Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, júlí 30, 2007

 
Hjer í lýðveldinu naut vaska tíkin Lassý mikilla vinsælda um árabil. Hún mun vera einn þriggja tilbúinna karaktera sem á sjer stjörnu á Hollywoodbreiðgötu.

föstudagur, júlí 27, 2007

 
Hjer í lýðveldinu var haldin ráðstefna um skatta og framleiðni. Því miður komst jeg ekki. Miðað við frásögn morgunblaðins missti maður nú ekki af mjög miklu. Það er enginn stóri sannleikur að framleiðsla á mann er lægri í evrópu en bandaríkjunum og skattar að sama skapi hærri.

Það sem vantar en hefur e.t.v. komið fram á ráðstefnunni er hvers vegna framleiðsla á unna klukkustund er hærri í sumum evrópuríkjum en bandaríkjunum (t.d. Frakklandi). Fyrir utan svo hið augljósa að ekki er talinn með í þjóðhagsreikningum sá sem tími sem maður ver í að framleiða notalegar stundir úti í garði með skemmtilega bók um norður-evrópska sögu. Já eða tíminn sem fer í að henda gaman af friðflytjandanum Ingibjörgu Gísladóttur.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

 
Hjer í lýðveldinu tíðkast að tala um þjónustugjöld. Í Föreyjum tíðkast hins vegar að tala um ómaksgjöld sbr. Það er mun fallegra orð.

Fallegasta orðið?
Kergja
Skirrur
Kokkála
Ómaksgjöld
Barlómskráka
pollcode.com free polls

miðvikudagur, júlí 25, 2007

 
Hjer í lýðveldinu er skrílsmenningin ríkjandi.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

 
Hjer í lýðveldinu er hlutlæga verðmyndunarkenningin allsráðandi.

Í DV í gær heldur starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins því fram að tollar hafi takmörkuð áhrif á verð á landbúnaðarafurðum. Þar beitir hann ekki hlutlægu verðmyndunarkenningunni heldur fyrst og fremst rangfærslum og ónákvæmni. Röksemdir fylgismanna landbúnaðarkerfisins má súmmera svo:
1) Tollar hafa takmörkuð áhrif á verð sbr. tollfrjálsar vörur sem eru dýrar
2) Lækkun virðisaukaskatts hafði ekki áhrif á öllum sviðum (nú hægt að útfæra empírískt en áður mátti byggja á hefðbundna rekstrarhagfræðilíkani fullkominnar samkeppni)
3) Röksemdir tengdar gæðum, þjóðlegum metnaði, náttúruvernd og fleiru

Það er rjett að tollar geta haft takmörkuð áhrif, það veltur fyrst og fremst á teygni. Þó einnig því hvort komið sje á kvótum í stað tolla. Tollkvótar á Íslandi hafa gjarnan verið afar dýrir. Þó að sumir tollar hafi lítil áhrif leiðir það ekki til þess að eðlilegt sje að halda í þá.

Ef maður gefur sjer að efnahagskerfið sje aldrei í jafnvægi heldura sveiflist líkt og sínusbylgja í kringum það er augljóst að einhver atvinnugrein mun ekki lækka verð þegar virðisaukaskatturinn er lækkaður af því að boginn var spenntur of hátt fyrir. Sú var raunin með ferðamennsku.

Þetta er sumsje allt kolrangt nema þrjú má halda fram í blönduðum selskap á síðkvöldum. Það er eigi að síður heimóttarlegt.

Á forsíðu blaðsins í dag er umfjöllun um of mikinn fjölda lyfjabúða. Það er byggt á skoðun Páls Péturssonar. Hann byggir á íbúafjölda per lyfjabúð á norðurlöndum. Lyfjaneytendur, sem eru gjarnan sjúklingar og veikt fólk, eiga betra skilið en að ríkið kenni lyfjafyrirtækjum um hátt verð og lyfjafyrirtæki kenni ríkinu um hátt verð. Það er frekar augljóst að tvíkeppni og ljelegt regluverk valda háu lyfjaverði. Leiðir til úrbóta eru margar augljósar. Að nýta pólitískt kapítal í hjal um fjölda lyfjabúða er hallærislegt. Það er eitthvað sem kommarnir gerðu um miðbik tuttugustu aldarinnar til þess að sýna fram á íburð kapítalismans og sóun.

