Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, júní 29, 2004

 
„If people where forced to stop wathcing TV, it´s not as if they would turn to reading philosophy". - Posner

mánudagur, júní 28, 2004

 
"My mother, in the course of her decline, broke her hip. In the olden days, people broke their hips and died, which was great; now they fix them." - Richard A. Posner.

Ég var loksins að byrja á bókinn hans. Hún byrjar vel en viðtalið sem þetta er tekið úr slær öll met. Hversu indæll getur einn maður verið? Jafn indæll og Hayek? Reyndar þykir Posner meira ódæll en indæll.

laugardagur, júní 26, 2004

 
Það er ekki jafn gaman að kjósa þegar maður getur ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn sinn. Það var reyndar frekar leiðinglegt að kjósa. Lýðræðisbókin sem ég hef verið að lesa er einnig leiðinleg en ég hef loksins klárað hana. Það er indælt. Því miður virðast semi-sósíalisma hugmyndir Jurgens Habermas vera að vinna. Það er ekki mér að kenna - ekki ennþá. Þess má til gamans geta að nota má svipuð eða sömu rök á hann og sameignarsinna (e. fools) og lýðræðissamhyggjumenn (e. semi-fools). Næst tekur þá við Antitrust Law eftir Richard Posner, besta vin barnanna og einn áhugverðasta fræðimann vorra tíma.

Þá má einnig rifja upp orð Mises: „Es gibt nur Socialismus und Capitalismus. Ein drittes gibt es nicht!".

Krufði nokkra dægurlagatexta samtímans í gærkvöldi. Eitthvað sem menn myndu kalla „lúðalegt" en er afar athyglisvert. Merkilega mikil þjóðfélagsrýni í sumum popplögum. Britney er samt í öðrum pakka. Hún er svo mikil formkaka. Sem er annað en þessi leikskólapatti sem ég sá hlekk í: „Ef þetta er gömul kona og hún er dáin, þá er það allt í lagi, það er til nóg af gömlu fólki".

föstudagur, júní 25, 2004

 
Gestaþraut:
Finndu hagkvæma samkeppnisreglu!

miðvikudagur, júní 23, 2004

 
Átök
Á morgun hyggst ég freista þess að sannfæra fólk um að það sé miðvikudagur og raka mig.

þriðjudagur, júní 22, 2004

 
DV alltaf í stuði. Ungsjallar eru víst á kafi í að hjálpa Baldri. Ég vona að þeim gangi vel. Þá vona ég að Ólafi Hannibals gangi vel í kverúlantabaráttu sinni fyrir því að fólkið í landinu hafni vissum lögum í vissri þjóðaratkvæðagreiðslu á grundvelli óánægju með málsmeðferð. Enn fremur vona ég að aldrei verði aftur samþykkt lagafrumvarp sem ekki hefur verið rætt í marga sólahringa, ritaðar um það margar blaðagreinar ef ekki bækur og fengnir rosamargir umsagnaraðilar.

Hvaðan kemur allt þetta rugl?

mánudagur, júní 21, 2004

 
Hversu óþjált nafn á fræðigrein er Lög og hagfræði? Hvernig dettur mönnum svona lagað í hug. Indælismenn samt. Hafa t.d. bent á að tilhneiging innflytjenda til að samlagast ríkjandi gildum í því landi sem þeir flytja til minnkar eftir því sem lönd eru ríkari og með umfangsmeira velferðarkerfi. Á meðan menn fá tékkann frá ríkinu er engin þörf á því að taka upp aðra siði. Lausnin við hinum svonefnda innflytjendavanda felst þá í afnámi velferðarkerfinu. Hverfi það, samlagast allir. Eða ekki, sjálfsagt bara fleiri en nú er.

 
Hvar væri maður án Valhallarinnar sinnar?

fimmtudagur, júní 17, 2004

 
Skyndilega þegar Frelsisdeildinni er lokið og lokastaðan hefur verið kynnt má finna gagnrýni á kerfið sem komið var upp til að reikna stigin. Það er ánægjulegt að menn hafi áhuga á þessu uppátæki en mikið hefði það nú verið ánægjulegt ef einhver hefði bent okkur á mögulega annmarka stigagjafarinnar þegar af stað var farið. Ekki það að ástæða sé til að telja gagnrýnendurna hefja upp raust sína nú af annarlegum ástæðum, þetta er allt prýðisfólk.

 
Mamma lýsti fyrir mér áhyggjum sínum af því að ég myndi ekki ganga út rétt í þessu. Pabbi ætlar að leysa vandann; hann sér bara um þetta. Það er ágætt. Ég get þá einbeitt mér að einhverju sem ég geri betur.

þriðjudagur, júní 15, 2004

 
Fékk aðra áhugaverða hugmynd að lokaverkefni í hagfræði. Virðist vera miklu frjórri í henni en löffræðinni. Blessuð löffræðin. Nú virðist það vera orðin einhver tízka hjá vinstrimönnum sbr. politik.is í dag og grein Ágústs Ó. í Morgunblaðinu í gær að væma Sjálfstæðismenn um að ætla sér að halda fram að 26. gr. stjórnarskrárinnar væru staðlausir stafir. Þvílík reginfirra. Þeim rökum hefur aldrei verið haldið fram af neinum í forystusveit að mér vitandi. Hins vegar hafa menn lagt áherslu á að stíga hægt til jarðar þar sem mál af þessu tagi eru mikil nýlunda. Því til sönnunar hafa menn bent á að greinin sé umdeild. Umræddir stjórnarandstæðingar með vitleysunni í sér hljóta að vera búnir að sannfæra ansi marga af kjósendum sínum um að þeir hafi kosið rangt í síðustu kosningum.

mánudagur, júní 14, 2004

 
Í dag greip mig gríðarleg löngun til að skrifa BA-ritgerðina mína í hagfræði um áhrif laga á starfsmannaval fyrirtækja. Ég býst við að ganga um með þessa flugu í maganum nokkurn tíma. Þetta er soldið sniðugt.

