Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, apríl 28, 2007

 
Allir langferdabilabilsstjorar fara i fylu ut i mig. Ekki fallegt.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

 
Það er eiginlega ekki hægt að blogga á sporrong og sleppa því að fara á lönnrot hostelið í Helsinki.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

 
„því ferli sem hér hefur verið lýst er blessun staðfestrar samvistar samkynhneigðra að breytast í vígslu. Þannig vígsla yrði sambærileg hinni ævafornu hjónavígslu karls og konu – en ekki það sama.“
- Pétur Pétursson í Morgunblaðinu 24. apríl 2007

Fyrst finnst manni orðhengilshátturinn, vandræðagangurinn og röglið í kirkjunnar mönnum hlægilegt. Þá man maður eftir umræðum (eða orðræðum eins og nútíminn kallar það) um „separate but equal“ og hinum hressa Brown vs. Board of Education dómi Hæstarjettar Bandaríkjanna en fyrir dóminn mátti senda lituð börn í sambærilegan skóla og hin hvítu - þó það væri ekki sami skólinn.

þriðjudagur, apríl 24, 2007

 
„Þá kveður stefndi að fjármál hans hafi á þessum tíma verið í töluverðum ólestri og hann því lítið sinnt þeim, meðal annars af hræðslu við að takast á við óreiðuna. Hafi hann á þessum tíma verið sinnulaus gagnvart þeim pósti sem hann hafi fengið, sérstaklega stofnanalegum pósti eins og frá Fjársýslu ríkisins. Hafi hann ekki opnað slíkan póst enda hafi hann talið sig vita efni hans. Hafi hann helst átt von á að í honum fælust leiðréttingarskýrslur og tilkynning um greiðslu orlofs. Mótmæli hann því þeim fullyrðingum stefnanda að honum hafi ekki átt að geta dulist að í póstinum væru launagreiðslur.“
-Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þriðjudaginn 24. apríl 2007 í máli nr. E-4351/2006

Yndisleg málsástæða. Heiðarlegt af stefnda að viðurkenna það að hann hafi fengið brjevin.

 
Nýkominn úr rækt rakst maður á stjörnuspánna:

Bogmaður: Innra með þér vex þörf fyrir að sanna þig. Þú ert ekki í skapi fyrir megrun eða hreyfingu, svo snúðu þegar að heilanum og hæfileikunum.“

Jeg hefði sumsje betr valið fyrirlesturinn í hádeginu.

mánudagur, apríl 23, 2007

 
Mjer er sagt að sögnin „að erja“ sje fornt mál og úrelt. Sem mjer þykir með miklum ólíkindum enda nota jeg hana alltaf. Og Gaukur Jörundsson. Jeg og Gaukur.

Þá má geta þess að það er víða búsældarlegt í sveitum landsins. Jeg hefi samt aldrei kunnað við Húnavatnssýslu.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

 
People are crazy and times are strange
- Bob Dylan

Væntri hnignun karlmennskunnar í samfjelaginu er tekið með kostum og kynjum. Sumum karlmönnum finnst þetta erfitt. Kannski af því að fótbolti, bjór og almennt kæruleysi eru meira kúl en peysur í pastellitum, bleyjuskipti og umhyggja.

Hefur hins vegar ekkert með það að gera að konformismi sje mikilvægari en það að vera góð manneskja.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

 
Viss kjerga gerði vart við sig eftir að Karl var kokkálaður.

Karlmennskan er vízt að deyja. Nema hjá Shakiru:

For you, I'd give up all I own
And move to a communist country
If you came with me, of course
And I'd file my nails so they don't hurt you
And lose those pounds, and learn about football
If it made you stay, but you won't, but you won't
- Don't bother 2005

En þar sem nútíminn er klám endum við líklega allir á því að verða nautnaviðföng. Maður bíður bara eftir því að vera tekinn á löpp.

Það liggur við að þetta kalli á Coke Zero.

 
Hicks said: "Rafa's under contract and he told me his wife has said that if he ever did go he would have to go without her because she is staying in Liverpool."
- BBC

Skemmtilegt hvað allir eru miklir fjölskyldumenn í Liverpool.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

 
Afnám launaleyndar virðist vera aðalmálið við jafnstöðufrumvarpið sem ekki var samþykkt af alþingi. Sem er mjög sjerstakt. Ákvæðið sem afnema átti launaleyndina var ekki beinlínis líklegt til þess að jafna kynbundinn launamun. Fyrir því eru nokkrar ástæður, helst sú að afnám launaleyndar með þeim hætti sem valin var í frumvarpinu er ekki sjerlega líkleg til þess að auka gagnsæji í verðum (sem eru líklega rökin fyrir einleitari verðlagningu). Á sumum hvíla samningsskyldur um skýra engum frá launum sínum. Margir brjóta þær. Aðrir ekki. Við það að allir hafi heimild til þess að skýra frá launum sínum fjölgar ekkert endilega þeim sem skýra frá launum sínum. Að fólk skuli hafa nennt að rífast um þetta ákvæði er í þessum skilning furðulegt en eigi að síður mjög í takt við hefðbundna þjóðfjelagsumræðu.

