Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, október 29, 2009

 
Maður hefur ekki heyrt rúv fjalla jafn mikið og með jafn jákvæðum hætti um nokkurn sjálfgræðismann í lengri tíma og hann Ólaf heitinn Thors. Í sjálfu sjer er það vel skiljanlegt. Fyrir utan það að eðlilegt hefði verið að fagna hinum nýja ritstjóra Morgunblaðsins.

Nú er jeg hrekklaus að eðlisfari en jeg get ekki varist þeirri tilhugsun að allur spuni, lygar og ómerkileg áróðursbrögð hvort heldur sem er í fjölmiðlum eða á lýðnetinu hafi aukist um allan helming síðastliðið árið.

Sjái maður ekki í gegnum spunann og vill ekki verða heilaþveginn er líklega eina leiðin að lesa bara Ferdinand og hlusta bara á útvarpssöguna.

miðvikudagur, október 28, 2009

 
Jeg bíð spenntur eftir því að rúv segi landslýð af líðan svínanna sem eru með svínaflensu. Hversu lengi skyldu þau nú vera að ná sjer? Og ætli það sje mikið nefrennsli? Það hlýtur að vera, þau eru með svo stór trýni.

fimmtudagur, október 22, 2009

 
Fast skotið hjá Ögmundi í gær á ASÍ og önnur stjettarfjelög sem eru of kósý með atvinnurekendum. Gaman.

Og jafnvel enn fastar skotið frá forsetanum á egil helgason í spjallinu með sölva. Missti frontinn. Gaman.

miðvikudagur, október 21, 2009

 
Nýr sjávarútvegsráðherra í Noregi var kynnt sem vinkona Rökke á rúv. Mjög skemmtilegt. Sje fyrir mjer að í næsta frjettatíma hljómi eitthvað í líkingu við: "já og Jón Bjarnason hefur bara einu sinni hitt Þorstein Má og þeir töluðu ekki einu sinni saman."

Annars er gaman að lesa í mogganum um hörmungarnar sem dynja munu yfir Ísland þegar Icesave verður samþykkt og opna svo fyrir viðtækið og heyra rúv útskýra af hverju stjórnarandstaðan ætti að lyppast niður í Icesave málinu. Það var svo hræðilega leiðinlegt þegar allir fjölmiðlarnir vildu bara ganga í esb.

 
Það er segin saga að skömmu eftir að fjallað er um vændi í fjölmiðlum sjer maður einhvern andæfa tilvist hamingjusömu hórunnar. Jeg reyndar missi alltaf því þegar reynt að styðja tilvist hennar. En hvað um það, hefur umræðan um vændi ekkert þroskast?

Og er til leiðinlegra hjólfar t.þ.a. detta í?

laugardagur, október 10, 2009

 
Jaaá. Leif var norsk.

 
Obama á Norðurlöndum, spennandi þættir um æfintýri forseta Bandaríkjanna á ferðum hans um Scandinavíu. Fylgist með frá byrjun.

þriðjudagur, október 06, 2009

 
Er það ekki til marks um trú mína á mannkynið að jeg skuli gera ráð fyrir því að fólk bremsi ekki á grænu ljósi?

 
Þegar jeg var lítill fannst mjer gufan alveg vonlaus af því að það var svo mikið af sinfóníum og svoleiðis á henni. Samtímarannsóknir mínar hafa hins vegar leitt í ljós að rásareittmenn hafa sjerstakt dálæti á djassi. Það mætti jafnvel ganga svo langt að halda því fram að þar á bæ sjeu menn haldnir einstöku djassblæti.

sunnudagur, október 04, 2009

 
Þvílík hrákasmíð er þetta fjárlagafrumvarp. Aðallega vegaframkvæmdir skornar niður og skattar hækkaðir á einstaklinga. Þetta lýsir nú ekki beinlínis hugmyndaauðgi, yfirlegu, útsjónarsemi, ráðdeildarsemi eða skynsemi.

laugardagur, október 03, 2009

 
Ótrúlega slappt af Obama að eyða öllu pólitíska kapítalinu sínu í að Olympíuleikarnir yrðu í Chicago. Það er farið að líta út sem hr. Obama muni takast lítið af því sem hann ætlaða að gera.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]