Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, apríl 30, 2009

 
Í Spegli gærkvöldsins fjekk úng kona að fjalla um hlutdrægni fjölmiðla. Hún valdi vitaskuld að fjalla um umfjöllun Stöðvar 2 um uppsagnir á Skjánum og komst að þeirri niðurstöðu að umfjöllunin hefði tekið mið af hagsmunum Stöðvar 2. Enda er það Stöð 2 og Skjánum í hag að Rúv fari af auglýsingamarkaði.

Sem viðmið voru notaðar fréttir Ríkisútvarpsins. En Rúv hefur enga sjerstaka hagsmuni í málinu eins og kunnugt er.

 
Ætli einhver hafi áhyggjur af ruðningsáhrifum stórfelldrar skuldsetningar vestrænna ríkja?

miðvikudagur, apríl 29, 2009

 
David Lynch og íhugunarköltið hans ratar sífellt á síður Morgunblaðsins. Núna af því að hann þykist geta reddað kreppunni með íhugun. Það er kannski rjett að hvetja alla rugludalla heimsins til þess að beita vúdú-aðferðum sínum á íslenskan efnahag á næstu sex mánuðum. Það er nokkuð öruggt að eftir tíu ár geti maður montað sig af því að hafa reddað öllu.

 
Ef eitthvað er að marka HHG (sem fáir halda fram nú orðið) þá er vízt rjettast að pakka saman grillinu og draga fram ljóðabækurnar.

mánudagur, apríl 27, 2009

 
Ætli Borgarahreyfingin skipti um glugga í Alþingishúsinu núna þegar fulltrúar hennar eru komnir á þing?

Ef Björk Guðmundsdóttir hefði boðið sig fram í stað Þráins Bertelssonar hvað hefði hreyfingin þá fengið mikið fylgi?

miðvikudagur, apríl 22, 2009

 
Það er eitthvað undarlegt við kosningabaráttu í miðri kreppu sem snýst ekki um leiðina út úr kreppunni. Kannski vita allir að krónan mun bjarga okkur úr þessari kreppa og því þýðingarlaust að tala um kreppuna. Hvað sem því líður ESB aðild er oft rædd í tengslum við kreppuna. Málinu er gjarnan stillt upp svona:

1) ESB bjargar löndum úr kreppum (a.m.k. Íslandi)
2) Andstæðingar ESB eru með hræðsluáróður

Sem við bót við 1) er því gjarnan haldið fram að lönd sem ekki eru í ESB lendi í hörðum og miklum kreppum. Það er samt ekki hræðsluáróður líkt og sá sem andstæðingar ESB halda fram. Í Speglinum í gær bættist svo við ný röksemdafærsla sem jeg held að sje í uppáhaldi hjá mjer:

3) Flottir og kosmó Reykjavíkingar eru ESB-sinnar en púkalegir landsbyggðarmenn eru á móti ESB

Því miður er misvægi atkvæða landsbyggðinni í hag og því kúgar hún kúl-liðið í reykjavík. Nú kaupi jeg mjer Gaulouises og alpahúfu á leiðinni heim.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

 
Það er rjett að taka það fram að Borgarahreyfingin á ekkert skylt við Borgaraflokkinn.

 
Nái Borgarahreyfingin þessum fjórum þingmönnum þá vona jeg innilega að enginn þeirra verði Þráinn Bertelsson eða hvaðannúheitir í Norðausturkjördæmi. Úff.

Listar þeirra yfir hagsmunatengsl eru augljóslega gallaðir. Það er svolítið krúttlegt. En hvað ætli maður nenni að tefja við smáatriði eins hvort hlutabrjevaeign sje skráð á markaðsverði eða nafnverði þegar maður er í pólitík?

mánudagur, apríl 20, 2009

 
Mjer sýnist það verða æ ljósara að það var alveg óþarfi að hafa þessar kosningar. Fyrirfram hefði maður búist við því að kosningar myndu leiða til þess að:

1) Ekkert myndi gerast
2) Allir stjórnmálamenn yrðu brosandi
3) Vinstri menn myndi kynna (með óbeinum hætti) aðgerðatillögur sínar

Og ekkert er að gerast. 80d vinstristjórnin hefur bara samþykkt það sem kratastjórnin hafði undirbúið. Og bannað vændiskaup jú. Það er í ljósi yfirlýsinga mjög slakur árangur. Í tilefni af kosningabaráttunni þorir enginn stjórnmálamaður að gera neitt eða segja og öll erfiðu málin eru lögð til hliðar. Bankarnir eru enn í lamasessi, enginn er gerður gjaldþrota, fyrirtækin vita ekkert hvað á eftir að gerast og bankarnir eru í óvissu. Allt af því að það má ekki taka óvinsælar ákvarðanir fram að kosningum.

