Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, apríl 30, 2008

 
Voðalega fjalla íslenskir fjölmiðlar varlega um Drogba. Það er óþarfi að fara í felur með það að hann dettur auðveldlega. Það er einfaldlega hluti af leikskipulagi Chealsea, langur bolti fram á Drogba, ef hann getur ekki gert neitt, hleypur hann á varnarmann og reynir að fiska aukaspyrnu. Sem er ekki alslæmt kerfi. Það er hins vegar ótrúlega leiðinlegt.

 
Að tala um EB-aðild þegar það er pusar á bátinn er svolítið eins og að halla sjer að flöskunni þegar maður er niðurdreginn.

þriðjudagur, apríl 29, 2008

 
Jæja, nú er m.a.s. komin mynd af austurríska níðingnum. Aldeilis hægt að velta sjer upp úr soranum. Auðvitað á milli þess sem fjölmiðlar flytja okkur frjettir af líklegri hungursneið vegna hækkandi matvælaverðs og við upphuxum lausnir þar á.

mánudagur, apríl 28, 2008

 
Eftir mikla aukningu í einkaneyslu og vegna þess að strandsiglingar hafa lagst niður hafa vörubílstjórar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Altjent hafa þeir keypt sjer töff jakka.

Og eins og menn gera í góðæri hafa þeir keypt sjer nýjan fínan trukk sem getur borið ennþá meira (þ.e. þeir sem eru verktakar). Þegar svo olían verður dýrari og erlendu lánin hækka fara vörubílstjórarnir í fýlu. Þá á ríkið að bjarga þeim.

Búhú. „Þetta fólk við Austurvöll þarf bara að vakna“ eða hvað hann Sturla sagði ítrekað í Kastljósinu.

föstudagur, apríl 25, 2008

 
Eins og mjer þykir skýring Láru frjettamanns á sviðsetningu frjettar rökrjett og trúanleg get jeg ekki tekið fólk alvarlega sem vísar í siðareglur. Siðareglur eru fyrst og fremst fyrir fólk sem hefur eitthvað að fela. T.d. blaðamenn, lækna og löffræðinga. Stjettir með gott siðferði setja sjer síður siðareglur.

miðvikudagur, apríl 23, 2008

 
Eitthvað sem vantar alveg í evruumræðuna. Evran er ekki mikið stöðugri en krónan. Núna er hún t.a.m. rosasterk sem gerir útflutningsatvinnuvegunum erfitt fyrir (þeir yrðu ánægðir með krónuna). Ólíkar aðstæður innan EB gera það svo erfitt fyrir seðlabankann að finna rjett vaxtastig. En Íslendingar vilja vízt júrur og EB og ýmislegt fleira ef eitthvað er að marka skoðakannanir FB (eitthvað er lykilorðið hjer). Til þess að kóróna vitleysuna er Bubbi skv. nýjustu frjettum búinn að skipta yfir í júrur.

Vitaskuld vill almúginn nota júrur. Sterkir gjaldmiðlar þýða að jafnaði meiri innfluttur lúxus. Og hver vill ekki innfluttan lúxus? Bubbi? Stál og hnífur?

fimmtudagur, apríl 17, 2008

 
Hicks virðist nú hafa eitthvað viðskiptavit þrátt fyrir allt. Sjálfsagt ekki við öðru að búast af amerískum grosserum. Það væri leiðinlegt Parrys vegna ef hann þyrfti að fara eftir einhverjar deilur.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

 
Lausleg könnunmín á verðlagsþróun undanfarna mánuði bendir til þess að þeir sem „yfirvogi“ áfengi (m.v. NVV) sjeu ekki að tapa jafn mikið á verðbólgunni og aðrir.

Bensín er annars skattlagt svipað og áfengi. Eigi að síður leitast fólk við að draga úr eldsneytisnotkun en auka áfengisnotkun. „Minni bílar og stærri karöbblur“ ætti að vera slagorð nútímans.

Svo eru reyndar allir á stórum bílum.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

 
Langtímaáhrif hnattrænnar hlýnunar áttu að vera verri akuryrkjuaðstæður við miðbaug og þar með meiri húngursneið. Nú rýkur mætvælaverð upp, m.a. vegna aðgerða gegn þessari sömu hlýnun, fólkinu sem átti að bjarga til bölvunar.

