Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, október 28, 2008

 


Hjer hefi jeg hannað glænýtt lógó Nýja landsbankans. Jeg legg til að litið verði til upphafs íslenzk bankarekstrar og höfuðstöðvarnar færðar í Bankabrekku.

 
Djöfull ætlar DO að drepa verðbólguna. Æði.

Mjer þykir það ótrúlegt að það hafi mætt fólk á mótmælafund sem var skipulagður af Kolfinnu Baldvinsdóttur og hvar Jón Baldvin Hannibalsson var á meðal ræðumannan. JBH hefur verið innistæðulaus (innistæðulausari en íslenskur banki segja gárungarnir) frá því að jeg man eftir mjer. Og ef marka má ævisöguna hans hefur hann ekki afrekað neitt merkara en að lesa góðar bækur í Edinborgarháskóla um dagana.

föstudagur, október 24, 2008

 
Hindsight bias er frískandi fyrirbæri sem þjakar alla. Ekki hvað síst á þessum síðustu og verstu tímum. Fyrirbærið felst í því að fólk ofmetur líkurnar á því að atburður hefði gerst eftir að hann gerist. Þannig virðist til dæmis sem mörgum þyki fullkomnlega ljóst að tilboð ríkisins um að kaupa Glitni hafi leitt til falls hinna bankanna. Síðasta viðskiptadag með Landsbankann hækkaði hann samt í verði um eitthvað í kringum 5% (altjent hækkaði). Með öðrum orðum þá varð þetta ekki augljóst fyrr en eftir að allir bankarnir voru farnir á hliðina.

Svo finnst mjer að Kastljósið ætti að fá til sín presta og spyrja þá um allt sem gerst hefur í bankakreppunni. Og fylgji því eftir með: „hvað hefði Jesúm gert?“

fimmtudagur, október 23, 2008

 
Á forsíðu mbl.is eru tvær frjettir um að hvatt sje til stjórnarskrárbrota.Annars vegar virðist ASÍ skv. frjettinni koma á afturvirkum refisheimildum, þeir altjent gæla við hugmyndina. Og hins vegar vill VG að því er virðist leggja þess háttar bönd eignarjett að það stappi nærri broti á eignaréttarákvæði.

Nú er jeg ekki mikill áhugamaður um mannrjettindi en finnst þó alveg sjálfsagt að fólk njóti svona eins og hóflegra mannrjettinda.

Andstætt því þegar mannrjettindi hafa verið deiglunni undanfarið er þetta samt spurning um mannrjettindi efnamanna en ekki alþýðunnar. En þeir njóta vízt ekki mikillar samúðar nú um stundir.

 
Spaugstofan hefur verið fyndin tvisvar í röð. Það er nokkuð vel af sjer vikið hjá þeim fjelögum. Væri nú ekki heillaráð fyrir lýðræðislega umræðu í landinu (og hvaða aðra orðdulu blaðamenn vilja nota þegar þeir setja sig á háan hest) að þessir strákar myndu reka Þórhall og taka yfir Kastljósið?

Væri þá fullhefnt fyrir Randver.

 
Viðtal Sigmars við GHH í gærkvöldi var ansi ljelegt. Það var gaman þegar GHH ranghvolfdi augunum í lokinn. Hann hefur örugglega verið að huxa „þessi maður er fíbbl og dóni“.

Sem má til sanns vegar færa. Hvaðan koma allar þessar forsendur um að Seðlabankinn hafi klúðrað og eftirlitsstofnanir hafi ekki staðið sig og gvöð má vita hvað? Enginn heilvita maður myndi halda því fram að opinbert eftirlit gerði það algerlega útilokað að fjármálakreppur yrðu. Ef ríkið gæti aflað sér þess háttar þekkingar á atvinnulífinu myndi miðlægur áætlunarbúskapur sem hagstjórnaraðferð skara fram úr öðrum.

Og ekki tók eini fjölmiðillinn sem var óháður bönkunum eftir öllum kerfislægu vandamálunum og allri gagnrýni hagfræðinga og fjallaði um.

þriðjudagur, október 21, 2008

 
Kastljósið tók upp á því að tala um listir og menningu í gær. Sem var ágætt framtak. Nema hvað spyrillinn eyðilagði viðtalið. Grey sjónvarpsmennirnir sem alast upp við að Egill Helgason sje fremsti þáttastjórnandi landsins.

Þegar Hohenzollern ættin afnam ritskoðun gat það bara þýtt eitt. Upphaf PR í Prússlandi. Þegar valkvöðinni er stillt upp svona:

1) Ritskoðun þannig að skoðanir andstæðar hagsmunum valdhafanna komast ekki að
2) Prentfrelsi en stór PR-skrifstofa ríkisins og styrkir til blaðaútgáfu tryggja að blöðin fjalli um mál sem varða hagsmuni ríkisins með rjettum ætti.

er engan vegin ljóst að prentfrelsi sje málið. Smekklegir ritskoðaðarar gætu jafnvel verið skárri en gosarnir í PR-bransanum.

föstudagur, október 17, 2008

 
Sjerfræðingaveldið
Í morgunfrjettum Rásar 2 var sagt frá skoðunum nóbelsverðlaunahafa í hagfræði á kreppunni. Hann vann sko nóbelsverðlaun. Geðveikt frægur og klár. En rásartvö-liðar misfóru með nafn hans. En Paul Kruger var nafn forseta Suður-Afríku rjett fyrir aldamótin 1900.

Einhver prófessor frá LSE varaði Íslendinga við mögulegri kreppu. Í fjölmörgum frjettum af þeim ágæta manni (maður hlýtur að gera ráð fyrir að hann sje það þar til annað kemur á daginn) hefur aðeins þessi niðurstaða hans verið endurtekin.

fimmtudagur, október 16, 2008

 
Jeg þarf að tileinka mjer að blogga með fullvissu þess sem veit að æstur múgurinn bíður eftir næstu færslu.

Annars kemur það mjer á óvart hvað Geir Hilmar hefur staðið sig vel undanfarið.

miðvikudagur, október 08, 2008

 
„October. This is one of the peculiarly dangerous months to speculate in stocks. The others are July, January, September, April, November, May, March, June, December, August, and February.“
- Mark Twain

Hefur sjaldan hljómað sannar. Núverandi kreppa, kreppan mikla og kreppan ´87 voru allar í október.

mánudagur, október 06, 2008

 
Árið 1944 hittust leiðtogar hins frjálsa í Bretton Woods og komu á samnefndu myntkerfi. Allir bundu sig fasta við dollarann. Alþjóðagjaldeyrissjóður átti svo að hjálpa þeim sem lentu í vandræðum við að viðhalda jafnvæginu.

Þorvaldur Gylfason vill svo fá aðstoð frá þeim vegna litlu fljótandi krónunnar. Ekki þar fyrir þeir hafa reyndar skipt um markmið síðan.

En Þrotvaldur virðist hafa fundið upp „lausnir“ samfylkingarinnar við efnahagsvandanum (IMF, DO, ESB). Það er eitthvað yndislega mikkamús-legt við þetta allt saman. Og óbreyttir samfylkingarmenn endurtaka bara vitleysuna úr manninum. Og Gestur Einar.

miðvikudagur, október 01, 2008

 
„The chants belong in a third world country, but in all these years this is the first time someone has so fully taken my side.“
- Marco Materazzi um niðrandi söngva sem súngnir voru um hann

 
Gaman að menn skuli búast við því að fá lán í Seðlabankanum út á mótatimbur.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]