessi hnátu svo sem ekkert en þessar frjettir eru til þess fallnar að ýta undir þá ímynd af henni að hún sje töluvert ljettari á bárunni en gerist og gengur. Altjent hefi jeg lengst af staðið í þeirri trú að konur hafni reglulega karlmönnum.

Það veldur mjer gríðarlegur sjálfsmyndarvandamáli að þekkja og muna eftir slúðri. Til þess að rjettlæta sjálfan mig ætla jeg að halda því fram að slúður sje einstaklega salient.

Í gær upplifði jeg það í fyrsta sinn að horfa á heilan hálfan frjettatíma þar sem jeg þekkti hverja einustu frjett. Þekkti það vel, það er, að jeg bjó yfir öllum upplýsingum sem fram komu og jafnvel meira.

föstudagur, janúar 05, 2007

 
Ástralía rústaði Ashes. Gott hjá þeim.

Brandarar á borð við:
Allir fengu smálúðu nema Dóra,
hún fjekk stóra.

Allir voru að tala nema Baldur,
hann er ekki fyrir skvaldur.

Allir eru kristnir nema Már
Hann er of klár.

Eru mikil snilld.

 
„To be honest, you've got to do whatever you feel comfortable doing, and ever since I've been doing that at Liverpool my form has dramatically improved. All players are the same when they're not playing well: it has to be something's fault.“
- Craig Bellamy

Reyndar er allt fólk svona. Skellir skuldinni af eigin vandkvæðum á ytri hluti en útskýrir vandræði annarra með persónuleikaeinkennum. Hjálpar okkur að halda í jákvæðu sjálfsmyndina.

Ein bezta grein sem birst hefur á tru.is (ath. merkir ekki að hún sje góð). Gaman að gvöðfræðingar tali um kirkjuna líkt og hún sje bara enn ein stofnunin og viðurkenna hlaðborðselement trúarinnar (betur þekkt sem „persónuleg trú“). En það gerir hjalið um málstofu trúarinnar, hvatningu til þess að kirkjan taki afstöðu og samþættingu kirkju og samfjelags skrítna. Það er ekki hægt að ná þessum markmiðum á sama tíma. Einstaklingsvæðing samfélagsins útilokar að fólk sætti sig við það að vera með persónuleg trú í kirkju sem tekur afstöðu (ekki bara stundum líkt og nú er) opinberlega (kenningin er falin frá meðlimunum). Kirkjan yrði þá samfjelagsafl sem stæði í átökum. Án þess að hafa lesið bókina gæti jeg reyndar hæglega verið að misskilja manninn.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

 
„Since I am by nature lazy, hence a theorist, I will leave to someone else the project of actually finding data that could be used to test the explanation I have just offered.“
- David D. Friedman

Yndislegt. Mikið skil jeg hann. Margir hagfræðingar hafa á bloggum sínum freistað þess að útskýra af hverju fólk gefur gjafir (aðrar en peninga), Friedman gerir það eiginlega bezt þó að engum takist vel til.

Þessi hugmynd um viðskipti með ríkisborgararjett er hressandi. Nema menn hlusti á eitthvað þjóðrjettarraus um að enginn megi verða ríkisfangslaus.

 
Það voru allir svo siðmenntaðir að enginn fann hjá sjer ærlegar tilfinningar.

mánudagur, janúar 01, 2007

 
Der Kommissar geht um - oh, oh, oh
Er wird dich anschauen, und du weisst warum
Die Lebenslust bringt dich um
Alles klar Herr Kommissar?
- Falco

Það gengur sona einhver maður um samfjelagið og hefur eftirlit með því að fólk hafa ekki of mikla lyst á hlutunum. Íhaldsmaðurinn sem fílaði ekki skaupið, gamli maðurinn sem fílaði ekki rokkið, plebbanum sem fannst ekki fyndið að setja kúk í krukku.

Up in the balcony
All the Romeo's are bleeding for your hand
Blowing theater kisses
Reciting lines they don't understand
- Elton John

Eins og maður sje eitthvað skárri?

So what becomes of you my love
When they have finally stripped you of
The handbags and the gladrags
That your Grandad had to sweat so you could buy
- Rod Steward

Einmanalegt að henda fortíðinni og heilræðunum og vizkunni. Reynsla kynslóðanna.

I can't stay on your life support, there's a shortage in the switch,
I can't stay on your morphine, cuz its making me itch
I said I tried to call the nurse again but shes being a little bitch,
I think I'll get outta here, where I can
- Pink

Það þýðir svo kannski ekkert að vera að fíbblast þetta í leikhúsinu. Æfðar línur og leikhúskossar gera lítið fyrir mann.

Fuck tha police
- N.W.A.

Heyrirru það Herr Kommissar?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]