Fréttirnar á RÚV finnst mér verða litaðri með hverjum deginum. Í gær var smotterí um Björn Lomborg, algert rugl. Í engu samræmi við það sem erlenda pressan segir. Ætli „R" í RÚV standi fyrir „Rauða"?

laugardagur, júní 12, 2004

 
Voða er þessi elektróník leiðinleg. Ég týndi heilli færslu einhvern veginn. Ef til vill er betra að blogga bara með blaði og blýant.

fimmtudagur, júní 10, 2004

 
Norrænu laganemarnir sem komu hingað til að keppa í norrænu málflutningskeppninni eru indælir. Leiðinlegt fyrir mig að ég skuli ekki vera mjög mannblendinn og ekki haft tíma til að vera alltof lengi í móttökunni hjá eimskipum. Blogg úr daglega lífinu er leiðinlegt.

miðvikudagur, júní 09, 2004

 
Síldarverksmiðjur ríkisins voru stofnaðar 1932 ef ég man rétt. Veit einhver hvað fabrikkan var lengi að fara á hausinn?

Sildarvinnslan á Neskaupsstað er eitt glæsilegasta fyrirtæki landsins. Það skyldi þó aldrei vera að þar sé um að ræða einkavætt ríkisfyrirtækið?

Ég virðist haldinn einhverri blindu á muninn á „tt" og „dd". Þetta byrjaði að gerast fyrir sona tveimur árum. Heyrst hefur að hinn skemmtilegi stafur ß sé á lausu. Væri ekki vit að nota hann í stað tjé og djé?

þriðjudagur, júní 08, 2004

 
Mér þykir músík Shaniu Twain skemmtileg.

mánudagur, júní 07, 2004

 
Frank Cunningham segir í bókinn Theories of Democracy að fylgismenn frjálslynds lýðræðis séu almennt stuðningsmenn fulltrúalýðræðis. Þeir sem aðhyllast þátttökulýðræði eru á móti beinu lýðræði að hans sögn. Þeir sem hafa tilhneigingu til að líta á fólk sem eigingjarnt eru ekki hrifnir af neinum sameiginlegum ákvörðunum svokallaðra þjóða heldur telja að fólk eigi að ráða fram úr sínum málum sjálft sín í millum. Hver styður beint lýðræði?

samfylkingin! Talmaður hennar segir þó bæði styðja frjálslynt lýðræði og þátttökulýðræði. Annaðhvort hefur Cunningham skjöplast allsvakalega eða samfylkingin hefur enga heilstæða stefnu í lýðræðismálum. Flokksleysan hefur auðvitað enga stefnu í neinu máli. Þess vegna er samfylkingin skrifað með litlum staf.

 
Í tilefni af því að ég náði öllum prófunum mínum brá ég mér í Skagafjörðinn að skipta um þak á húsi sem amma mín á. Það var indælt. Fátt betra en að skreppa á Krókinn.

miðvikudagur, júní 02, 2004

 
Þvílíkur indælisdagur. Framundan er sjálfsagt leiðinleg umræða þar sem fullt af fólki mun tala fjálglega um lýðræði. Flestir eru í reyndar að tala um einhvers konar afbrigði miðstýrð áætlunarbúskapar en sem kunnugt er hefur verið sýnt fram á að slíkt kerfi samræmist ekki lýðræðisskipulaginu. Í staðinn er því talað um lýðræði þegar átt er við sósíalisma. Því verður ekki neitað að plottið lúkkar vel en það fer jafnframt ótrúlega í taugarnar á mér allt skrumið sem þessu tali fylgir. Af hverju kemst fólk eiginlega upp með það að tala um lýðræði sem stjórnskipulag þar sem fólkið ræður sér ekki sjálft?

Knútur Hafliðason íslenskukennarinn minn í sjötta bekk Menntaskólans sagði um Grím Thomsen skáld sem bjó á Bessastöðum að hann hefði verið „aristókrati með hund" og til marks um það hafði Knútur að Grímur talaði aldrei við manninn sem ferjaði hann yfir Skerjafjörðinn. Um fleiri góða ábúendur á Bessastöðum er mér ekki kunnugt.

þriðjudagur, júní 01, 2004

 
Síðustu helgi sagði einhver við mig að einmannaleikinn ræki alla til að ná sér í maka. Ég var nú ekki alveg sammála enda er ég aldrei einmana og verð því ekki rekinn til neinna verka af þeirri tilfinningu. Hvað um það, sé sambandi komið á í þeim tilgangi einum að losna við einmanaleikatilfinningu er fólk komið á hálan ís. Makinn er þá tæki til að vinna bug á einmanaleikanum!

Það er ekki fallegt, það er ekki fallegt að nota fólk. Endurnýjaður mjólkursamningur bænda er ekki heldur fallegur. Aðeins 43 bændur af 1529 sem voru á kjörskrá sáu ástæðu til að mæta og greiða atkvæði gegn samningnum. Gaman væri að vita á hvaða forsendum þeir eru á móti.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]