Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, júlí 31, 2006

 
Music Non Stop með Kent er skemmtilegt tekstalega. Það má finna frekar margt í því. Þannig leika menn sjer með máltækið margur heldur mig sig:

You're almost like me

og

So why don't you dance to the music
I hear inside my head

Svo er smá vottur af sjálfsköpun

I quit my job to find a perfect fate

Svo er gælt við einsemdina en viðlagið er einmitt stef við einsemd. Þunglyndi með broddi.

föstudagur, júlí 28, 2006

 
Quis custodiet ipsos custodes? (ísl. Hver gætir varðanna?) er skemmtileg latínutilvitnun en eins allir vita þá omnia dicta fortiora si dicta Latina. Uppruni þessarar varðapælingar er ótengdur réttarríki eða eftirlitssamfélagi nútímans heldur á við um mun mikilvægari hluti. Nefnilega, hver á að gæta þeirra sem gæta kvennabúrsins?

Og þá fundu menn upp geldingana.

Ekki mikill vandi. Menn huxuðu sko í lausnum í gamla daga.

 
Tell me tell me tell me come on tell me the answer
You may be a lover but you ain't no dancer.
- The Beatles

Þetta finnast mjer alltaf jafn skemmtilegar ljóðlínur. Öll þolinmæði gagnvart vællögum Bítlanna er horfin. [OBS! ljót setning] Hvar maður gengur heim úr vinnunni byrjar maður gjarnan ósjálfrátt að söngla eitthvað með sjálfum sjer. Þegar jeg var byrjaður að söngla Bubble Pop Electric með Gwen Stefani á Laugaveginum duttu allar dauðar lýs úr höfði mjer. Þar tók sko steininn úr:

Tonight, I'm gonna give you all my love in the back seat
Bubble pop electric, bubble pop electric
Gonna speed it down and slow it up in the back seat

Mjer finnst þetta lag ekki einu sinni skemmtilegt. Fyrir utan það að tekstinn er ekki fallegur.

fimmtudagur, júlí 27, 2006

 
Doha lotan er að verða soldið fyndin. ESB (sem dauðöfundar BNA af flestu sem þau gera og geta gert) skammar BNA fyrir að standa sig ekki. BNA (heimsveldið með minnimáttarkennd og áberandi skort á sjálfsöryggi) skammar þá til baka. Embodiment of Folly - ekkert annað. Hvor um sig ætti reyndar að skammast sín fyrir að geta ekki klárað þetta, þeir gætu t.d. bara samþykkt u.b.b. allt sem SACU og MERCOSUR leggja til.

Listamaðurinn Gwen Stefani hefur fjallað um svipaða hluti og Goethe sbr:

You never know, it could be great
Take a chance cuz you might grow

og

Take a chance you stupid Hoe

Dónaskapurinn er reyndar alveg óþarfur hjá henni blessaðri en undirstrikar það sem fram kemur að neðan að fólk er misvelgert.

 
Faust er gríðarlega innspírandi. Lauslega endursagðir punktar:

Ekki tala um náttúru eða gáfur við hinn kristna.
Hann þekkir ekki náttúruna og gáfur eru eitur í hans beinum.

Við höfum ekki um annað að velja en að hrökkva eða stökkva.
Mannkynið er sem mýgrútur tilfinningalausra vera.
Hin stóra líkamsgerfing Heimskunnar.

Og svo situr það í mjer þetta með legsteininn. Verður eitthvað nafn við hliðiná mínu? Sem er skemmtilegt twist á því að ástin sje eilíf eða að ekki megi sundra því sem gvöð hefur eitt sinn sameinað. Það er eitthvað notalegt við tilhuxunina um verða grafinn hjá einhverjum.

Hvað um það. Þangað til verður maður sjálfsagt að hlýta ráðum Hljóðþrælsins (e. Audioslave):

To be yourself is all that you can do(all that you can do)
To be yourself is all that you can--
Be yourself is all that you can--
Be yourself is all that you can do

Skemmtilegt að innan um allt þrælasiðferðið finnist hljómsveit sem kennir sig við þræla en segir fólki að vera frjálst. Lagið er reyndar soldið jobbigt.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

 
Hvar maður lýtur út um gluggann blasir við þriggja ára gutti mígandi ofan af tröppum. Lífið er einfalt þegar maður hefur ekki uppgötvað erfðasyndina. Áður en maður skammast sín fyrir nektina.

þriðjudagur, júlí 25, 2006

 
Hér velur blaðamaður mbl að tala um mótmæli nýsjálensks löffræðings sem fyndin frekar en nokkuð annað. Mbl er enda ekki það sama og mogginn sem ætlaði að efla hlut kvenna.

mánudagur, júlí 24, 2006

 
Báðar fréttasjónvarpsstöðvarnar hafa sent menn austur á land til að sýna þann stórviðburð að hundrað manns ef ekki fleiri fóru til Skálholts að halda upp á afmæli stofnunar biskupsstóls. Er að verða með miklum ólíkindum hversu lengi menn geta látið eins og hið fámenna klapplið kristinnar trúar sé fréttnæmt.

