Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, apríl 30, 2005

 
Lögin Doin it og Slow hand eiga margt sameiginlegt. Það sama verður ekki sagt um fögin skuldaskilarétt og Fjármál - Afleiður og áhættustjórnun. Orðið Lag rímar samt við fag. Og það hefur verið haft fyrir satt að ef það rímar er það fyndið.

föstudagur, apríl 29, 2005

 
Í gær hitti ég mann sem hafði búið lengi í Noregi. Þar í landi er vízt flokkur sem leyfir konum að mæta á fundi hjá sér en þær mega ekki tala. Þetta er svona kristilegur flokkur. Kristni er auðvitað mun skárri en t.d. múhameðstrú. Kristið fólk er jú svo laust við allar trúarkreddur og þess háttar vitleysu.

 
Ríkisvaldið er ástæða þess að sum fyrirtæki eru stór. Reglur geta hæglega gert fyrirtækjum erfitt að vera lítil. Þannig veldur opinber skipulagning jarðnæðis, aðgangshindranir í formi leyfa og annarra skilyrða, ítarlegar reglur um hvernig haga beri reikningsskilum, reglur um ýmis konar eftirlit og fleira smæðarvandræðum. Þetta allt saman er klárlega Pareto-óhagkvæmt þannig að nýklassískir hagfræðingar hljóta að taka undir.

ESB er rosa hrifið af litlum fyrirtækjum af því að þau draga nýsköpunarvagninn. Sem má vera sammála en ekki endilega í hagfræðilegum skilningi. Það gæti vel verið að lítil fyrirtæki séu meira skapandi en þau sem eru háð stórum hópi fólks um afkomu sína.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

 
David Chrystal hefur aldeilis hleypt illu blóði í íslenzkufasistana með ummælum sínum um að hreintúngustefna væri hræðó fyrir „lítil" túngumál. Til þess að hleypa stöði í umræðuna væri skoðandi að skrifa grein í Moggann í hverri lögð er til uppgjöf gegn þágufallssýki, tillaga um að taka upp „seksti" í stað „sjötti" og afnám -ng/-nk reglunnar.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

 
Skyndilega finnst mér eins og þetta indæla lag sé óður til hviklyndis:

I'm like a bird, I'll only fly away
I don't know where my soul is , I don't know where my home is
- Nelly Furtado

Textinn felur samt almennt í sér stöðnun. Ég á það kannski til að rögla saman hviklyndi og því að staðna ekki. Hvað sem því líður þá styttist í að út komi ný plata með Shakiro. Mar er búinn að bíða í fjögur ár. Þetta er nú meiri kedlingin.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

 
Þetta er soldið skemmtileg grein hjá Árna Helgasyni. Hann er svo indæll. Hefði hið minnsta orðið skárri formaður stúdentaráðs en hvað-ann-nú-heitir-byrjar-á-E-eða-É-eða-einhverju. Sandkorn Morgunblaðsins hitti þó í mark með gagnrýni sinni á stúdentapólitíkina í háskólanum; hún er tómt væl. Enginn virðist hafa áhuga á því að HÍ verði gæðaháskóli heldur er málið bara að slá sig til riddara þegar það stendur til að hækka eitthvað skitið gjald.

Til þess að forðast misskilning er sjálfsagt rétt að geta þess að ég lít ekki svo á sem gagnrýnin beinist að Árna sjálfum heldur stúdentapólitíkinni sem slíkri. Hún er ekki falleg.

Körfugerðarpólítik er frískandi.

mánudagur, apríl 25, 2005

 
Frískandi umfjöllun um það sem er efst á baugi. Já, eða ekki.

Til að fyrirbyggja allan misskilning vegna fyrri færlsu þá er Hafró ekki falleg en kvótakerfið er fallegt. Þá er lagið I lost it með Lucindu Williams einkar skemmtilegt. Þá ekki hvað síst þessi hluti:

I just wanna live the life I please
I don't want no enemies
I don't want nothin if I have to fake it
Never take nothin don't belong to me

 
Magnús geðhræring Hafsteinsson sagði á heimasíðu sinni fyrir helgi: „Þetta eru hrikalegar fréttir. Þorskstofninn, okkar verðmætasti bolfiskstofn er nánast í frjálsu falli miðað við þetta. Öðruvísi getur varla farið ef nýliðunin bregst svona ár eftir ár. Spár Hafrannsóknastofnunar um vöxt þorskstofnsins ganga hvergi eftir. Heildarársafli af þorski hér við land er við sögulegt lágmark ár eftir ár, þrátt fyrir stanslausa friðun undir því sem sumir hafa vilja kalla "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi".

