Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, mars 31, 2008

 
Ef þeir vinir HHG sem auglýstu fyrir hans hönd í Frjettablaðinu um helgina eru líka frjálshyggjumenn má telja háttsemi þeirra undarlega. Eða er það ekki hluti af kenningunni að menn verði að sitja uppi með sín mistök sjálfir? Þannig á sá sem lendir í slysi og er með skerta starfsorku ekki rjett á framfærslu frá hinum þó að hann kunni að eiga bótarjett á hendur tjónvaldinum. Að sama skapir á ófrísk stúlka engan rjett á ókeypis fóstureyðingu geti hún ekki alið önn fyrir barninu. O.s.frv.

Þurfa ritstelandi prófessorar ekki að lúta sömu lögmálum?

Svar frjálshyggjumannsins er vitaskuld það að frjáls samskot einstaklinga eru heimil. Gott og vel. Hvernig rjettlætir það maður þá siðferðilega að standa fyrir samskotum fyrir ritstelandi prófessor en ekki fyrir öryrkja og einstæðar mæður?

Og talandi um siðferði. Þá eru þetta skrýtnir frjálshyggjumenn. Gvöð á engan sjerstan stað í þeirri speki. Eiginlega þvert á móti þá ættu þeir að taka undir breytingar af þessu tagi þar sem frjálshyggjumaður getur ekki samþykkt annað en sekúlar ríki. Annað brýtur gegn blindum tjáningarfrelsis sjónarmiðum hans. Eða er Lýðheilsustöð ekki slæm? Og er ekki agalegt að ekki megi mæra tóbak?

fimmtudagur, mars 27, 2008

 
Því er gjarnan haldið fram að íslenska krónan sje minnsti fljótandi gjaldmiðlinn í heimi. Í Taiwan er hins vegar gjaldmiðill sem ekki er peggaður við neitt eftir því sem jeg kemst næst. Og Taiwan er rúmlega 60.000 ferkílómetrum minna en Ísland.

Þar sem jeg veit ekki hvaðan þessi fullyrðing um krónuna kemur veit jeg ekki við hvað er miðað. Fimmþúsund króna seðill er t.a.m. ekki mikill að flatarmáli m.v. gamla 5.000 marka seðilinn (nema því hafi verið logið að mjer).

Ef miðað er við landsframleiðslu (sem proxy fyrir magn viðskipta í viðkomandi gjaldmiðli) er íslenska krónan stærri en búrúndíski frankinn, m.a.s. mun stærri.

Mögulega stærsti gjaldmiðill í alheiminum, steinapeningur á eynni Yap.

þriðjudagur, mars 25, 2008

 
„All I did was ask him what was happening, nothing else“
- J. Mascherano

Þulunum í sjónvarpinu þótti J.M. eitthvað spenntur. Líkt og hann þyldi ekki spennuna af stórleikjum. En J.M. hamast alltaf. Það var eitthvað skrýtið við að reka hann útaf. Kannski þoldi dómarinn ekki stórleikinn.

Ferguson þykir mjög mikilvægt að vernda leikmenn, sjer í lagi stjörnur. Þess vegna skammaði hann miðverðina sína í hálfleik fyrir að sparka þráfaldlega í Torres og kom með því í veg fyrir að hann meiddist.

þriðjudagur, mars 18, 2008

 
Nú eru til markaðir á mörgum plánetum sem eru í þokkalegri fjarlægð hver frá annarri. Þar sem ljósið fer bara svo og svo hratt verður til eitthvað sem kalla má Interstellar-arbitrage. Þegar jeg er orðinn stór ætla jeg að græða á því.

mánudagur, mars 17, 2008

 
Djöfull er La Traviata leiðinleg ópera. Skv. Wikipediu er þetta þriðja mest uppsetta óperan í BNA. Enda markmið íslenzku óperunnar að hala inn á þessu. Lögin eru alveg ágæt en persónurnar eru einstaklega ótrúverðugar og leiðinlegar eins og sagan sjálf. Mjer finnst það alveg fráleitt að ekki sje hægt að koma fíl inn í íslenzku óperuna.

Hressandi skýrsla. Í formálanum eru tekin dæmi af eignaréttarvernd. T.d. er velt vöngum yfir því hvernig fara eigi með flugvjelar sem fljúga yfir húsgarð, frísbídisk sem lendir í honum og körfuboltaspjald sem veldur skugga. En eignaréttur á vízt að vera helsta vandamál efnaminni ríkja og ein af leiðunum til að draga úr fátækt (eða auka velmegun) er að styrkja hann. Það er meira vandamál en tárum tekur í ýmsum hjeruðum Darfúr hversu mörg körfuboltaspjöld skyggja á verandir íbúanna. Og varla getað þeir grillað í friði fyrir þessum frisbídiskum.

Jæja, svona hjal þykir vízt biturt.

Mjer finnst þetta ágætisframtak. Aftur á móti er þetta einfaldað fullmikið. Getur það verið að öll vandamál Eretríu leysist við það eitt að afrita íslenzku þinglýsingarlögin? Trúir því einhver? Varð ekki þinglýsingarkerfið íslenzka til? Var ekki fyrst lýst á þingum, í kirkjum, lox skrifað í bækur og hvaþþanúer?

Getur það verið að það þurfi að gera fólkið að kapítalistum áður en það getur orðið kapítalismi?

Nei, það var forsenda samhyggjunnar. Þar átti að breyta fjelagsgerðinni. Kapítalisminn er hlutlaus um fjelagsgerð.

Það kann enginn að dansa á Apótekinu. Eða brosa.

föstudagur, mars 14, 2008

 
Merkilegt að það er fyrst að verða frjettnæmt að tollkvótar á landbúnaðarvörum voru boðnir út þegar matvælaverð hefur hækkað. Ef jeg man rjett fjekk þetta mjög jákvæða umfjöllun þegar Guðni kynnti kvótana.

Liverpúl getur spilað við Chelsea í undanúrslitum meistardeildarinnar enn eitt sinnið. Eitthvað rámar mig í að gamlers fallacy og sjerkennilegir líkindaútreikningar ónefnds fjelagsfræðings hafi leitt til þess að það gæti ekki verið.

Sú skemmtilega staða gæti komið upp að Liverpúl þurfi að sigrast á Arsenal, Chelsea og Manchester til þess að sigra meistaradeildina.

Þ.a. FA fær ósk sína um leiki enskra liða utan englands uppfyllt - án þess að fá tekjurnar. En hugmyndin var vitaskuld byggð á knattspyrnulegum sjónarmiðum.

fimmtudagur, mars 13, 2008

 
Væri það ekki indælt að geta dansað um eins og fíll í lúpínu?

þriðjudagur, mars 04, 2008

 
Hinn geðþekki bloggari Ómar R. Valdimarsson (nei, r-ið stendur ekki fyrir rasisti) hefur í hyggju að færa blogg sitt á hærra plan en hann bloggar á moggabloggi. Þetta held jeg að hljóti að mega teljast vatnaskil í evrópskri menningarsögu.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]