Eftir kosningar munu svo Samspillingin og Vinstri grænir sammælast um að halda áfram að gera helst til lítið nema koma í gegn gælumálum VG (sem er fínt), reyna að komast í ESB (sem mun ekki takast og er tímaeyðsla og þess fyrir utan vitleysa) og láta hærra skatt redda fjárlagahallanum (þó að það muni ekki duga til) og láta krónuna redda kreppunni.

Þetta hlýtur að vera góssentíð fyrir völvur.

laugardagur, apríl 18, 2009

 
Einfaldasta leiðin við að draga úr núverandi kreppu hefði verið að regla fjármálakerfið þannig að það væri fullt af sjálfvirkum sveiflujöfnurum. Keynsískt og hresst. Og auðvitað of seint núna.

Íslenska ríkið reiðir sig hlutfallslega mjög mikið á neysluskatta til að fjármagna sig. Það er dæmi um sjálfvirkan sveiflujafnara. Í góðæri skilar skatturinn miklum tekjum en litlum í kreppu. Atvinnuleysisbætur eru annar sjálfvirkur sveiflujafnari. Þær fá ríkisútgjöld til þess að aukast í kreppu og dragast saman í góðæri. Allt í góðu samræmi við hefðbundin líkön þjóðhagfræðinnar.

Nú eru bankakerfið reglað þveröfugt. Í góðæri belgjast efnahagsreikningarnir út og þeir geta lánað helling og græða fullt. Í kreppu eiga þeir engan pening og halda að sjer höndum. Núverandi reglur sumsje ýta undir að bankar láni meira en góðu hófi gegni í góðæri en láni minna en nauðsynlegt er í kreppu.

Einfaldasta leiðin til þess að koma í veg fyrir annað bankahrun af því tagi sem varð hér er að koma í veg fyrir þetta með reglum sem halda aftur af bankakerfinu í góðæri þ.a. það geti beitt sjer í kreppunni.

Svo skemmtilega vill til að almennt virðast menn vera sammála um þessa leið og hefur hún m.a.s. verið rætt af þeim sem máli skipta (sumsje ekki af íslenskum stjórnmála- eða frjettamönnum). Á Íslandi er lausnin hins vegar evra og ESB. Eins og þar hafi enginn farið á hausinn.

Svo myndi jeg alveg styðja það að hætta með núverandi CAD-pælingu.

fimmtudagur, apríl 16, 2009

 
Tökum hús á fólki.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

 
Auðkýfingar eru almennt frekar hugmyndasnauðir þegar kemur að stofnun eignarhaldsfélaga. Hvers vegna hefur enginn kvótakarl t.a.m. stofnað Kossanes ehf. eða Ástarfleyið hf.? Og þeir sem eru í einhverjum Mikka Mús bisness gætu notast við Andabær ehf. og Gæsabær ehf.

 
Djöfull er mbl.is alltaf með puttann á púlsinum. Já, og það er gott að maður býr ekki í útlöndum.

föstudagur, apríl 10, 2009

 
Um daginn ljet jeg þess getið hjer að GHH hefði verið ótrúlega fljótur að eyðileggja sjálfgræðisflokkinn. Jeg hafði ekki hugmynd um hversu rjett jeg hafði fyrir mjer. Jedúddemía. GHH, GÞÞ og VÞV hafa nánast gert þetta að listgrein.

miðvikudagur, apríl 08, 2009

 
Í auglýsingu sem mjer barst fyrir Draumalandi Andri Snæs segir „Áhrifamesta bók síðari tíma“ eða eitthvað viðlíka. Líklega er ekki átt við að bókin hafi svona Stephen King hárin rísa áhrif heldur einhver önnur áhrif. Líklega pólitísk áhrif. Enda pólitísk bók. Og alveg ágæt sem slík. En að hún hafi haft áhrif er firra. Það hefur ekkert breyst. Sjónarmiðin úr bókinni er alveg hætt að heyrast.

