Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, maí 30, 2006

 
"It is by the goodness of God that in our country we have those three unspeakably precious things: freedom of speech, freedom of conscience, and the prudence never to practice either of them."
- Mark Twain

Mikil er mildi guðs.

 
Mittel-Arcelor dæmið er einkar hressandi, ef maður bara skyldi það.

Það er kolklikkaður rithöfundar að agnúast út í verðtryggingu í mogganum líkt og hann gerir reglulega. Þetta eru svo indislegar greinar mann langar helzt að vera með honum í liði. En menn geta auðvitað fengið sjer óverðtryggð lán eða swoppað breytilegum fyrir fasta veksti. Eða eitthvað.

mánudagur, maí 29, 2006

 
Það er ekki gaman að lesa fréttir frá Congo.

Smá aktífismi:

föstudagur, maí 26, 2006

 
„Í pólitík snýst þetta um að toppa á réttum tíma..." segir Dagur Bergþóruson Eggertsson. Það er gott til þess að vita að menn eru með það á hreinu um hvað pólitíkin snýst. Hann er nú reyndar ekkert fyrstur til að segja eitthvað sona. Það lýsir ekki miklum metnaði að hafa aðeins áhuga á því að vera vinsæll þegar það er kosið.

Hvað um það. Vísir.is menn hvaðan ívitnun þessari var stolið velja að nota útlenskar gæsalappir utan um tilvitnunina. Það er auðvitað hrikalega sjoppulegt.

Jeg sakna þess mikið að fá ekki fleiri kosningasímtöl, ekki það að jeg vilji mörg. Þetta er bara sona uppá sjálfsálitið.

miðvikudagur, maí 24, 2006

 
Þegar jeg skilaði hagfræðiritgerðinni minni fjekk jeg kvittun. Hjer eru formlegheit sem lagadeildin hefur ekki tekið upp á. Sem er merkilegt, nema unnið sé eftir kenningunni „nemandafíflin geta ekki gert neitt rjett andstætt stjórnsýslutöffurunum".

Kirkjan hefur verið að fjalla um DaVinci lykilinn að undanförnu á áróðursvef sínum. Það er skemmtilegt að lesa svör kirkjunnar manna við skáldsögu Brown. Kirkjunnar menn beita ad hominum rökum, tala í kross við Brown eða svara einhverjum öðrum en honum.

Samsæriskenningar um kirkjuna bera henni fagurt vitni. Fyrst hægt er að selja all-fjarstæðukenndar hugmyndir í trukkatali (e. by the truck loads) af hverju trúir fólk á guð?

Til marks um það hve mikið þarfaþing kvittanir fyrir verkefni geta verið má nefna það að í prófi í skattarétti nú vor uppgötvaðist að verkefni nemanda var týnt.

mánudagur, maí 22, 2006

 
Skrítið að sitja í sólinni og horfa á snjókorn bráðna á bringunni á manni á meðan parið í gufunni ræðir framtíð sambandsins síns. Pör sem ræða vandamál sín í gufunni eru reyndar daglegt brauð, það er snjókornið sem er sjaldgjæft.

sunnudagur, maí 21, 2006

 
"Er að prófa nýja símann og sjá hvernig það gengur kv. kv. pabbi" stóð í SMS skeyti sem mjer barst. Reyndar allt í hástöfum. Jeg myndi segja að honum gangi ekki vel að prófa nýja símann sinn. Þetta var ekki pabbi minn.

föstudagur, maí 19, 2006

 
Semi-súrrelismi: Stúlka, sem líklega myndi flokkast undir að vera gella, kaupir síkó og eldhúsrúllur áður en hún brennir af stað á pikköpp.

- "we are missionaries. do you mind if we ask you a few questions?"
- "you mean, about god, the universe and everything?"
-"yes"
-"no. Have a nice day"

Af hverju ber fólk ekki fram stóra stafi?

mistókst að vísa túrista í húsið við hliðaná mjer!

42

fimmtudagur, maí 18, 2006

 
Í nýjasta hefti áróðurstímarits fjármálaráðuneytisins eru kirkjumál flokkuð með fræðslu og menningarmálum! Það var þó! Þetta er auðvitað bara hroki og dónaskapur í kirkjunnar mönnum.

„Gleymdist í góðærinu" er skemmtilegur frasi, enda stuðlaður. Hefur svipað yfirbragð og: „Barn gleymist í leikskóla". Þetta er bara eitthvað sem er hræðilegt, hræðilegt.

 
Það er gaman að svona greinar sjeu skrifaðar á sama tíma og svona. UJ er nú samt á grensunni með að geta gagnrýnt HD á þessum forsendum. Manni sýnist vera sama meistaradeild-Júróvísjón-pulsupartý stemmingin hjá þeim líka. Sem er annað en með íhaldsmennina. Þeir há hatramma baráttu fyrir rétti mann til þess að segja eitthvað sem er kolrangt og heimskulegt án þess að aðrir bregðist ókvæða við. En eins og menn vita hefur margur fordómapúkinn farið flatt á því að opinbera fordóma sína (jafnvel í blönduðum selskap).

Í ljósi þess að lagafrumvörp þurfa ekki að uppfylla nein skilyrði um form legg jeg til að einhver þingmaður leggi fram frumvarp sem er mynd og segi í framsöguræðu: „hafiði þetta, íslenzkupúkar!"

