Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, desember 24, 2004

 
Vefrit fjármálaráðuneytisins er alltaf skemmtilegt. Í nýjasta heftinu er borið í bætifláka fyrir fjármálastjórnina eins og svo oft áður. Að lokum er gantast með það að jólasveininn sé líklega skattsvikari en andvirði gjafa sveinanna 13 er líklega um 200 milljónir og hvergi eru til gögn um viðlíka tekjur þeirra félaga. Þeir þyrftu þó skv. þessu að vera með rúma milljón á mánuði.

Á vísindavef háskólans var fjallað um þetta sama en þar voru tölurnar nokkuð lægri. Fjármálaráðuneytið hefur enda tíma til að reikna út svona skemmtilega hluti. Ekki eru menn að skera niður, svo mikið er víst.

Í Economist var grein um greinar um Economist. Einhverjir félagsfræðingar höfðu komist að því að ritið væri ætlað til að gera kapítalistana sátta við að vera kapítalista. Tímaritið er víst aukinheldur lítt hrifið af konum. Vefrit fjármálaráðuneytisins talar einmitt aldrei um konur, aldrei. Það rit aukinheldur ræðir mikið um snilld fjármálaráðuneytisins og misskilning eða lítinn skilning annarra fjármálaspekúlanta. Vefritið er þannig sjálfsagt að sannfæra hvítu millistéttarkadlana sem stjórna fjármálakerfinu um að hér sé allt í himnalagi.

Annars ætti ég ekki að þykjast kunna einhverja félagsfræði.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]