Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

 
Þrisvar hef jeg sjeð Maniken styttuna. Hún er alltaf jafn hallærisleg og skrítið kennileit. Eigi að síður er það áhugavert hvað japanskir túristar eru duglegir við að stoppa við þetta og taka nokkrar myndir.

Svo að maður snúi út úr fyrir C. Eastwood "Það er til tvenns konar fólk í heiminum, þeir sem mæta tímanlega og þeir sem hlaupa. Jeg hljóp".

Það er reyndar hálft gamanið við lestarferðir og lestarstöðvar þegar fólk hleypur til og frá til þess að ná lestinni sinni. Lestin mín var svo reyndar sein.

Löffræðingar eiga það til að vera svolítið takmarkaðir. Og það skortir gjarnan alla ástríðu í þá. Það getur reyndar verið erfitt að hafa ástríðu fyrir löffræði.

En Posner: "[...] (knowledge that the law is violated creates disrespect for law generally) is the kind of point that lawyers love to make but lacks either theoretical or empirical support [...]" (1992, bls. 310-311) hress. Þessar tvær ástæður eiga líklega við um marga vitleysuna.

föstudagur, nóvember 24, 2006

 
Langlífisafleiða. Einmitt. Fínt. Veðjum á dauðann.

 
Þetta er svo índíslega órökrjett.

Fyrst þá skapar gvöð allt. Samt er illt. Hann skapaði samt ekki illt. Einmitt.

Kærleiksríki gvöðinn sem skapaði heiminn og skapaði ekkert illt er sá hinn sami og í eyddi Sódómu og Gómorru, drap fólk sem tilbað gullkálf og ljek sjer að því að pynda Job. En „Sá Guð sem við trúum á er góður" og getur ekki hafa skapað illsku.

En gvöð sumsje skapaði manninn. Samkvæmt greininni er„[h]æfileikinn til ills [...] meðfæddur“. Ef til vill stökkbreyttist maðurinn í illsku en það rímar illa við kenninguna um syndafallið og ástæðu
meintrar sjálfmorðshvatar Jesúsar.

Meðfædda illskan umbreytist reyndar í kenningu um frjálsan vilja mannsins síðar. Það er ekkert verra en sköpunarmótsögnin.

Höfundur tilvitnaðrar greinar er lektor við gvöðfræðideild.

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

 
skírlífisball (e. chastity ball), jómfrúardýrkun (e. virgin cult).

Asskoti getur hagfræði verið mikill fúnksjonalismi, nytjahyggja og íhaldssemi. Hvernig útskýrir svoleiðis fræðigrein það þegar einstaklingur leggur mikið á sig til þess að breyta skynsömu nytjafjalli annars (átt er við fortíðarþrá (e. nostalgia))?

Dýnamísk aðlögun að nýju jafnvægi er ágætt svar. Heyriði það pabbalingar í Ammeríku sem farið með dætrum ykkar á skírlífisball!

Eigi að síður mun skynsamlegra en að fara með 12 ára barn í hryllingshús sem kynnir barnið fyrir helvíti.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

 
Af gefnu tilefni þykir rjett að taka fram að F.A. Hayek var uppi á tuttugustu öld.

 
In the beginning the Universe was created. This has made a lot of people very angry and has been widely regarded as a bad move.
- Douglas Adams

föstudagur, nóvember 17, 2006

 
Rjett í þessu sá maður ruslakadla vinna gegn stöðluðum kynjaímyndum. Sorphirðusjálfrennireiðin þeirra var full af tuskdýrum. Fínt.

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

 
Vísindakirkjunni tekst að vera meiri karlrembur en þeirri katólsku.

"Now Groom, girls need clothes and food and tender happiness and frills, a pan, a comb, perhaps a cat. All caprice if you will, but still they need them,"

"Hear well, sweet Bride, for promise binds. Young men are free and may forget. Remind him that you may have necessities and follies, too."

Fyrir þá sem ekki vita eru það duttlungar (caprice) og heimskupör (follies) sem einkenna konur.

 
Maður hlýtur nú að halda aðeins með Segolene sem vinnr líklega sósíalista kosningadnar í dag. Hún er minna klikkuð en Strauss-eitthvað og Holland-eitthvað. Líkt og aðrir Frakkar er hún samt klikkuð. Svokallað hugtaksatriði.