Svo má deila um hamingjuáhrifin af því að hafa lista laun starfsmanna hangandi inni á kaffistofu. Aukin vanlíðan hinna „relatively deprived“ gæti vel verið meiri en sem nemur launahækkunum þeirra.

mánudagur, apríl 09, 2007

 
Hinn andlegi hafís guðleysisins lónar fyrir landi, og ískalda og vonarsnauða þoku stafar frá honum
- Karl Sigurbjörnsson

Þetta er nú soldið særandi. Sambærileg ummæli viðhöfð um skráð trúfélag hér á landi væru á jaðri þess að teljast ólögmæt í skilningi 125. gr. hegningarlaga.

laugardagur, apríl 07, 2007

 
Á stærri trúarhátíðum evangelísku lúthersku þjóðkirkjunnar er stundum fundið að því að fólk þekki ekki þá atburði sem haldið er uppá eða grátið yfir eftir atvikum. Enda er það merki um agalega efnishyggju og firringu.

En samt ekki. Trúarbrögð eiga mun meiri möguleika á að komast af ef þeim fylgja siðir sem eru einfaldir í framkvæmt og auðvelt að kenna öðru fólki (almennt börnunum). Það þurfa því ekki allir að þekkja ástæður hinnar tilteknu framkvæmdar heldur þarf athöfnin bara að vera einföld og sæmilega þægileg. Þegar gvöðinn sem fylgir með hefur sæmilega mannlega eiginleika eru trúarbrögðin enn þægilegri. Með því að fylgjast með því hvernig annað fólk hagar sér fáum við hugmynd um hvernig gvöð hagar sjer - fyrir utan auðvitað gvöðlegu eiginleikana. En þeir eru ekkert voða flóknir.

Fyrir kirkjuna er því líklega bezt að fólk einbeiti sjer lítið að kennisetningum en meira að athöfnunum. Alþýðan ætti fremur að velta því fyrir sjer hvað eigi að vera í páskamatinn en því hvort oblátuát sje ekki í raun metafórískt mannát.

Öll umræða um svokallað íbúalýðræði er á hræðilega lágu plani. Það mætti halda að þetta væri eitt af hinum svokölluðu þjóðmálum.

miðvikudagur, apríl 04, 2007

 
And I try, oh my God do I try
I try all the time in this institution
And I pray, oh my God do I pray
I pray every single day for a revolution
- 4 non blondes.


 
Og þá eru Liverpool komnir í efsta sæti hjá veðbönkunum hvað áhrærir meistaradeildina ásamt einhverjum klúbb frá innsveitum englands.

Þessar kosningar verða frekar mikið leiðinlegar ef „aþþí kebab er vont eiga tékkar ekki að vinna á Íslandi“ og álumræður verða í forgrunni. Jeg held jeg fari til útlanda í byrjun maí.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

 
Þetta er nokkuð töff.

 
Þegar herinn tók við völdum í Bangladesh lofaði hann straks kosningum. Núna er herinn ekki viss, þetta lýðræði er jú svo spillt, óstöðugt og á allan hátt vandasamt. Frekar kunnugleg saga.

Önnur útgáfa væri svo: kosinn er forseti í nýlýðræðisríki sem styrkir völd sín töluvert til þess að ráða við ólguna. Þegar hið heimila tveggja kjörtímabila tímabil er liðið er stjórnarskránni breytt.

Þrátt fyrir daður Pútíns við stjórnarskrárbreytingu hefur fólk eigi að síður litlar áhyggjur af stjórnarfarinu í Rússlandi. Í einhverjum skilningi er þetta líka ekki annað en afturhvarf til þess stjórnarfars sem hefur verið við lýði frá innrás Mongóla.

mánudagur, apríl 02, 2007

 
Ekki skilur maður hvað frjálslyndir hafa á móti Eistum, Lettum, Litháum, Pólverjum, Ungverjum, Slóvökum, Slóvenum og Tékkum. Það er eitthvað hjákátlegt við það að vilja kenna fólki sem á sér merka sögu og mikinn menningararf um íslenskan bændakúltur. Kannski var rangt af Íslandi að viðurkenna sjálfstæði baltnesku ríkjanna?

Það er leitt að stemmingin sem myndaðist í kringum „útlendingalögin“ á sínum tíma hafi ekki enst betur.

Það hefði verið nær að stjórnmálaflokkarnir hefðu samþykkt að birta aðeins siðlegar auglýsingar frekar en þetta útgjaldaþak. Ekki þar fyrir að blöð eigi að birta sona.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]