Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, júlí 24, 2007

 
Hjer í lýðveldinu er hlutlæga verðmyndunarkenningin allsráðandi.

Í DV í gær heldur starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins því fram að tollar hafi takmörkuð áhrif á verð á landbúnaðarafurðum. Þar beitir hann ekki hlutlægu verðmyndunarkenningunni heldur fyrst og fremst rangfærslum og ónákvæmni. Röksemdir fylgismanna landbúnaðarkerfisins má súmmera svo:
1) Tollar hafa takmörkuð áhrif á verð sbr. tollfrjálsar vörur sem eru dýrar
2) Lækkun virðisaukaskatts hafði ekki áhrif á öllum sviðum (nú hægt að útfæra empírískt en áður mátti byggja á hefðbundna rekstrarhagfræðilíkani fullkominnar samkeppni)
3) Röksemdir tengdar gæðum, þjóðlegum metnaði, náttúruvernd og fleiru

Það er rjett að tollar geta haft takmörkuð áhrif, það veltur fyrst og fremst á teygni. Þó einnig því hvort komið sje á kvótum í stað tolla. Tollkvótar á Íslandi hafa gjarnan verið afar dýrir. Þó að sumir tollar hafi lítil áhrif leiðir það ekki til þess að eðlilegt sje að halda í þá.

Ef maður gefur sjer að efnahagskerfið sje aldrei í jafnvægi heldura sveiflist líkt og sínusbylgja í kringum það er augljóst að einhver atvinnugrein mun ekki lækka verð þegar virðisaukaskatturinn er lækkaður af því að boginn var spenntur of hátt fyrir. Sú var raunin með ferðamennsku.

Þetta er sumsje allt kolrangt nema þrjú má halda fram í blönduðum selskap á síðkvöldum. Það er eigi að síður heimóttarlegt.

Á forsíðu blaðsins í dag er umfjöllun um of mikinn fjölda lyfjabúða. Það er byggt á skoðun Páls Péturssonar. Hann byggir á íbúafjölda per lyfjabúð á norðurlöndum. Lyfjaneytendur, sem eru gjarnan sjúklingar og veikt fólk, eiga betra skilið en að ríkið kenni lyfjafyrirtækjum um hátt verð og lyfjafyrirtæki kenni ríkinu um hátt verð. Það er frekar augljóst að tvíkeppni og ljelegt regluverk valda háu lyfjaverði. Leiðir til úrbóta eru margar augljósar. Að nýta pólitískt kapítal í hjal um fjölda lyfjabúða er hallærislegt. Það er eitthvað sem kommarnir gerðu um miðbik tuttugustu aldarinnar til þess að sýna fram á íburð kapítalismans og sóun.

Fyrir einhverja undarlega tilviljun virðist fjöldi íbúa um apótek vera fall af íbúaþjettleika Norðurlanda.

íbú/apó íbú/fkm
Ísland 5455 2,9
Finnland 8713 15,5
Noregur 8460 12
Svíþjóð 10295 20
Danmörk 16898 126

Til þess að ná danska hlutfallinu er því einfaldast að flytja inn tólfmilljónir og þrjúhundruð þúsund manns.

Ummæli:
Það hefði verið skemmtilegra að lesa um njálginn sem þér er hugleikinn.
 
Bjáni. Þú kannt enga stærðfræði.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]