Hver man ekki eftir Madelaine McCann, einu stúlkunni í heiminum í sem týndist hjerna um árið? Nú hefur það gerst í fyrsta skiptið í sögunni að maður áreitir konur kynferðislega í neðanjarðarlestum New York.

mánudagur, apríl 14, 2008

 
Meira áfengi og minni skór

Ætli mannvitsbrekkurnar á VB vilji þá meina að drykkja minnki fætur? Mikil áfengisneyzla únglingsstúlkna helgast þá e.t.v. af laungun þeirra til að komast í 36.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

 
lögfræðingsins siður er að kæfa ljelega rökstuðning í rhetórík svo enginn sjái að keisarinn sje ekki í fötum.

það er merkilega gott að setja saltfisk á pitsu.

„Since boredom advances and boredom is the root of all evil, no wonder, then, that the world goes backwards, that evil spreads. This can be traced back to the very beginning of the world. The gods were bored; therefore they created human beings.“
- Soren Kierkegaard

vitaskuld skömm að því að vísa í Dani á þessu bloggi.

þrátt fyrir árásir danskra greiningardeilda og erlendra vogunarsjóða, ærslin í sportjakkaklæddum vörubílstjórunum og grámyglulega neikvæðni flauelspríddra evrusinna bíða molbúarnir bara eftir því að geta keypt sjer nýjan jeppa svo áþján hins sið-kapítlíska altæka þúnglyndis verði bærilegri.

rónarnir virðist ekki hafa áttað sig á því að kaupa má mírín (8%) í matvöruverzlunum. það er e.t.v. bara yfirstjettin sem hefur tekið austurlenzka eldhúsinu opnum örmum?

 
Það var eitthvað upplífgandi við það að fyrsta mark Liverpúl gegn Arsenal í gærkvöld hafi komið úr föstu leikatriði.

Hins vegar er það ekki fallegt þegar menn sammælast um að taka skortstöðu í Íslandi. Hljómar svolítið eins og atriði í kratískri martröð, illu kapítalistarnir plotta í bakfylltu reykherbergi.

föstudagur, apríl 04, 2008

 
Það er alveg fráleitt að Vink dómari hafi verið að gera Kyut einhver greiða með því að dæma ekki víti á hann. Vink tók stundum of hart á honum en í þetta sinn vægt. Reyndar var það svolítið einkenni á dómgæslu Vink að hann tók stundum of hart á mönnum og stundum fullvægt. Holt og bolt þá hallaði samt á hvorugt liðið hvað það varðaði.

Liverpúl er komið í fjórða sæti hjá Willhill yfir þá sem líklegastir eru til að vinna meistaradeildina.

fimmtudagur, apríl 03, 2008

 
Í 24 stundum í gær gaf að líta þá yndislegu þversögn að tollalækkun kynni að leiða til hækkandi vöruverðs og gjaldþrots hinnar vernduðu stjettar. Nú getur ekki verið að blaðið sje prófarkarlesið.

Og fyrst maður er að beita hefðbundinni rekstrarhagfræði. Í stað þess að væla yfir benzínverði má ekki bara kaupa sjer minni bíl? Þá passa allir í stæðin, Ísland nær markmiðum Kyotobókunarinnar (mínu álvering), svifrykið minnkar og jeg veit ekki hvað og hvað. Bílaumboðin myndu þá e.t.v. mótmæla í staðinn en hver vorkennir bílasölum? Þeir njóta álíka vinsæla og holdsveikir í Biflíunni.

þriðjudagur, apríl 01, 2008

 
Errr.

 
Guðni Ágústson heimtaði neyðaráætlun á Alþingi á fyrsta degi þings eftir tveggja vikna páskafrí. Gott grín. Eftir góða afslöppun á Brúnastöðum átta maðurinn sig skyndilega á einhverri neyð.

Mjer finnst að íslenska ríkið eigi að verða við kröfum atvinnubílstjóra og setja meiri olíu ofan í jörðina svo eldsneytisverð lækki.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]