Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, október 31, 2005

 
Tvífarar


Tveir helstu sérfræðingarnir í gjaldþrotum eru nákvæmlega eins. Það er ekki bara útlitið heldur hafa þeir voða svipaðar skoðanir þó að Baird skrifi leiðinlegri teksta en Jackson.

 
The positive branch of law and economics assumes that the individual goes about satisfying his preferences, subject to a budget constraint, but unaffected by the attitudes of others. [...] A person will steal, or drive carelessly, or murder, or lie, unless the stae erects a deterrent in the form of laws against theft, negligence, murder and fraud.
- Eric Posner

 
Af hverju er fyrirsögnin ekki "Evrópa meinar fólki að vera í Evrópu".

Af hverju er BSRB sona mikið í mun að vatnsákvæði verði sett í stjórnarskrá? Er ekkert eftir til að berjast fyrir hjá þessu fólki?

laugardagur, október 29, 2005

 
The Corparation hittir naglann ekki alveg á höfuðið. Yfirborðskennd, smá svindl og nettur áróður í bland í við ágæta punkta. Ekki alveg nógu gott. Leiðinlegt hvað Milton Friedman var slitinn úr samhengi, hann átti það nú ekki skilið.

Keiratsu, stífur vinnumarkaður og verðhjöðnun er á meðal þess sem fólk notar til að útskýra efnahagsástandið í Þýskalandi og Japan. Enginn nefnir lýðræði (ekki per se heldur vissir fylgisfiskar þess) og ofur-íhaldssemi sem virðist einkenna hugarfar rikjanna. Rökin fyrir þeim þáttum virðast eigi að síður mun sterkari.

föstudagur, október 28, 2005

 
Vilhjálmor Þoddn sendi mér voða fyndinn bækling. Á fyrstu síðu stóð "nýtt fólk í brúna næsta vor". Hann á líklega við GMB. Þá listar hr. Þoddn upp einhverjar af kaffibollastjórnunum sem hann hefur setið í, það er Lagnakerfafélag Íslands og Samstarfssjóð Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar. Þá sendi maðurinn með bréf sem er ekki alveg heil brú í.

Soldið af kjaftvaðli í dag. Það er hvimleitt. Skúli Magnússon var hins vegar skemmtilegur á málstofu um lögskýringar.

miðvikudagur, október 26, 2005

 
unrealistic optimism is an indispensable trait of the healthy mind
-Shelley Taylor

 
Núna er sona frétt á forsíðu mbl.is um að Georg Clooney hafi ekki ætlað að fyrirfara sér. Um daginn var leiðrétt að Jose Morinho vildi ekki vera landsliðsþjálfari Englands. Það virðist vera að mistökin sem eru gerð í bresku pressunni séu betur leiðrétt í íslenskum fjölmiðlum en mistökin sem eru gerð af íslenskum blaðamönnum.

þriðjudagur, október 25, 2005

 
Þá er mar hættr í flokknum.

 
Hvað gerir Homo economicus þegar makinn hans lamast?

Tilraunir Lúðvíks Bergvinssonar til þess að marka sér bás sem sérfræðingur á sviði samkeppnismála eru hjákátlegar. Merkilegt að bæði Lúlla og Jóni Magnússyni hafi eigi síður tekist að verða meðal helstu sérfræðinga landsins á þessu sviði.

sunnudagur, október 23, 2005

 
Kaczynski virðist bara hafa unnið í Póllandi. Hann virðist vera krasý. Voða hrifinn af siðferðilegri endurnýjun, afturhvarfi til kristinna gilda og þess háttar rögli. Donald Tusk átti skilið að vinna. Hann heitir líka svo flottu nafni. Ekki þar fyrir að mikil völd fylgi forsetaembætti Póllands.

miðvikudagur, október 19, 2005

 
BBC allt fullt af fréttum um fuglaflensu en engin á Reuters. Á mar að vera hræddur eða taka því létt? Mar fær bara valkvíðaröskun.

Ef fólk hefur núna-hneigð (afvaxta vitlaust) hvað verður þá um kenningu Gary Beckers um fíkniefnaneyslu? Allir ættu að fá sér dóp. Sem er sossum staðreyndin, nánast allir drekka áfengi og mjög margir reykja.

 
Jaðarnytjar fólks af auka mánuði sem neysluvara er í ábyrgð myndu jafnan vera hverfandi. Samt virðist það skipta fólk máli. Menn eru hræddir við að tapa.

þriðjudagur, október 18, 2005

 
Hverfur almannagæðavandamál hagfræðinnar þegar slakað er á homo economicus (eða honum hent) og vikið frá aðferðarfræðilegri einstaklingshyggju?

Bangladesh vermir neðstu sæti spillingarlistans. Það á ekki af fólkinu dauðu að ganga.

 
Af hverju er maðurinn ekki með slagorðið "það vantar loft í borgarstjórn". Enda er allur vindur úr henni.

Ekki þar fyrir að ég hafi í hyggju að kjósa hann.

Ekki frekar en þennan mann sem er með puttann á púlsinum: "Ég lagði til í borgarstjórn á sínum tíma að hluti Laugardalsins yrði nýttur til endurgerðar víkingaaldargarðs þar sem reistar yrður nákvæmar eftirlíkingar af híbýlum landnema."
Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar má lesa athyglisverða grein um Innréttingar Skúla Magnússonar eftir Jón Jónsson. Það er engin nýlunda að fólk deyji úr húngri vegna verzlunahagsmuna.

mánudagur, október 17, 2005

 
Voðalega eru menn feimnir við að einkavæða orkufyrirtæki. VG ætti að taka forystu í þessu máli.

mánudagur, október 10, 2005

 
Í ljósi umræðu um peningamál undanfarið finnst mér rétt að árétta: Allir sem halda fram einhverri annarri stefnu í peningamálum en gullfæti bera sönnunarbyrðina fyrir málflutning sínum. Ekki þarf að sýna fram á kosti gullfótarins en pappírspeningar eru hins vegar húmbúkk og blekking.

Heldur þú með húmbúkki og blekkingum?

fimmtudagur, október 06, 2005

 
Mar sér ekki betur en að því sé haldið fram í vefriti fjármálaráðuneytisins að ríkisútgjöld séu eitthvað að aukast. En það er ekki þennsluhvetjandi því nýju fjárlögin eru með 14 milljarða afgangi. ISG er hress tappi. Meiri þennsla er ávísun á evru! Þetta nefnir engilsaxinn economic insights of extraordinary magnitude. Ætli bankarnir í London hafi ekkert verið að bjóða í hana?

miðvikudagur, október 05, 2005

 

Árið 1975 hélt Heimdallur fus í Reykjavík fund undir yfirskriftinni "hvar eru þingmenn Reykjavíkur?"

Nú mætti spyrja hvar eru allir þingmennirnir? Málefnaskráin fyrir veturinn er frekar ömó (reyndar ekkert söpræs) hjá stjórnarliðunum. Stjórnarandstaðan virðist svo ekkert ætla að vera skárri.

Where have all the flowers gone?
- Joan Baez

mánudagur, október 03, 2005

 
Stórt SUS þing, fáir kvöddu sér hljóðs. Frekar leim. Samt ágætar ályktanir.

Bombu-opnun á kosningamiðstöð Villa þoddn. Inga Jóna styður manninn. Hann hlýtur að vera æði.

Fjórtán milljarða afgangur á fjárlögum næsta árs þrátt fyrir að ekkert væri skorið niður (eins og venjulega). Af hverju voru skattarnir ekki lækkaðir meira?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]