Fyrir einhverja undarlega tilviljun virðist fjöldi íbúa um apótek vera fall af íbúaþjettleika Norðurlanda.

íbú/apó íbú/fkm
Ísland 5455 2,9
Finnland 8713 15,5
Noregur 8460 12
Svíþjóð 10295 20
Danmörk 16898 126

Til þess að ná danska hlutfallinu er því einfaldast að flytja inn tólfmilljónir og þrjúhundruð þúsund manns.

 
Hún bjó lengi á götunni grey tíkin. Þessi tilfinningaríka og næma tík varð heimsfræg enda fórnaði hún lífi sínu fyrir vísindin.

Geimhundurinn Laika ljest fyrir tæpum 50 árum en þann 3. nóvember verður hálf öld liðin frá því að hún varð fyrsta lífvera jarðarinnar sem hætti sjer út í geim.

sunnudagur, júlí 22, 2007

 
Erindið úr hávamálum sem hefst á "deyr fé" er orðið útjaskað. Það er leitt. Erindið er ágætt.

"Það er leikjafræðilegt atriði að velta fyrir sér kostum mótaðilans út frá þeim upplýsingum sem hann hefur í höndum - það er ekki tilfinningaleg athugun heldur efnisleg."
- FOK

Satt. Eigi að síður ekki óháð gildismat, tilfinningum eða siðferði. Leikjafræði byggir á homo rationalis/homo economicus líkani. Það hentar stundum. Eigi að síður er vafasamt að nota það á mannleg samskipti, ekki hvað síst einstök tilvik. Enn síður þegar um er að ræða glæpi. Hin litlu tengsl sem eru á milli refsinga og glæpatíðni bera því augljóst vitni. Það er því vafasamt að greina hvarf telpunnar með hjálp leikjafræði þó að augljóslega muni tæmandi talning valmöguleika mannræningjanna innihalda þann kost sem þeir velja.

fimmtudagur, júlí 19, 2007

 
Nýji diskurinn Avril Lavigne The Best Damn Thing er slakur. Mann grunar helst að hún sje skotinn í einhverjum hallærisgæja. Gæti jafnvel verið nýgipt og látið spila lagið Iris með Goo Goo Dolls í brullupinu.

Nýji diskur Rihönnu er hins vegar hress. Augljóst er af plötunni Good Girl Gone Bad að stúlkan hefur tekið út mikinn þroska sem listamaður frá því að platan Music of the Sun kom út árið 2005. Þó verður að segjast eins og er að oft er tekstinn óttalegur leirburður. Sannast það ekki hvað síst á laginu Umbrella sem mikið hefur verið spilað á öldum ljósvakans.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

 
Háfleygar auglýsingar Djevaff um mikilvægi sjálfs síns og yfirgengilegann æðisleika blaðamennsku eru í hróplegu ósamræmi við lágkúrulega afurðina sem þau framleiða. Merkilegt að fólk skuli samþykkja að gera svona grín að sjálfu sjer opinberlega.

Þessi bloggsíða er farin að minna æ meir á dálk Tjörva Ólafssonar.

föstudagur, júlí 13, 2007

 
„Það var hinn hámenntaði Ellen Johnson-Sirleaf sem bar sigur úr býtum í kosningunum en hann hafði áður verið hagfræðingur í Alþjóðabankanum.“

- Viðskiptablaðið, 12. júlí 2007

Þeir félagar Michelle Bachelet og Angela Merkel eru einnig góðir þjóðarleiðtogar. Þeir hafa hins vegar ekki att kappi við George Weah og fá því litla umfjöllun í gæðablöðum á borð við Viðskiptablaðið.

