Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

 
"The United Nations' educational and cultural arm on Wednesday deplored the killing of Reuters soundman Waleed Khaled in Baghdad and urged military forces in Iraq to ensure journalists can do their work." segir á Reuters.com

Það er gott að Sameinuðu þjóðirnir eru með forgangsröðina á hreinu.

 
Alþjóðahagfræði eða auðlindaréttur, það er spurningin.

mánudagur, ágúst 29, 2005

 
Það sem er asnalegast við "sækja inná miðjuna" stefnu Morgunblaðsins er að væri það gert myndi borgastjórnarflokkurinn færast til hægri. Það vill Mogginn ekki. Mogginn er sósíaliskt og íhaldssamt blað, uppfullt af afturhaldssemi og rögli. Samt eru nokkri hressir tappar að vinna þar.

Þá er RÚV hresst apparat sem bannar mönnum að tjá sig. RÚV sem angi ríkisvaldsins er í raun að brjóta gegn tjáningarfrelsi. Það er ekki fallegt. Það er reyndar afskaplega fátt sem er fallegt við RÚV.

Steven Shavell prófessor er ekki alveg nógu klár gæji.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

 
Í Bandaríkjunum líkur víst 96% allra dómsmála með dómssátt.

föstudagur, ágúst 26, 2005

 
Enn einn sigurinn í „jafnréttisbaráttunni".

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

 
Baráttan um Hans Island heldur áfram.

Homo economicus virðist vera sanngjarn í samningaviðræðum (ekki eigingjarn), ofmeta sjálfan sig og vera frekar hræddur við tap. Kannski er þetta bara frekar breyskur gæji. Bonus pater getur þá orðið fyrirmynd manna í staðinn, eða þriðji maður ef svo ber undir.

mánudagur, ágúst 22, 2005

 
Á meðal útflutningsafurða BNA á 20. öld má finna samkeppnislög, bann við fíkniefnum og fleira góðgæti. Er það ekki bara allt í læ að Ísland reyni að flytja eitthvað út til BNA? Á borð við bann við dauðarefsingum?

Eða að allir skili því sem þeir fengu.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

 
Skyldi nú aldrei vera pínu röglað?

mánudagur, ágúst 15, 2005

 
„Þegar Guð hverfur missir maðurinn reisn sína“ segir Joseph Ratzinger páfi. Maðurinn er klikkaður fanatíker.

Hann gæti reyndar hafa ætlað að segja: „Þegar Guð hverfur öðlast maðurinn reisn sína“ - eða kemst aðeins nær því.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

 
Í Bandaríkjunum hefur orðið vesen í fyrirtækjum þar sem mjög dreift eignarhald hefur gefið stjórnendum félagsins lausan tauminn. Í Þýskalandi gerist svipað en þá vegna þess að stjórnir fyrirtækja eru svo kósý af menningarlegum og lagalegum ástæðum.

Það er kómískt að því vinalegri sem hlutirnir eru hjá æðstu stjórnendum fyrirtækis þeim mun líklegra virðist vera að þeir geri eitthvað af sér.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

 
Af myndinni að dæma verður þetta fundur dauðans. Menn ættu að mæta.

Þvílíkt leiðinlegt að lesa bók eftir mann sem virkar þokkalega skynsamur þar til allt í einu kemur öfga-kristni!?! Sá kafli er svipaður því sem Atli Harðarson ræðir á síðunni sinni. Röksemdafærslu verða eitthvað svo auðveldar og dægilegar. Mar bara rekur sig að mörkum mannlegar vitneskju og heldur því svo fram að gvöð hafi ákveðið að þannig ætti þetta að vera.

Þetta gætu orðið frískandi deilur. Eða ekki. Merkilegt hvað fólk hefur gaman að því að hnýta í frjálshyggjumenn eða vera með sleggjudóma um þá. Sér í lagi með hliðsjón af því hve fúlir menn verða þegar einhver setur sig á háan hest.

Ég er að velta því fyrir mér hvort kommentadótið virki ekki í internet explorer.

mánudagur, ágúst 08, 2005

 
A vast mass of mankind are degradedely thrown into the background of the human picture, to bring forward with greater glare, the puppet-show of state and aristocracy.
- Thomas Paine

 
Greyið hann Koizumi. Og fólkið í Japan. Og jafnvel fleira fólk.

laugardagur, ágúst 06, 2005

 
Gæti það verið að jaðarskattapælingar séu soldið á mis? Sú hugmynd að ákvörðun um viðbótarvinnu velti aðeins á jaðarskattinum byggir á ákveðinni hugmynd um ákvarðanatöku. Nefnilega að fólk huxi alla jafna á jaðrinum.

Sem er gott og blessað. En það merkir ekki endilega að fólk taki vinnuákvarðanir á klukkutímabasis. Þar sem jafnan líður minnst vika á milli gjalddaga vinnulauna má gera ráð fyrir að ákvörðunin helgist af vongildi útborgaðs kaups. Má reyndar gera ráð fyrir því án þessarar forsendu.

Sem svo aftur myndi þýða að andstætt viðteknum skoðunum er jaðarskatthlutfallið á Íslandi ekki fasti heldur hlaupandi.

föstudagur, ágúst 05, 2005

 
Þjóðir þurfa að standa saman. Kristið fólk þarf að standa saman.

Mér stendur á sama.

Ég er ekki einsama.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

 
"Það hlýtur að vera hverju þjóðfélagi hollt að auka eindrægni og samhug með þegnum þess." Það virkaði einmitt alveg frábærlega í Þýskalandi nasismans. Good times ekki satt? Því halda jafnaðarmennirnir svokölluðu að minnsta kosti fram.

Nú kynni einhver að huxa að þetta sé mikill útúrsnúningur hjá mér og áróðursbragð. Því miður er það ekki rétt.

"Ungir Sjálfstæðismenn eiga að standa vörð um jöfn tækifæri ungs fólks " hér er aftur mættur alvöru frjálslyndur jafnaðarmaður. Ekki sona sósíalisti eins og pennarnir á vef UJ eru alla jafna (reyndar virðist Atli Fanndal) skrifa allar greinarnar á þeim vef).

753 milljónir punda í löffræðikostnað hjá CreditSuisse.

Og Adidas ætlar að kaupa Reebok. Ég sem hef aldrei átt neitt Reebok.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

 
Bush tókst að koma CAFTA í gegnum þingið. Angakadlinn.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]