Mjer segir svo hugur að stærstu áhrifin hafi bókin haft á veski Andra Snæs.

þriðjudagur, apríl 07, 2009

 
Skv. fjölmiðlum ákváðu Paul McCartney og Ringo Starr að spila saman í fyrsta sinn í sjö ár um daginn. Það gerðu þeir á tónleikum til styrktar hugleiðsluklúbb. Vitaskuld vakti uppátæki þeirra kumpána mikla athygli. Enda liðin alveg sjö ár. Tvíeykið vandaði því valið og kom fram á tónleikum til styrktar góðu málefni enda vízt að fjölmiðlaathyglin sem þeim fylgir myndi koma hvaða góðgerðarfjelagi sem er vel. Þeir völdu því hugleiðsluklúbb.

Svo átti maður að trúa því að Heather Mills væri sú klikkaða.

föstudagur, apríl 03, 2009

 
Nú er finnskur sjerfræðingur búinn að taka út eftirlit með fjármálafyrirtækjum og komast að því að allt hafi verið í fína lagi. Það var byggt á því að farið var eftir Basel II eða CAD 3 reglunum. Evrópubandalagið vill einmitt að byggt sé á þeim.

Það er auðvitað arfavitlaust að halda því fram að íslensk löggjöf sé í lagi bara af því að byggt var á annarri löggjöf. Það er ekki eins og Basel reglurnar séu hafnar yfir gagnrýni. Reyndar hafa þær verið gagnrýndar.

En hvað um það. Ef sjerfræðingurinn segir að FME hafi staðið sig vel er þá ekki rjett að spyrja Jónas Fr. hvort hann hyggist fara í skaðabótamál vegna ólögmætrar uppsagnar? Eða hvort Björgvin gje ætli að segja af sjer fyrir lýðskrum? Eða hvort Herði Torfasyni hafi ekki sárnað að sjerfræðingarnir væru ósammála honum?

Það finnst mjer mun frjettnæmara en einhverjir krakkakjánar á göngum rektors.

fimmtudagur, apríl 02, 2009

 
Maður finnur svolítið fyrir „við verðum að gera eitthvað dramatískt“ stemmingu í samfjelaginu. Dramatískasta hugmyndin sem er í boði er svo að sækja um aðild að ESB svo það sje hægt að hafna því í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er eitthvað skemmtilega öfugsnúið við það að liðið sem árum saman hefur haldið því fram að Ísland tæki upp 80% af regluverki ESB og væri svo gott sem meðlimur verði að ganga í bandalagið núna af því að það mun redda kreppunni.

miðvikudagur, apríl 01, 2009

 
„Í auglýsingunni eru ellefu nöfn á íslenskum landsliðsmönnum. Þetta eru Gunnleifsson, Hreiðarsson, Sigurðsson, Steinarsson, Gíslasson (skrifað svona í auglýsingunni!!), Hallfredsson, Danielsson, Vidarsson, Smarason, Helguson og Gunnarsson.“
- mbl.is [ská- og breiðletrun mín]

Hversu vandræðalegt er það af blaðamanni mbl.is að býsnast yfir rangri stafsetningu Skota með þessum klaufalega hætti? Er það til of mikils mælst að blaðamenn viti að ekki eiga að hafa tvö upphrópunarmerki í röð? Eða að þetta sem lítur út fyrir að vera bein tilvísun eigi að vera innan gæsalappa?

Á meðan Ísland brennur hefur maður áhyggjur af upphrópunarmerkjum.

 
Maður skilur ekki hvað samfylkingunni finnst unnið með því að ýkja tölur um fjölda landsfundargesta. Eina frjettin af landsfundi þeirra alla helgina var að þar væru 1.700 manns. Þetta virkar eins og meiriháttar minnimáttarkennd gagnvart sjálfgræðisflokknum.

Og hversu vandræðalegt er það fyrir lilju mósesdóttur að niðurfellingarhugmynd hennar kostar meira en 20% niðurfellingin?

Annars stóð til að blogga af meiri andgift.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]