Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, júlí 29, 2008

 
Bankamenn hafa mjög gaman af væntingavísitölu Gallups. Hún er vízt lægri en hún hefur nokkru sinni verið. Og einhverja fylgni má vízt finna á milli hennar er ýmissa breytna sem bankamenn hafa gaman af.

Það má einnig búast við því að fylgni sje á milli jákvæðni/neikvæðni bankamanna og gildis væntingavísitölunnar. Þ.a. þegar bankamennirnir sjá neikvæða vísitölu verða þeir enn neikvæðari og tilkynna alþýðunni að allt sje í klessu sem gerur aftur alþýðuna neikvæðari. Það má því ætla að allar sveiflur í hvora áttina sem er verði ýktar.

Þetta er (fullyrði jeg án þess að hafa lesið JMK) angi af þeim „animal spirit“ sem einkennir markaði.

föstudagur, júlí 25, 2008

 
Ef Blackburn kaupir nú Paul Robinson fyrir 3M GBP þá er Scott Carson orðinn dýrasti landsliðsmarkvörður Bretlands. Jafnvel þó Joe Hart (1,5M), Robert Green (2,2) og David James (1,2M) sjeu taldir með. Svo er spurning með Kirkland. Að honum frátöldum er heildarverðið á þessum markvörðum 11,9M. En skotinn Craig Gordon fór einmitt á 9M GBP.

fimmtudagur, júlí 24, 2008

 
Roy Keane vantar bara norður-írskan markvörð t.þ.a. loka hringnum eftir að hann keypti Nick Colgan. Af þeim sem fyrir eru er enski markvörðurinn sá eini sem ekki hefur spilað landsleik. En hann er bara tvítugur.

 
McDonalds hagnast á kreppunni. Sem staðfestir bara það að McDonalds framleiðir óæðri vörur. Í því ljósi er frjettatextinn:

„Í frétt Reuters segir að áhersla McDonalds á að halda verðlagi hjá sér lágu hafi hjálpað félaginu að standa af sér niðursveiflu í efnahagslífinu.“

full jákvæður. Þetta ágæta fyrirtæki er líklega ekki með lág verð sökum umhyggju fyrir veski viðskiptavina sinna.

Á vef Neytendastofu er sagt frá ísverðum. Sem útaf fyrir sig er ekki markvert. Verðin eru hins vegar u.þ.b. á bilinu 500-900 krónur fyrir líter af ís úr vjel og meðaltalið þar í miðjunni. Það er því freistandi að gera ráð fyrir að verðin dreyfist tiltölulega jafnt um bilið. Hvað gerir þá homo economicus í ísbíltúr?

Jú, ætli hann kaupi ekki eldsneytið þar sem það er ódýrast en fari svo í ísbúðina Álfheimum.

mánudagur, júlí 21, 2008

 
Sum rakanna fyrir upptöku evru leiða til þess að það ætti bara að vera einn gjaldmiðill í heiminum. T.a.m. er því gjarnan haldið fram að krónan sje minnsti gjaldmiðill í heiminum (og þá hvorki mælt í rúmmetrum eða fermetrum geri jeg ráð fyrir). Ef það er röksemd ein og sér þá ætti augljóslega gjaldmiðillinn sem er næst minnstur einnig að fara þegar krónunni hefur varpað fyrir róða. Og svo koll af kolli þar til aðeins einn gjaldmiðill er eftir í heiminum.

fimmtudagur, júlí 17, 2008

 
Nú liggur fyrir að íslenskir fjölmiðlar hafa gaman af máli Paul Ramsey. Skyldi engan furða, fólk kaupir mannlega harmleiki. Nú liggur jafnframt fyrir að hin ósanngjarna framkvæmd og ósanngjörnu lög sem öll meðferðin byggir á voru við lýði í langan tíma án þess að nokkrum fjölmiðli þætti það neitt tiltökumál. Reyndar þykir löggjöfin enn ekkert tiltökumál. Og líklega verður henni ekki breytt. En hr. Ramsey verður e.t.v. bjargað (þó að óljóst sje frá hverju).

föstudagur, júlí 11, 2008

 
Þegar maður sjer fjögurra ára börn með stórkarlalegt göngulagt hugleiðir maður það óneitanlega hvort þar sje barn Guðmunds Þóroddssonar á ferðinni. Ekki þar fyrir að GÞ sje eini búralegi maðurinn á Íslandi.

Það er búið að byggja upp töluverða spennu fyrir nýjum sóknarmanni Liverpúl. Eitthvað hlýtur að vera í pípunum sem blöðin hafa ekki sjeð enn (eða jeg ekki sjeð í blöðunum).

miðvikudagur, júlí 09, 2008

 
Fyrir unnendur fallegra skápa frá tuttugustu öld er rjett að benda á að skáparnir sem voru á þjóðminjasafninu íslenska eru nú komnir á tjekkneska þjóðminjasafnið við breiðgötu sem nefnist Wenceslas torg.

Það er hressandi af Karli Sigurbjörssyni biskupi að styðja fjölskyldur á borð við Ramsey fjölskylduna á þeim grundvelli að fjölskyldan skipti máli en vera á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Hinn ágæti biskup virðist nota eitthvað sérstakt fjölskylduhugtak. Hvað ætli honum finnist um stjúpfjölskyldur, fjarbúð, kjörbörn og annað sem tíðkanlegt er nú til dags?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]