Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, janúar 08, 2007

 
Nú er til eftirspurn eftir sætu morgunkorni sem of mikil. Hvernig má það vera? Hagfræði spyr ekki um smekk. En börn sem horfa mikið á sjónvarp hafa tilhneigingu til þess að telja sætt morgunkorn hollara en hin sem horfa lítið á sjónvarp. Sjálfsagt má gefa sjer að af því stafi að minnsta kosti smá hliðrun á eftirspurnarferlinum. Hagfræðingurinn myndi þá segja að nýtt jafnvægi myndaðist sem væri hagkvæmt (þó að hagfræðingur sje almennt ekkert endilega á því að auglýsingar skipti máli).

Sem er skrýtið. Það er gefið að fólk sje homo economicus. Vitandi allt er hann ómeðvitaður um að eftirspurn eftir morgunkorni er röng þar sem hann vanmetur hætturnar sem felast í því að borða mikið sætt morgunkorn! Það gengur auðvitað ekki upp. Homo economicus hlýtur að sjá í gegnum svona rugl.

Babbara, þá eru komin rök fyrir lýðheilsustöð (og því að hætta að nota homo economicus). Þar myndi starfa fólk sem starfaði við að bæta sona hluti. Vandinn er sá að fólk styrkist í skoðunum sínum við koma þeim mikið á framfæri og því yrði of mikil viðleitni í hina áttina og fólkið yrði svipt möguleikanum á að gæða sjer á ljúffengu morgunkorni. Fyrir utan annars konar óheppilega viðleitni.


Þessu er ekki viðbjargandi, „Hjónabandið er búið að spilla frillulífinu“ (F.W.N.).

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]