Kurteislegt brjev til kanselísins

sunnudagur, september 30, 2007

 
Gildi G3 auglýsingarinnar í trúarlegu samhengi er einmitt það, að Jesús er tengslamyndandi vinur. Heitið G3 er skiljanlegt, þetta er þriðja kynslóð farsíma, third generation. En nafnið hefur líka aðrar víddir. Vináttan getur auðvitað styrkst við það að tala mikið í þriðju kynslóðar síma, en maðurinn verður vinur lífsins með því að tala við Guð-þríeinan, hinn raunverulega G3.
- Sigurður Árni Þórðarson

Svona fylgjast prestarnir nú vel með samtímanum. Hinn þríeini gvöð er orðinn G3. Mjög töff. Kirkjan er alls ekki gamaldax og halló.

mánudagur, september 24, 2007

 
„menn verða að vera sjálfum sér samkvæmir. er það t.d. ekki svo að þeir sem fara í kynskiptaaðgerð gangist fúslega við nýju kynferði sínu?“
- Jón Bjarnason

Eini þingmaðurinn sem á tímavjel sem hann notar óspart til að ráðfæra sig við Héðinn Valdimarsson, Sigurð Eggertz og fleiri góða menn.

 
Ottokar II frá Bohemiu kemur við sögu á hverjum degi. Því miður yfirleitt fyrir að hafa tapað fyrir Rudolph Habsborgara 1278. Af einhverjum ástæðum hef jeg sterka tilhneigingu til þess að halda með Ottokar II.

miðvikudagur, september 19, 2007

 
Fyrirfram hefði maður talið að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskafla yrðu prump. Byggir það á almannavalsfræði og þekkingarvandanum. Eftir að hafa lesið tillögurnar eru þær jafnvel snautlegri en jeg hefði þorað að óttast. Líkurnar á árangri eru jafnvel minni en sáralitlar.

Maður hefði haldið að krata-ríkisstjórn væri yfirfull af þjóðfjelagsverkfræðingum.

þriðjudagur, september 18, 2007

 
Að útbúa súshi er góð skemmtun. Það er líka merkilega auðvelt.

 

Á ferð þeirra kom Jesús í þorp nokkurt, og kona að nafni Marta bauð honum heim. Hún átti systur, er María hét, og settist hún við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta lagði allan hug á að veita sem mesta þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: "Herra, hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur mig eina um að þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér."

En Drottinn svaraði henni: "Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, 42en eitt er nauðsynlegt. María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki frá henni tekið."
- Lúk. 10.38-41

Sumir leiða af þessum teksta líkum að því að Jesúm hafi verið feministi. Það finnst mjer vera hálfgerð óskhyggja.

laugardagur, september 15, 2007

 
Veröldin verður sem annarlegur staður sem mörgum finnst fyrir vikið þeir hafa villst inn í. Kannast ekki við þennan gráa múrvegg í fífilbrekkunni. Gildir þetta hvort tveggja um trúarbrögð og stjórnmál. Í báðum tilvikum hefur verið reynt að steingera sveigjanleikann í súrri forræðishyggju eða í lofttæmdum rétttrúnaði eins og í trúleysistrúarbrögðum nútímans. Svipta manneskjuna grundvallareiginleikum sem gera hana hæfa til að lifa af ævintýri lífsins.
- Hreinn Hákonarson

Hugtakið sveigjanleiki er ekki útskýrt nánar af höfundi. Hinn ömurlegi rétttrúnaður trúarleysistrúarbragða er vitaskuld allt lifandi að drepa. Trúleysinginn er leiddur áfram af ömurlegu kennivaldi sem veitir enga leiðsögn um hvernig mannfólkið skuli haga lífi sínu, fastur í tómhyggju, án allrar andlegrar fullnægju.

miðvikudagur, september 12, 2007

 
Í djevaff um síðustu helgi var viðtal við Vörð Levý. Hann er trúarbrjálæðingur sem hirðir lítt um innra samræmi trúarlegra skoðanna sinna. Þær eru eigi að síður grundvöllur karllægra viðmiða og andstöðu við samkynhneigð. Í þessum efnum er biflían tekin bókstaflega. Enda velur maður ekki eftir hvaða umferðarreglum maður fer.

Hinn geððekki lögreglumaður Geir Jón telur svo vanta trúboða í miðbæjinn. Hinn lítt geððekki trúmaður Geir Jón telur lögregluna ekki gera mikið fyrir afbrotamenn.

Er það eitthvað við lögregluna sem gerir menn svona skrýtna?

Jeg skal alveg samþykkja það að ofstopamenn eiga gjarnan við einhver fjelagsleg eða andleg vandamál að stríða og þurfa hjálp af öðru tagi en því sem lögreglan getur veitt. En trúboða?