Sarkozy-Segolene verður svo spennandi. Annars vegar fullíhaldssamur innflytjendasonur sem gæti komið með dash af kapítalisma og hins vegar flott kona sem er allt sem miðaldra, gráhærðu kerfiskadladnir úr Grand Ecole de Administration sem hingað til hafa ráðið öllu eru ekki. Sarkozy er reyndar ekki heldur í hefðbundnu klíkunni.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

 
Reports that say that something hasn't happened are always interesting to me, because as we know, there are known knowns; there are things we know we know. We also know there are known unknowns; that is to say we know there are some things we do not know. But there are also unknown unknowns - the ones we don't know we don't know.
- Donald Rumsfeld

Þetta er eitthvað svo barnslega einfalt og heiðarlegt.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

 
I think I've crossed the Rubicon
- Strolling Bones

Þá ætti maður ekki að enda við Gágamela.

Kabíla ætlar bara að vinna í Kóngo eins og við var að búast.

mánudagur, nóvember 13, 2006

 
Hugsunin [fyrir nokkrum áratugum] var [...] sú að sýna skyldi hlutleysi og börnin gætu síðan valið hverju þau vildu trúa þegar þau væru orðin stór. Þetta er algjör firra og róttækur grundvallarmiskilningur. Nánast jafn vitlaust og halda því fram að ekki skuli kenna börnum að tala fyrr en þau séu orðin stór og geti þá valið sér móðurmál.
- Úlfar Guðmundsson

Þetta er geðsýki. Með trúarlegri innrætingu úngra badna vill þessi maður meina að dagfarsprýði aukist, það dragi úr ofbeldi, fíkniefnaneyslu og firringu og gvöð veit hverju.

Gefum okkur nú að það sje rjett, helgar tilgangurinn meðalið? Er mikilvægara að lokka úngabödn til fylgilags við Jesúm en að haga sjer með siðferðilega rjettum hætti gagnvart þeim?

 
Skemmtilegt að sjá Sigurjón Þórðarson halda því fram í kastljósi að aukið framboð skekki markaðinn með þeim hætti að rjett sje að hætta með markaðinn í Silfri Egils. Hann notaði reyndar hugtök á borð við markaðslaunakerfi og erlent vinnuafl.

Þessi umræða um útlendinga er ekki einu sinni yfirborðskennd.

sunnudagur, nóvember 12, 2006

 
Þetta er frekar ótrúlegt. Dauðarefsingar og læti. Vinalegir póstar sem borist hafa aðstandendum vefsíðunnar.

Þess má geta að eina manninum sem bjargað var frá Sódómu af gvöði þótti ekkert óeðlilegt við það að bjóða dóttur sína til nauðgunar til þess að friða æstan múg.

föstudagur, nóvember 10, 2006

 
Ætli það sje nokkuð vit í þessum manni sem kennara?

 
Gender is socially constructed.

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

 
Repression is civilization

 
Economics is functionalism

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

 
Bölsýni og firring á Vesturlöndum eru púnktur sem kirkjan á til að taka. Og hefur sossum rjett fyrir sjer hvað það varðar. Hins vegar:

Erfitt reynist að ganga gegn slíku á grundvelli hefðbundinna og sameiginlegra viðmiða, gilda og kennivalds.
- Biskupinn

Þetta er ótrúlega fyrðulegt ef maður skilur manninn rjett. Það er erfitt að standa gegn gvöðleysi samtímans á grundvelli kennivalds! Á hann við að kirkjan (kennivaldið) sé ekki nóg sterk til þess að kveða niður fordóma (trúarbrögð eru reyndar gegnsýrð fordómum). Eða á maðurinn við að allir sjeu svo skynsamir að þeir neiti að láta huxa fyrir sig? Altjent verður helst ráðið af pistlinum að biskupinn vilji sjá um að huxa fyrir fólk.

Og svo kemur alvöru dónaskapurinn:

Trúarbrögðin eru samt komin á dagskrá, þau sækja fram til áhrifa, og í nafni trúarbragða er efnt til liðsafnaða, heilagra stríða og krossferða. Svo höfum við á hinn bóginn hatramma og þröngsýna heimshyggju sem hamast gegn trú í sérhverri mynd.
- Sama

Einmitt. Takk fyrir. Jeg er hatrammur og þröngsýnn á meðan biskupinn er í krossferð.

 
Í gær rakst jeg á hið nýja Ísafold. Þar er grein um Krossinn. Hún er full-jákvæð. Það er ömurlegt að menn láti sjer detta í hug að skrifa slíkar greinar. Sjer í lagi þegar í ljós kemur að fólkið í krossinum aðhyllist stórhættulegar kenningar um endurkomu krists.

mánudagur, nóvember 06, 2006

 
Norðmenn eru ekki metnaðarfullir. Virkuðu nánast eins og meiri smásálir en Íslendingar. Ósló er hóflega áhugverð. Það reyndist engin lygi.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]