Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, júní 19, 2008

 

Hvað má svo lesa út úr þessu grafi?

Jú stórkostlegar breytingar á gengi brezka pundins gagnvart júrunni. Nú þarf að borga fleiri pund fyrir hverja evru. Og að sama skapi færri júrur fyrir hvert pund. Þetta hefur vitaskuld stórkostleg áhrif á knattspyrnuheiminn þar sem meginlandsklúbbar gera upp í evrum en brezkir klúbbar í pundum. Frá sjónarhóli meginlandsklúbbsins eru leikmenn sem spila í englandi ódýrari en áður. Til samræmis við það er mikið talað um að meginlandsklúbbar sjeu komnir langleiðina með að kaupa ýmsa „enska“ leikmenn. Að sama skapi eru enskir klúbbar lítið að bera víurnar í leikmenn sem spila annars staðar í álfunni.

Veik króna skapar hins vegar ótrúlega tækifæri á íslenska leikmannamarkaðnum fyrir evrópska klúbba.

miðvikudagur, júní 18, 2008

 
Stundum slysast maður til að lesa blogg einhverra trúmanna. Þau eru gjarnan æði vitlaus. Sem er svo sem sök sjer. Alltaf verð jeg þó jafn hissa á því hversu margir kommenta við færslurnar „Góð færsla hjá þér“ (og þá ekki bara vegna stafsetningarinnar) í kjölfar athugasemda trúleysingjanna. Það er eitthvað svo klappstýrulegt.

fimmtudagur, júní 12, 2008

 
Eitt er það sem aktífistar úr hópi náttúruverndarsinni, feminista og trúlausra eiga sameiginlegt. Allir eru skv. almannrómi öfgafullir í málflutning sínum. Að sama skapi finnst aktífistunum almenningar full sinnulaus. Sem rímar allt mjög vel við það að fólki skipti um skoðun við það að gerast aktífisti, þ.e. fólk verður enn sannfærðara um málstað sinn en áður.

Með því er ekki sagt að skoðunin hafi verið röng til að byrja með eða eftir að hún styrkist. Reyndar er jeg á því að hið fanatíska yfirbragð sem orð og aðgerðir aktífista stundum hafa sje gjarnan óheppilegt fyrir málstaðinn.

Þá gæti maður nú e.t.v. sagt að heppilegast væri að losna við aktífistana og fylla heiminn af fólki sem spjallaði í vinsemd um þjóðfjelagsmál skv. reglum samræðustjórnmála.

En það er vízt borin von að fólk geri það.

mánudagur, júní 09, 2008

 
Einhverjir leikir á EM fara fram í bæ sem ber hið ágæta heiti Klagenfurt. Hann hafa Fjölnismenn líklega nefnt Klögunarfurðu.

 
Á hlið Seríos pakkanna eru myndir af ýmsum andans jöfrum. Má þar m.a. nefna Marie Curie og Mark Twain. Er þessum myndum sjálfsagt ætlað að skapa hugrenningartengsl á milli þessa ágæta fólks og Seríos neyslu. Til að laga að innlendum aðstæðum var svo eitt íslenskt ofurmenni andans. nefnilega Magnús Þór Jónsson. Nú er bezt að vera duglegur að jeta Seríós svo maður verði eins og Megas.

E.t.v. er þessi viðleitni komin frá Dönum en á annars fögrum pökkum danska haframjölsins sem flutt er til landsins í stórum stíl mátti um skeið finna a.m.k. annan Laudrup bræðra. Þó að þeir sjeu nú ekki miklir andans menn sýnist mjer þó öllu vænlegra að snæða hafragraut í morgunmat en Seríos.

Að Megasi ólöstuðum vitaskuld.

föstudagur, júní 06, 2008

 
Gaman hvernig menn geta talað um sakleysi sitt og ofsóknir ákæruvaldsins í lengri tíma en komist svo að því að það sje sigur að hljóta aðeins skilorðsbundinn dóm.

Ekki þar fyrir. Þetta er helst til rýr uppskera fyrir ákæruvaldið.

fimmtudagur, júní 05, 2008

 
„Tæpur þriðjungur meðlima Félags kaþólskra leikmanna, eða um fimm þúsund manns, hefur sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem auglýsingaherferð Símans er fordæmd. Í undirskriftinni felst að slíta öllum viðskiptum við fyrirtækið.“
- mbl.is

Nú er um að gera að láta ekki bilbug á sjer finna. Áfram Síminn.

„Það skiptir máli hvað þau sjá og heyra. Öll viljum við að börnin mótist af því sem er þeim til blessunar. Við viljum skapa þeim umhverfi sem laðar fram það besta í þeim. Við viljum búa þeim aðstæður þar sem þau geta nýtt og þroskað hæfileika sína. Við viljum innræta þeim virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum manneskjum og umhverfinu, hinni góðu sköpun.

Ekki eru allir sammála því. Í þjóðfélagi okkar eru öfl sem keppast við að innræta börnunum okkar það gagnstæða; virðingarleysið fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Þessi öfl höfða til þess versta í börnunum okkar, vilja ræna þau sakleysinu og hjartahreinleikanum.“

-Svavar Alfreið Jónsson

Krasý. Þar sem kirkjunnar maður heldur á pennur verður að ætla að hann telji kirkjuna ekki vera með slæmu innrætinguna. Það er þó einmitt kirkjunnar vegna sem börn t.a.m. teikna myndir af nóaflóðinu sem aldrei átti sjer stað (og er upprunnið í súmerskum munnmælasögum). Og það er kirkjunnar vegna sem því er haldið að börnunum að algóður, almáttugur gvöð hafi drekkt allri heimsbyggðinni (mínus nokkur dýrapör) af gæsku sinni og fyrirhyggju.

Nú kunna súmerksar, hittískar og egypskar munnmælasögur að vera sæmilega skemmtilegar. En það ber ekki beinlínis vott um virðingu fyrir mannsandanum að halda þeim fram sem sannleik gegn betri vitund og draga svo af þeim þá ályktun að til sje gvöð sem er góður og vill að maðurinn sje hamingjusamur.


Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]