 
„Lengi hafa gengið sögur um komu búðarinnar til landsins og ýmsir aðilar og staðsetningar verið nefnd. Ekkert virðist þó hæft í þessum sögum þó íslenskar konur séu orðnar óþreyjufullar upp til hópa og voni enn að búðin vinsæla komi senn til landsins.“
- mbl.is

Jeg er einmitt orðinn langþreyttur á þessum óþreyjufullu íslenzku konum sem mæla göturnar dag hvern í þeirri veiku von að einn daginn muni þær ramba á H&M á Íslandi. Á meðan eru íslenzkir karlmenn hins vegar að gera eitthvað annað og mikilvægara eins og að búa til kynbundinn launamun.

þriðjudagur, júlí 10, 2007

 
Framagjarnir málvísindamenn svífast einskis í viðleitni sinni til þess að ná frægð og frama innan málvísindaheimsins.

mánudagur, júlí 09, 2007

 
Grimmu málfræðingarnir ákváðu að klekkja á hrekklausum krökkunum.

laugardagur, júlí 07, 2007

 
Hvernig varð lögmaðurinn Jón Magnússon sjerfræðingur í sjávarútvegsmálum? Var það þegar hann gjekk í frjálslynda flokinn? Eða var það þegar hann fjekk sjer moggablogg?

föstudagur, júlí 06, 2007

 
Þessi „frjett“ hefur verið óhemju lengi á forsíðu mbl.is. Nú er það auðvitað ekki frjettnæmt að Jón Magnússon hafi rangar skoðanir. Frjettnæmara er að blaðamönnum mbl.is hefur að því er virðist lánast að velja rjettar gæsalappir.

Það er ekki tækt að draga þá ályktun af skerðingu þorskstofnsins að kvótakerfið sje ómögulegt. Hvað þá þær ályktanir að sóknarstýring sje betri og að skynsamlegt sje að leyfa krókaveiðar. Smábátaútgerð á krók sýnist manni bara vera krúttútgerð. Gúllígúllígúll.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

 
„Fréttavefur Morgunblaðsins leitaði upplýsinga hjá talnaspekingnum og miðlinum Hermundi Rósinkranz sem segir töluna sjö ekki boða sérstaka gæfu né hamingju. Að hans mati skiptir meira máli hvort vinátta og virðing sé undirstaða hjónabandsins.“
- mbl.is

Frábært. Jeg sem var orðinn verulega stressaður um að jeg þyrfti að gipta mig hið snarasta. Frábært að spyrja talnaspeking um eitthvað sem er augljóslega rangt.

Þess verður sjálfsagt skammt að bíða að Kjartan galdrakarl verði spurður um gengi Harry Potter í Hogwarth skóla.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

 
Því að án heilags anda eru hæfileikar manna fullir af óguðlegum ástríðum og of veikir til að geta unnið góð verk frammi fyrir Guði. Auk þess eru þeir undir valdi djöfulsins, sem rekur menn til margvíslegra synda, til óguðlegra skoðana, til augljósra glæpa, svo sem augljóst er meðal heimspekinganna, sem að vísu reyndu að lifa heiðarlegu lífi, en gátu það samt ekki, heldur ötuðu þeir sig mörgum augljósum glæpum.
- 20. gr. Ágsborgarjátningarinnar

Nokkuð umþrætt grein um trú og góð verk. Einn helsti ásteitingarsteinn katólikka og mótmælanda er hvort verk eða trú réttlæti manninn. En um þetta ortu All Saints í laginu Flashback:

„Turn Up The Beats And Join Me On The Dance Floor (dance Floor)
Rip Off The Sheets And You'll Get What You Ask For (ask For)
If You Recognise Me In The Morning, Don't Tell Me What I Can't Recall“

Augljóslega er þarna ort um það að menn skyldu taka trú og trúa af mikilli einlægni. Svo er minnst á endurkomu krists og brotthrifninguna í lokin.

mánudagur, júlí 02, 2007

 
„Ennfremur kenna þeir: Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.“
- 2. grein Ágsborgarjátningarinnar.

Þetta var ekki deiluefni mótmælenda og katólikka. Enda óþarfi að deila um augljós atriði eins og erfðasyndina. Hverjum þeim sem ber hvítvoðung augum má vera það ljóst að þar fer stórsyndug og varhugavert fúlmenni. Gvöði sje lof að bödn sjeu skírð til þess að uppræta upprunasyndina.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]