Svo maður snúi aðeins út úr.

 
Gamall samarekinn bóndi með hvítt ár og vinalega andlitsdrætti duddar framhjá á ryðguðum Massey-Fergusson traktor hvar þeir lulla báðir ofan af Nöfum.

Þrjár villtar kindur stilla sjer upp fyrir þýska ferðamenn í miðnætursólinni rjett við staðinn hvar Grettir Ásmundsson tók land. Hver vill ekki skoða Diskinn?

Það er indælt í sveitinni.

föstudagur, júlí 21, 2006

 
Ekki fæ jeg skilið hvað Venuzuela er að gera í Mercosur. Og þó, það er bara soldið kómískt.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

 






Which Beatles Album Are You?




Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
Take this quiz!




Quizilla |
Join
| Make A Quiz | More Quizzes | Grab Code


Eins og við var að búast.

 
„Erfðasyndin felur það ekki í sér að barnið sé þjakað af synd. Orðið „synd“ er þýðing á gríska orðinu hamartia sem merkir upphaflega að missa marks. Erfðasyndin vísar til þess að maðurinn leitar stöðugt frá Guði og frá þeim góða tilgangi sem hann er skapaður til. Þetta er fremur ákveðin tilhneiging – eðli sem við höfum þar sem við leitum stöðugt að því að þjóna sjálfum okkur frekar en Guði og náunganum. Kristur tók á sig sektina fyrir okkur og með samfélaginu við hann öðlumst við hlutdeild í þeirri fyrirgefningu."
- Skúli Sigurður Ólafsson

Hvað er nú þetta? Eru menn bara að endurskilgreina erfðasyndina í börtu? Í Wikipediu segir um mótmælendur að „Not only do individuals inherit a sinful nature due to Adam's fall, but since he was the federal head and representative of the human race, all whom he represented inherit the guilt of his sin by imputation." Hins vegar er þetta ekki rætt á hinum frábæra upplýsingavef www.kirkjan.is. Yfirborðskennd og almennt hallæri er reyndar einkenni á íslenskum síðum um trúmál. Hvað um það ef erfðasyndin felur það í sjer að við hættum að þjóna gvöði og vöksum frá honum þá er hún æði, þá drekkur maður bikarinn í botn.

miðvikudagur, júlí 19, 2006

 
Skemmtilegt þetta Evrópusamband. Sífelldar tilraunir til þess að vera jafn gott og Bandaríkin (sem almennt enda illa) og gríðarlegur metnaður (sem aldrei rætist). Metnarfyllsta verkefni ESB þessa dagana er einmitt að setja verðþak á símafyrirtæki sem gilda á aðeins fyrir þau tilvik þar sem hringjandi er erlendis.

Notar einhver Galileo staðsetningarkerfið evrópska? Minnimáttakennd og getuleysi fara ekki vel saman.

Undarlegt getuleysi eigi að síður. Það er ekkert því til fyrirstöðu að Evrópa geti gert eitthvað af viti (og líklega má finna eitthvað).

Merkilega mikið gert með þessa sjö íslinga sem voru að vesenast í Líbanon. Sú mikla hetjudáð að dröslast út á flugvöll þrátt fyrir vonzku norðmanna og fljúga heim er orðin meiri atburður en ástandið í Líbanon.

mánudagur, júlí 17, 2006

 
Maðurinn í rauða vestinu gerði tilraun til þess að dilla sjer í takt við tónlistana. Annað hvort pössuðu útlimirnir ekki á manninn eða maðurinn var af annarri dýrategund. Rauða vestið lagði sig fram um að lifa sig inn í tónlistina. Gruna hann um græsku. Þegar verið er að spila Toxic dugar engin hálfvelgja.

Ekki veit maður hvaðan svona kemur. Þetta er orðin svolítil sorasíða. Það er nú ekki hægt að minnast á svona rögl án þess að pota í þetta: „Alltof margir eru einfaldlega komnir út á algerar villigötur í frjálslyndi svo vægt sé til orða tekið!" segir hér. Þetta er skemmtileg rökleysa gegn frjálslyndi. Það leiðir engan vegin af neinu sem þadna stendur að menn skuli vera íhaldssamir, hvað þá að frjálslyndi sje slæmt. Og hvað er málið með þennan harða Zionisma á tilvísuðum vefsíðum? Það leiðir (augljóslega) ekki af því að stundum finnist rangfærslur um Ísrael hjá einhverjum ákveðnum mönnum að Ísrael hagi sjer með siðferðilega rjettmætum hætti (eins og halda mætti af lestri þessara greina).