Hvað kemur svo í ljós í dag á fundi sjávarútvegsnefndar? Að þorskstofninn væri líklega 50% stærri ef ráðgjöf Hafró hafði verið fylgt undanfarin ár. Með öðrum orðum hefði kvótakerfið verið styrkara í sessi væri allt morandi í þorski. Maggi geðshræring hefur ekkert kommentað á það.

laugardagur, apríl 23, 2005

 
Gat nú verið að einhver myndi stela þessu fína nafni. Það er sossum eins gott, mar er alveg kominn með nóg af deltavörnum. Hins vegar hefur að því er ég bezt veit enginn notað hljómsveitarnafnið Department of Forestry. Sá möguleiki er því enn opinn.

Inivisible Touch með Genesis er afar frískandi.

 
Það er soldið merkilegt hvernig þessum gæja, þrátt fyrir að vera tiltölulega óvinsæll, hefur tekist það sem fæstum ítölskum forsætisráðherrum lukkast; að halda vinnunni.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

 
Charter of Fundamental Rights and Freedom: Art 29(1) Women, adolescents, and handicapped persons are entitled to increased protection of their health at work and to special working conditions. Þetta er hluti stjórnarskrár Tékka.

Pólska stjórnarskráin: Art 53(3) Parents shall have the right to ensure their children a moral and religious upbringing and teaching in accordance with their convictions og Article 82: Loyalty to the Republic of Poland, as well as concern for the common good, shall be the duty of every Polish citizen.

Danska stjórnarskráin: 3. Den menneskelige værdighed er ukrænkelig. Af hverju er þá ekki frjálshyggja í Danmörku?

Belgir eru ekki síður hressir en þar njóta allir "the right to enjoy cultural and social fulfillment."

 
Án þess að vilja spyrða sérstaklega saman Ragnheiði Ríkharðs og Condoleezzu Rice þá verður það bara að segjast að þær eru einu töffararnir í pólitíkinni nú orðið.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

 
Þessir gæjar hafa verið með elevated áhættustig í marga daga. Það þýðir víst „significant risk of terrorist attacks". Ætli það sé ekki á aðvörunarstiginu fyrir ofan sem menn draga fram flugskeitin sín.

Það væri nú soldið kúl að eiga sona fjarstýrt kvekende.

mánudagur, apríl 18, 2005

 
Má kalla þetta vísitölu?

Þetta eru ekki mjög smekklegir menn. Þeir þyrftu aðeins að laga attitúdið. Já og jafnvel hætta þessari trúarvitleysu.

laugardagur, apríl 16, 2005

 
Ms Rice said: "As important an institution as it is, one has to say that there are some things that are not so great about the United Nations right now"
- BBC

Þessi kona er geððeikur töffari.

 
Einhver kynni nú að segja að Posner taki rómantíkina úr kynlífinu. Becker leggur aðeins minna upp úr hagfræðinni. Er það íhaldssemi eða rómantík sem veldur því að manni finnst það hálf hjákátlegt að lesa hagfræðilega greiningu á kynlífi frá þessum köppum?

 
You know
You're not foolin anyone
When you become
Somebody else
Round everyone else
- Avril Lavigne

Ætti mar þá kannski bara að vera mar sjálfur?

föstudagur, apríl 15, 2005

 
Þessi ályktun er ekki nógu falleg.

 
Setjum sem svo að það sé allt í læ fyrir borgastjóra að nota eigur borgarinnar fyrir sjálfan sig. Þá þarf að huga að öðru. Þegar starfsmenn fá lánuð tæki eða annað frá vinnuveitanda sínum er um að ræða hlunnindi. Hafi „lánið" verið framkvæmt í leyfisleysi er reyndar um fjárdrátt að ræða. Hvað um það, hlunnindi eru skattskyld. Ingibjörg Gísladóttir skuldar því skatt fyrir afnot af þremur hjólbörum einn eftirmiðdag. M.ö.o. Ingibjörg er skattsvikari.

Ágúst Ólafur er nú töluvert frambærilegri varaformannsframbjóðandi en Lúðvík. Einhvern veginn hefur maður þó litla trú á því að samfylkingarmenn séu nægilega skynsamir til að kjósa hann.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

 
To walk within the lines
Would make my life so boring
I want to know that I
Have been to the extreme
- Avril Lavigne

Soldið slitið úr samhengi en samt skemmtilegt. Bannað að stíga á strik!

