Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, maí 28, 2009

 
Messi, Xavi og Iniesta eiga það allir sameiginlegt að vera 170 cm á hæð. Já, og svo eiga þeir líka medalíu fyrir að vera Evópumeistarar. Og fleiri medalíur.

miðvikudagur, maí 27, 2009

 
Í gær var sagt í fréttum frá kostnaði við skilanefndir bankanna. Ekki veit jeg af hverju. Ætli maður eigi ekki að hneykslast. Í ljós kom að þær hafa allar kostað til saman álíka mikið og 20-manna ríkisstofnun kostar á einu ári (gróflega). Hvað ætli lögmenn taki í hagsmunatengda þóknun fyrir að skipta þrotabúi upp á 11 þúsund milljarða?

Maður gæti verið á rangri hillu, svei mjer þá.

þriðjudagur, maí 26, 2009

 
Lobbi varði verðtrygginguna nokkuð hraustlega í Speglinum í gær. Það var ágætt. Spegilinn mátti nú alveg útvarpa því sjónarmiði. Nú bíð jeg bara eftir því að fylgismenn krónunnar og andstæðingar ESB fá þar pláss.

Annars finnst mjer undarlegt hversu lítið er rætt um framtíð íslensks fjármálakerfis. Hvernig á að regla bankana? Á að stefna að því að einkavæða þá? Ætlar ríkið að sameina þá? Hvað með sparisjóðina? Hversu mikið fé ætlar ríkið að leggja í fjármálakerfið? Verður markmiðum og stefnu Seðlabankans breytt? Hvernig á að tryggja macro-prudent fjárlög í lýðræðisríki? Mun eitthvað annað en krónan bjarga Íslandi úr kreppunni? Ef svo, af hverju þykjast allir vilja styrkja krónuna?

Og kannski það stærsta. Hvernig í ósköpunum ætlar ríkisstjórnin að stýra ríkisfjármálunum á næstu árum?

Íslenskir fjölmiðlar treysta sjer vitaskuld ekki til þess að ræða alvörumál og hafa því tekið miklu ástfóstri við hugmynd Ögmundar Jónassonar um sykurskatt.

þriðjudagur, maí 19, 2009

 
Einfaldar efnahagsaðgerðir:
1) láta útgerðarmenn reka (og greiða fyrir) Hafrannsóknarstofnun
2) einfalda húseigendum í miðbænum að endurnýja og byggja

Mjer telst til að með þessu mætti spara ca. 1. milljarð króna og auka framkvæmdir um svipaða fjárhæð.

 
Býrð þú í trapisu?

 
Það er rjett að vara sjerstaklega við því þegar sveitastjórnarmenn segja að glæsileg frystihús sjeu til reiðu ef þeir bara fengju kvóta. Eitt helsta vandamálið við fiskveiðar á Íslandi fyrir kvótakerfi var offjárfesting. Það er því til marks um hagræðinu kerfisins að til eru fiskvinnsluhús sem standa auð.

Það er einmitt vandi ESB og annarra ofveiðikalla að haldið er til fiskjar á öllu sem flýtur.

 
„It just showed our mentality and our motivation to win the game and not to concede a goal,“
- Pepe Reina um Jamie Carragher

Í leik sem litlu máli skipti mátti rífast um vörnina. Þetta er vissulega til marks um metnaðarfullt hugarfar.

mánudagur, maí 18, 2009

 
Mjer leiðist það þegar maður gleymir því sem er sniðugt. Mjer finnst sykurskattur ekki beinlínis vera málið. Jeg skil ekki af hverju menn neita að horfast í augu við kreppuna.

Ef við skattleggjum sykur, tóbak, áfengi, transfitusýrur, litarefni, jónir, geisla, gunna og jónu þá endum við með risastórt embætti Ríkisskattstjóra, marga feita skattalöffræðinga og marga rýra skattstofna.

Kannski aðeins heilbrigðara fólk.

fimmtudagur, maí 14, 2009

 
Ef einhver hefur áhyggjur af langtímahagvexti þá má alveg klóra sjer í hausnum yfir skuldabréfaútgáfu ríkja um þessar myndir og á næstu misserum.

Hagvöxturinn er e.t.v. ekki það versta heldur hitt að þessi skuldabréfaútgáfa gæti haft slæm áhrif á atvinnustigið.

En ef svo bætist við að kvótakerfið verði eyðilagt, Ísland gangi í ESB og evran verði tekin upp þá má gera ráð fyrir því að framtíðarhagvöxtur verði verulega takmarkaður. Og atvinnustigið öllu lægra. Meira langtímaatvinnuleysi (aðallega útaf evrunni).

Færi ekki betur á því að ríkisstjórnin einbeiti sjer bara að sinni sósíalpólitík? Hún er miklu betur hugsuð en efnahagsstefnan.

þriðjudagur, maí 05, 2009

 
Aðalefnahagsráðstöfunin Íslands, íslenska krónan, er aldeilis að bjarga landinu. Innlendur iðnaður ætti aldeilis að taka við sjer núna.

Líklega stundar íslenska krónan innhverfa íhugun í hóp. Sjálfsagt myntkörfu.

mánudagur, maí 04, 2009

 
Eftir kosningar byrja svo frjettirnar að snúast um fátækt barna, hversu slök greiðsluerfiðleikaúrræði ríkisstjórnarinnar sjeu o.s.frv. Já og þá birtir mogginn allar greinarnar sem blaðinu voru sendar þar sem mælt var í ESB í mót.

Það er ótrúlega slakt að njóta svona gífurlegs velvilja fjölmiðla og samtaka launþega og jafnvel atvinnurekanda en ná samt ekki 30% fylgi í kosningum.

Ef það væri eitthvað spunk í þessu liði hefðu þau náð hreinum meirihluta.

 
Mikið leiðist mjer þessi hefnigirni vegna þessa Heiðmerkurmáls. Mjer segir svo hugur að það sje refsirjettarsjerfræðing háerr og Rúv að kenna (og fleiri fjölmiðlum líklega). Með því að útvarpa því að líklega fengu árásarmennirnir „stutta dóma“ æsist fólk upp í þessu öllu saman.

Dettur fólki virkilega í hug að við sjeum betur sett með 15 ára stúlkur í fangelsi til lengri tíma?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]