Það er vitaskuld of stór ályktun að draga af þessu en maður spyr sig hvort þetta sje vandamál afríku. Í stað þess að leysa fjelagsleg vandamál detta vesturlandabúar niður á einhverjar fáránlegar lausnir á borð við trúboða? Sem haft er í flimtingum að leysi ekki mikið meira en niður um sig.

þriðjudagur, september 11, 2007

 
Annaðhvort eru verðbrjevamiðlarar einstaklega taugaveiklað fólk eða þeir eru að hreyfa markaðinn upp og niður til að hækka volatility svo þeir geti rukkað meira fyrir afleiðurnar sínar.

mánudagur, september 10, 2007

 
Á Rás 2 var sagt frá því um helgina að viss fjöldi ára væri liðin frá því að borgarstjórn Liverpúl hafnaði því að friða húsið sem ringo star fæddist í. Heimili únga mannsins í þrjá mánuði. Mikið þrætuepli.

Í hugmyndasamkeppni um miðbæjinn er mikið röflað um eitthvað sögulegt. Sigurtillagan þykir bera vott af einhverju sögulegu.

Án þess að ætla mjer að gera kröfu um að heimssögulegir atburðir, vatnaskil í mannkynssögunni, hafi átt sjer stað í þessum húsum finnst mjer þetta fráleitt. Mönnum má þykja gamalt fallegt en það alveg óþarfi að kalla allt sem er gamalt sögulegt.

Amma mín er söguleg.

Jeg hef prumpað í Helsinki.

föstudagur, september 07, 2007

 
Barlómskráka án hneykslunarhellu er eins og mylla án kvarnsteins.

fimmtudagur, september 06, 2007

 
I should never have switched from Scotch to Martinis.
Lokaorð Humphrey Bogart

Jeg held jeg geri það ekki heldur.

 
Vinstri-græn hljóta að vera að grínast þegar þau segjast vilja almenna atkvæðagreiðslu um hlutafjelagavæðingu OR. Alveg eins og egill helgason hlýtur að vera grínast þegar hann skrifar pistla um evruna. Tekst reyndar mjög vel upp með að leika heimsendaspámann.

miðvikudagur, september 05, 2007

 
I should have drunk more Champagne
- Lokaorð John M. Kaynes

Eitthvað hlaut maðurinn að hafa sagt af viti.

 
„Búhú, Orkuveitan má ekki verða hlutafélag því þá verður hún einkavædd“

Einmitt. Að sama skapi leiðir ríkisábyrgð (sameignarfjelag) til lægra vaxtaálags sem þýðir að fleiri virkjanir sjeu hagkvæmar. Með hlutafjelagavæðingu ættu færri virkjanir að vera hagkvæmar. Sem skiptir vinstrimenn kannski engu þar sem þeir hafa fyrst og fremst þúngar áhyggjur af því að engin fundargögn bárust norður til akureyris.

 
Mjer líkar þetta
Mjer líkar þetta ekki
Gæti jeg fengið öskubakka
Þetta er ljúffengt súshi.

Sjálfumglaði úngí löffræðingurinn útbjó nánast óaðfinnanlegt súshi í gærkvöldi. Hrokafull afstaða hans til agúrkna sló nokkuð á gleðina. Án þvermóðskunnar hefði þetta verið unaðslegt.

þriðjudagur, september 04, 2007

 
Af og til dettur maður inn á Frelsi.is, afrep úngra sjálfgræðismanna í Reykjavík á veraldarvebbnum. Þar gefur nú að líta á forsíðu þrjár ályktanir frá þessu fornfræga fjelagi. Skemmst er frá því að segja að allar lúta þær að skemmtanalífi höfuðborgarinnar.

Það lýsir einstökum metnaði fjelagsins að það skuli beita sjer með þessum hætti í upphafi nýrrar aldar á þeim sviðum þar sem mikilvægast er að gera bragarbót. Svo sem glöggt má sjá er ný ríkisstjórn sjálfgræðisflokksin þegar farin að beita sjer af fullum krafti í að bæta allt annað.

 
Um daginn rakst jeg á bækling um sunnudagaskóla. Þar var margt gott. Fallegir límmiðar og dæmisögur með siðferðilegum álitaefnum. Líklega kemur líka einhver uppdiktaður hefnigjarn siðblindingi við sögu. Af ástæðum sem mjer eru ekki kunnar.

Af því að prestar eru sjerfræðingar í siðferðilegum álitaefnum, hvernig ætli þeir rjettlæti það fyrir sjer að innræta börnum gvöðstrúna?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]