 
Landbúnaðarstyrkir ESB slá í gegn í Bretlandi:
The list showed it was not small farmers who necessarily benefited most from Brussels' largess but big agribusiness companies and - since this was England - the landed aristocracy and royals, including Queen Elizabeth II, Prince Charles, and a castleful of dukes and earls.
[...]
Topping the British list of EU farm aid recipients was Tate & Lyle, the sugar company, which received nearly £120 million, or $227 million, last year, according to the Rural Payments Agency. Nestle UK received £11.6 million.
- IHT

Nestle er líklega ekki að fá borgað fyrir að rækta kakóbaunir á Bretlandseyjum. Það væri þó eftir Evrópusambandinu að reyna. Það hefur þó verið bent á einu sinni eða tvisvar að öll sykurframleiðslan í Evrópu sé alveg nógu vitlaus.

laugardagur, apríl 09, 2005

 
Hér er voða nútímalegur formannsframbjóðandi:

Meðan konur og karlar sitja ekki við sama borð hvað varðar laun, eignir, völd og áhrif þá er halli á lýðræðinu sem þarf að rétta af
-Ingibjörg Gísladóttir

Stjórnspeki kenningin hennar er annaðhvort sú að allir eigi að vera algjörlega jafnir. Það hefur stundum verið nefnt kommúnismi. Eða þá að í þessu endurspeglist sú sérstaka hugmynd að einhverjir hópar (karlar og konur í þessu tilviki) eigi að vera jafnir. Sem er líka samhyggja.

Ef Össur er bara ofurlítið hægra megin við þetta þá er samfylkingin sízt flokkur frjálslyndra jafnaðarmanna.

föstudagur, apríl 08, 2005

 
Heimur rómanstískrar hugsæishyggju kann að vera fagur til að sjá, en sé hann utan veruleikans er hann lítils virði. Mestan skaða gera iðulegi þeir, sem vilja og þykjast kunna ráð við öllum vanda, en skortir þekkingu og raunsæi.
- Bjarni Benediktsson

 
Learned Hand, 1872–1961, American jurist, b. Albany, N.Y. He received his law degree from Harvard in 1896. He was a judge of the U.S. District Court for New York's Southern District (1909–24) and of the federal Second Circuit Court of Appeals (1924–51). Often called the “tenth justice of the Supreme Court,” and regarded as one of the finest jurists in American history, Hand delivered more than 2,000 opinions, and was noted especially as a defender of free speech. He is the author of The Spirit of Liberty, a collection of papers and addresses (1952), and of The Bill of Rights, a series of lectures (1958).

fimmtudagur, apríl 07, 2005

 
Hversu oft á maður eftir að heyra: „Meira að segja í Bandaríkjunum, landi frelsisins/frjálshyggjunnar, gera menn [einhver sósíalismi]" sem rök fyrir því að gera sósíalisma áður en fólk áttar sig á því að Bandaríkjamenn eru einfaldlega sósíalistar?

Nema kannski í Texas þar sem ekki er bannað að eiga skriðdrekabana og engri skólaskyldu er til að dreifa.

Fjölmiðlanefndin ætlar sér að slá í gegn. Menn mega auðvitað ekki eiga of mikið í fjölmiðlafélagi. Svo þarf að hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði. Fjölmiðlar eru nefnilega óháðir fólkinu. Það er auðvitað hrein tilviljun að Le Monde og La Figaro eru með slagsíðu í sitthvora áttina. FOX er ekki að spila inná trúarhópa og repúblikana vegna þess að fólk nennir að horfa á þess háttar vitleysu. Stöð 2 og Fréttablaðið eru heldur ekki með netta vinstrislagsíðu af því að þeir sem fylgjast með miðlunum eru það. Svo ætti að banna lestur biblíunnar, hún er með örlitla trúarslagsíðu.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

 
Fiskistofa er svona opinber stofnun sem þarf að færa út kvíarnar. Eða ekki. Hann Árni minn hefur ekki verið að dansa undanfarið.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

 
„Þinglausnir fara fram á mánudaginn kemur og nýtt þing kemur saman 11. maí til að kjósa forseta. Elísabet drottning mun svo setja það formlega þriðjudaginn 17. maí." skv. mbl.is. Fréttin fjallar um væntanlegar þingkosningar. Miðað við ívitnaðan texta er raunverulega fréttin þó sú að búið er skipta út drottningunni fyrir forseta eða bara bæta við forseta.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]