föstudagur, júlí 14, 2006

 
Útum allt sjer maður tilkynningar um Fyrstu plötu Snorra. Af gefnu tilefni sje jeg mig knúinn til þess að taka það fram að um er að ræða einhvern annan Snorra. Jeg kannast ekkert við manninn og veit ekkert hvað hann hefur sjer til frægðar unnið. Skil jeg því vel að fólk skuli röglast.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

 
Svo þarf páfinn að segja vera „Gastarbeiter". Gríðarlega fallegt af honum, það ættu allir að taka upp svona huxunarhátt. Ekki skrítið að Jón Arason var hálhogginn hédna í denn. Það var nú reyndar alveg nóg að hann bæri „y" fram sem kringt einhljóð! Huxa sjer vitleysuna.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

 
Strætóbílstjórinn blastaði Alan Parsons Project yfir allan vagninn. Lögfræðingurinn söng með og listamaðurinn kinkaði kolli í takt við tónlistina:

I am the eye in the sky
Looking at you
I can read your mind

Hið ólíklega bandalag íhaldssemi og sköpunar hafði fundið sjer farveg í Alan Parsons og Eric Wollfson.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

 














Öll þessi ár af Derrick án þess að maður fatti að það þýðir krani eða borpallur á ensku.

mánudagur, júlí 10, 2006

 
You dont seem to know, dont seem to care what your heart is for
- Natalie Imbruglia (torn)

There's an attic where children are playing
Where I've got to lie down with you soon
- Leonard Cohen (take this waltz)

Þau eiga merkilega vel saman þessi lög. Og eru gleðileg ef grant er skoðað.

 


Hvar væri maður ef maður hefði ekki erft syndir Adams?

föstudagur, júlí 07, 2006

 
„Það kann kannski í fyrstu að hljóma framandi að sumarið sé tími trúarinnar enda þótt ekki sé blásið til neinnar sérstakrar trúarhátíðar. Sumarið er nefnilega í raun og veru ein samfelld trúarhátíð því það ber augljóst vitni um lifandi skapara sem starfar aldrei eins vel fyrir opnum tjöldum eins og einmitt þá."
- Hreinn S. Hákonarson.

Þess vegna þökkum við gvöði fyrir þennan dag. Rigningin sem hefur verið undanfarið er auðvitað nauðsynleg fyrir blómin. Gvöð er samt líka að verki á veturnar þó, Hreinn er eitthvað að misskilja þetta. Hvað heldur maðurinn að gvöð hafi ætlast til þess að allir væru glaðir á sumrin en veturnir væru bara fúli? Þá eru þó jólin.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

 
„Lykilorðið er ekki falið djúpt í huga manneskjunnar svo enginn óvelkominn stingi plastkorti í harðleita rauf hraðbankans og sópi út af reikningnum heldur er það auglýst í heyranda hljóði:
Jesús Kristur."
- Hreinn S. Hákonarson

Svo hvet jeg alla til þess að fá sjer ókeypis kristilegar myndir fyrir skjáborðið sitt.

Þegar þessi hédna mætir á efsta degi á Armageddon, þá er eins gott að vera í rjettu liði:
Þessi mynd sýnir reynda stílfærða mynd af efsta degi en í Opinberunarbók Jóhannesar er gert ráð fyrir því að endalok heimsins séu ekki eins og geimverubíómynd heldur mæta drekar og forynjur.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

 
Það er hálf kaldhæðnislegt að feðraveldisríkið ítalía hafi slegið út úr HM þau tvö ríki sem hafa kvenkyns forsætisráðherra (þó að reyndar eigi eftir að staðfesta tilnefningu Júlíu Tímoshenko).

 
Eitthvað er farið að kulna í stoppistöðvarómansinum. Eftir nokkra daga af innilegheitum lágu elskendurnir í faðmlögum á stoppistöðinni meira af gömlum vana en nokkru öðru. Þegar hann fór útúr vagninum á undan henni leit hún aðeins kæruleysislega við til að fylgjast með honum fara, hann leit ekki við.

Þá dettur manni í hug bókartitill: The Dynamics of Short Term Romantic Relationships.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

 
Rjett eftr að maðr bloggr um símasölu hringir OgVodafone og býðr lægri símreikning. Samtalinu lauk með því að OgVodafone ákvað að lækka ekki símreichninginn minn þrátt fyrir að jeg samþykkti símreichningslækkun.

 
Landsbankinn var með mun betra „eftir-skóla-koddí-viðskipti"-símtal en Glitnir. Samt hálffyndið:

-„Þarftu ekki að fá námslokalán og endurfjár..."
-„Jeg skulda ekkert"
-„Þarftu ekki að fá gullkreditkort?"
-„Til hvers?"
-„Nú, við erum að bjóða þér það!?!"
-„Jeg reyndar nota varla kreditkort"

Hún var einhvern veginn skemmtilega ýtin og ljet sem allt sem hún byði væri hið sjálfsagðast og eðlilegasta í heimi. Endurspeglaði viðhorf sem mjer þykja svolítið súrrealísk, líkt og að synda við lifandi djassmúskík.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]