Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, maí 09, 2008

 
„Auðvitað er land eins og Ísland ekki hagstæðasta myntsvæði. Það kostar nokkuð að halda gjaldmiðlinum í jafnvægi. Gengið er mjög sveiflukennt, sem leiðir til mikilla sveiflna í neyslu í gegnum verðlagið. Gjaldmiðillinn er frekar uppspretta óstöðugleika en að hann geti dregið úr áhrifum utanaðkomandi áhrifaþátta.”
- Arnór Sighvatsson

Jeg á nú hálfbágt með að trúa því að rjett sje haft eftir aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. Hann verður ekki skilinn öðruvísi en svo að hann vísi til kenningar Mundels um hagkvæma stærð myntsvæða. Það er ekkert auðvitað við það að Ísland sje ekki hagkvæmt myntsvæði.

Ísland er sannarlega lítið. Samt þrisvar sinnum stærra en Danmörk. En kenningin hefur ekkert með fýsíska stærð að gera. Í sinni einföldustu mynd er hugmyndin sú að einhvers staðar rekist ábatinn af lægri viðskiptakostnaði stærra myntsvæðis og aukinn kostnaður af sameiginlegri peningamálastefnu.

Hinn lækkaði viðskiptakostnaður sem fylgir stærri mynt á vitaskuld við, a.m.k. fyrir marga (evran er samt ekki helmingur utanríkisviðskipta). Á móti kemur aftur á móti getur kostnaðurinn af því að vera ekki nægilega svipuð öðru mynstvæði verið töluverður líkt og Spánverjar og Ítalir hafa fengið að kynnast.

En hjer er einmitt önnur ástæða fyrir því að ekki má fullyrða um stærðina. Sje ekki þekkt hvernig myntsvæði á að stækka er kostnaðarfallið algerlega óþekkt (það verður í sjálfu sjer aldrei þekkt). Stæði til að taka upp myntsamstarf með Suður-Afríku eða Zimbabwe liggur fyrir að ávinningurinn myndi seint svara kostnaði.

Jæja. Það var nú óþarfi að skrifa allan þennan teksta til að sanna að annað hvort þyki Arnóri evran fínn kostur eða rangt var eftir honum haft.

Það má finna margan löstinn á nútímanum. Eitt er það þó sem telja verður honum til tekna. Það er góssentíð fyrir kverúlanta.

Ummæli:
Rétt hjá þér, gósentíð, og þér tekst ekki betur upp en að kvarta og kveina yfir því hvað haft er eftir Arnóri Sighvatssyni!

Má ég þá frekar heyra eitthvað um rafbyssur eða eignarhald Liverpúl.
 
Hmm. Reyndar vildi jeg aðallega skrifa smá um þjóðhagfræði. En vissulega væll.
 
Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]