Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

 
Economics is extremely useful as a form of employment for economists.

- J.K. Galbraith.

Og ég sem hélt að það væri ekkert vit í þessum Kaynsistum. Hann á meira að segja fleiri góða:

In economics, the majority is always wrong.

Sem ætti að skoðast með hliðsjón af því að um miðbik tuttugustu aldarinnar var hann í meirhlutaliðinu (Kaynsistamegin) sem reyndist svo hafa rangt fyrir sér. Friedman og félagar sem bentu á rangindin virðast svo ekkert hafa rosalega mikið rétt fyrir sér heldur.

Svo eru líka svona heilbrigði viðhorf til skoðanamyndunar:

In the choice between changing ones mind and proving there's no need to do so, most people get busy on the proof.

laugardagur, nóvember 26, 2005

 
Fyrst Svanur Kristjánsson mælir með bókinni um Jón Ólafsson held ég að ég lesi ekki einu sinni aftaná bókina.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

 
Fallegt af Evrópusambandinu að lækka sykurstyrki. Ekki voða mikið samt. Það er voða undarlegt að nota atvinnuleysisrök gegn lækkunum þegar stórar sykurverksmiðjur og ríkir bændur eru á meðal helstu styrkveitenda CAPsins. Hefur líklega óveruleg áhrif. Ef evrópskur vinnumarkaður væri eins og íslenskur væri þetta hægur vandi.

 
Bókasafn Háskólans virðist hafa voða gaman af því að angra mann með meintu skilaleysi á bókum sem maður hefur skilað. Þegar þær finnast er svo hvorki tilkynnt um það né beðist afsökunar.

 
Pútin er hress púki.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

 
Skaðlegt undirverðlagning er hverfandi vandamál í þróuðu hagkerfi. Í vanþróuðu hagkerfi kann annað að eiga við. Fyrirtæki frá vesturlandi sem haslar sér völl í þróunarlandi getur hæglega rutt öðrum fyrirtækjum úr vægi vegna betri aðgangs að fjármagni, betri vinnuferla eða hvað annað. Það er frekar skynsamleg hegðun þar sem frumkvöðlar í þróunarlöndum (ef einhverjir) hafa jafnan slæman (ef einhvern) aðgang að fjármagni. Væri fyrirækjum rutt af markaði væri eina hættan á samkeppni að annað vestrænt fyrirtæki mætti á staðinn. Sé um að ræða starfsemi þar sem "lókal nóhá" skiptir máli er það ólíklegt. Af sömu ástæðu er reyndar ólíklegt að þessar aðstæður komi upp. Hins vegar mætti hugsa sér að þetta vandamál gæti komið upp í kjölfar þess að ríkisfyrirtæki er einkavætt og selt til félags á vesturlöndum.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

 
Hvað er skemmtilegra en smá deila þar sem menn kalla sendiherrann sinn heim? Ef ég væri utanríkisráðherra myndi ég jafnvel stofna sendiráð til að geta lent í svona deilu. Enn betra væri að lýsa sendiherra hins ríkisins persona non grata.

 
Útlendingaeftirlitinu í Noregi stendur ekki á sama um hvað fólk giftir sig oft.

Leikur ASÍ og SA er hálfbjánalegur. ASÍ hlýtur að vita að það væri óðs manns æði (full djúpt í árina tekið) að vera með eitthvað vesen eins og sakir standa. Þeir eru að hóta því að skaða félagsmennina sína. Ætli leikjafræðin myndi þá ekki segja að höfuðatriðið sé að allir trúi því að ASÍ sé ekki að blöffa. Principle-agent kenningar myndu segja að forkólfar ASÍ séu ekki að blöffa enda vita þeir að versnandi efnahagsástand (jafnvel vegna aðgerða ASÍ) myndi skrifast á reikning ríkisstjórnarinnar. Þeir yrðu áfram forkólfar en líkur samfylkingarinnar á að góðri kosningu 2007 myndu aukast. Hvort sem ríkisstjórnin tekur agnið eða ekki kemur fyrsta ASÍ vel út. Svokallað "win-win" jafnvel.

mánudagur, nóvember 14, 2005

 
Kirkjan og stjórnmálaflokkar ekki skattskyld með vísan til almenningsheillar. Löggjafinn er grínari.

Eins og Jón Ólafsson. Hann er í miklu stöði.

 
3. gr. laga um framkvæmd samnings um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn fjallar um alþjóðlegt eftirlit og hljóðar svo: Eftirlitsmönnum sem starfa á grundvelli samningsins er heimilt að framkvæma hér á landi eftirlit sem kveðið er á um í samningnum í þeim tilgangi að fylgjast með því hvort Ísland framfylgir samningsskuldbindingum sínum. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og Geislavarna ríkisins skulu vera viðstaddir slíkar skoðanir.

Það tekur jú enginn eftir tilraunum með kjarnavopn.

föstudagur, nóvember 11, 2005

 


Viðskiptajöfur


Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?

mánudagur, nóvember 07, 2005

 
This city desert makes you feel so cold.
It's got so many people but it's got no soul
- Gerry Rafferty

Þetta fólk hefur hins vegar sál.

föstudagur, nóvember 04, 2005

 
Á baksíðu moggans sagði frá bíræfnum manni sem flutti með sér 25 iPod spilara til landsins frá Ammeríku. Bíræfnum! Maður myndi nú halda að ríkisvaldið sé bíræfið fyrir að leyfa manninum ekki að eiga þessi tæki: "Bíræfið ríkisvald stelur á þriðja tug iPod spilara". Rænir væri kannski réttara þar sem ríkisvaldið beitti hótun um ofbeldi við verknaðinn.
Auðvitað er upplýsingaréttur um gögn sem varða samskipti við önnur ríki takmarkaður. Það er nefnilega engin spilling eða baktjaldamakk í alþjóðakerfinu. Neibb, engin.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

 
ISG fer valla í fýlu útí JÞS? Í hennar sporum þætti mér vandræðalegt hvað hagfræðingar sem ættu að vera vinir mínir eru mikið að mótmæla mér opinberlega. Kannski ætti hún að tala við þá?


Í alþjóðlegum viðskiptasamningum er jafnan bara samið um vörur og stundum líka þjónustu. Dettur engum í hug að fólkið vilji líka ferðast um heiminn? Nei nei, það er bara flokkað í erlent vinnuafl, ólöglega innflytjendur, almenna útlendinga, ferðamenn og eitthvað sona sem má helst ekki fara neitt. Nema erlenda vinnuaflið og ferðamennirnir mega stundum koma en verður að fara aftur.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

 
Það er rosamikilvægt að ekki sé millilent með fanga sem á pynda bara hvar sem er. Fangar eiga sko líka mannréttindi, eins og réttinn til beins flugs í pyndingarklefann.

Í huga Össurar Skarphéðinssonar virðist þetta fyrst og fremst snúast um misnotkun Íslands. Hvað með fólkið sem á að pynda?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]