Ég held að það yrði ódauðleg þingræða sem myndi endurreisa virðingu alþingis.

miðvikudagur, maí 17, 2006

 
Það er nánast orðin skylda hvers trúleysingja að fara á DaVinciCode eftir að allt kristna pakkið klikkaðist (nemlig færeyingar).

Í dag er Grundlovstag í Noregi. Þá fara Norðmenn í skrúðgöngu. Það er gaman. Stjórnarskrá Norðmanna var einmitt samþykkt á Eiðsifjavöllum þennan dag 1804.

þriðjudagur, maí 16, 2006

 
In the last major football scandal to hit Italy, AC Milan and Lazio were relegated to Serie B in 1980 after an investigation into match-fixing and illegal betting" segir á vef bbc. Þeir eru hressir á Ítalíu. Í nýja skandalinn flækist svo Agnelli-fjölskyldan (sem á Fiat) og ráðherrar úr ríkisstjórn Berlusconi (en hann á einmitt AC Milan). Spitze.

Svo er Liverpool bara að leita sér að fjárfestum.

mánudagur, maí 15, 2006

 
Sjálfstæðsimenn styttu ákvörðun Eyþórs og áform hans." Síðari stafsetningarvillan er af því tagi sem jeg gæti gert.

föstudagur, maí 12, 2006

 
Það er voða hefðbundið að spyrja fólk með hvaða liði að haldi í fótbolta eða með hvaða stjórnmálaflokki það haldi í pólitík. Maður er hins vegar aldrei spurður að því hvað maður telur vera gott líf eða hvers konar vísindaheimspeki maður aðhyllist.

Á sunnudaginn byrjar svo íslenski boltinn öllum til ánægju og yndisauka.

fimmtudagur, maí 11, 2006

 
Tvær konur fara inn í sama strætisvagninn og kveðjast. Skrítið? Þær bara þola ekki hvor aðra. Skemmtanagildið liggur á milli þess að láta sér leiðast í strætóskýli og horfa út um gluggann í bílferð um bæjinn.

Undarlegu virkjanagreinarnar í mogganum tengdar bók Andra Snæs fá mann til þess að huxa: hvað er maðurinn að gefa út sjálfshjálparbók? Hann hefði betur gefið út barnabók.

þriðjudagur, maí 09, 2006

 
Upplifun mín af kosningabaráttu sjálfgræðisflokksins: d-man og stúlka sem hringir í mig og hvetur til að kjósa flokkinn þar sem villi sje svo frábær.

Djö., æði, má maður kjósa tvisvar?

 
Fréttamaður ofurstöðvarinnar NFS sagði í gær að Baugur væri orðinn stærri en Ísland. Þetta var fengið út með því að leggja saman veltu í öllum félögum sem Baugur á hlut í. Nú er gaman að segja frá því að jeg er orðinn stærri en Reykjavík enda hleypur samanlögð velta félaga sem jeg á hlut í á hundruðum milljarða.

 
"I was starting to think about him in January, February and March," sagði Erikson um Walcott. Maðurinn er soldið lengi að ræsa gömlu kvörnina.

Undanfarið hef jeg orðið vitni að mörgum athyglisverðum samtölum (ekki það að jeg hlusti). Núna sje jeg heiminn með ofurlítið öðrum hætti.

sunnudagur, maí 07, 2006

 
God made the races separate - we shouldnt interfere!
- Veitekki

Þannig er það nú. Það er eins og biskupinn hefur bent á margt hlægilegt í kristninni.

 
Alltaf skal jeg huxa um leikjafræði þegar jeg les symbolic interactionisma (kannski táknvirkni á íslenzku) dót.

 

The issue of gay clergy is splintering the Anglican Church.

A number of Anglican provinces have already broken with the American church, which they believe is pursuing a liberal, unbiblical agenda

segir hér. Þetta er frábært. Um að gera að fá meiri upplausn í kirkjuna. Blessuð kirkjan hefur ekki fengið almennilega upplausn síðan einhvern Lúther hengdi einhvern skeinipappír á eitthvert kirkjuskriflið.

Reyndar með ólíkindum að menn skuli voga sjer að fara gegn biblíunni. Það hefur allt verið á niðurleið síðan menn þýddu Vulgata. Skömm að því hversu margir eru með Biblíu á sínum heimilum sem ekki eru á latínu. Hvaða túngumál halda menn eiginlega að gvöð hafi talað?

laugardagur, maí 06, 2006

 
Börn gvuðfræðinga eru mjög líkleg til þess að verða trúuð. Menn skyldu hafa það í huga við endurskoðun ákvæða laga um ættleiðingar og tæknifrjóvganir.

You're my lover
Undercover
You're my secret passion and I have no other

You're a fire
And desire
When I kiss your lips, you know, you take me higher
- Elena Paparizou

Tekstinn í þessu sigurlagi Júróvísion 2005 er skilgreiningin á ljelegu rími. Fire-desire er líklega ódýrarasta rím í heimi. En svo bætist við lover-cover og me-me! Sona eru þessar símakosningar, dómnefndir hefðu aldrei hleypt þessu lag í gegn.

föstudagur, maí 05, 2006

 
Þar sem ég gékk inn í búningklefa Sundhallarinnar heyrði ég hvar úngur drengur lýsti því yfir að yrði sparkaði í hann myndi hann sko sparka til baka. Það er ógnarjafnvægi í Sundhöllinni.

miðvikudagur, maí 03, 2006

 
Skemmtilegt að síða stjórnarráðsins um "financial stability" sé tóm. Minnir mjög á fjármálastjórnina, alveg lens. Fred Mishkin er hins vegar ekki lens.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]