Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, ágúst 20, 2009

 
Svona eins og til þess að undirstrika það að nýtt leikár Borgarleikhúsins verði áræðnara og djarfara en það síðasta var Magnús Geir leikhússtjóri með kragan skakkann á myndinni af sjer. Eins konar teaser enda var bara kynnt að kynna ætti dagskrá leikhúsins á morgun.

miðvikudagur, ágúst 19, 2009

 
Líklega er þetta sviðsett mynd hjá mbl.is þó að það komi ekki fram. En það gefur auga leið að með viðlíka sleifarlagi verða engin innbrot framin.

föstudagur, ágúst 14, 2009

 
Þá hefur Þráinn Bertelsson tekið fyrsta skrefið í áttina að samfylkingunni. Menn eru ekki á eitt sáttir um fjölda enna í nafninu hans.

Ætli það þurfi grein frá Hjörleifi áður en við áttum okkur á því að ISG er á móti Icesave? Það hefði nú verið gaman að sjá hana og DO standa saman á fundinum í gær.

miðvikudagur, ágúst 12, 2009

 
Þessi samantekt Seðlabankans er ágæt. Það vekur samt furðu mína hvað frjettatilkynningin og upphafið ríma illa við efni skýrslunnar að öðru leyti. Það er mjög skemmtilegt hvernig Seðlabankinn tekur ekki afstöðu til afnáms verðtryggingar en færir mjög sterk rök gegn því. Jafnframt er gagnrýni á stjórnun ríkisfjármála undanfarinna ára eins og talað út úr mínu hjarta.

Sem vekur upp þá spurningu hvort lýðræði komi í veg fyrir skynsamlega fjármálastefnu ríkisins?

þriðjudagur, ágúst 11, 2009

 
Það er mikið hægt að bísnast yfir morgunvakt Rásar 2. Eftir skítsæmilegt við tal við Bjarna Ben í morgun var þannig rætt við talnaspeking sem merkilegt nokk sagði að ýmislegt, bæði gott og slæmt, ætti eftir að gerast erlendis í framtíðinni. Og það má ráða af tölunni 11 sem einkennir þetta ár.

Maður kemst alveg úr jafnvægi þessa morgna sem viðtækið er á vitlausri rás.

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

 
"Þeir sem urðu varir við manninn við Hlyngerði í nótt eru beðnir um að hafa samband við lögreglu"
- mbl.is í frjett um málningarskvettur á heimili Hreiðars Más

Ef vitað er um bílinn ætti að vera hægur vandi að bera saman Opel Vectra eigendur og málningakaupendur (nema greitt hafi verið með reiðufé). Það ætti altjent að vera auðvelt að finna sökudólginn. Þessi frjett er svolítið eins og auglýsing á aðsetri HMS. Allir að henda málningu í húsið hans!

Og talandi um frjettir þá setti RÚV viðskiptavini Innheimtustofnunar sveitarfélaganna og viðskiptavini Kaupþings banka undir sama hatt í frjett um æsta skuldara. Það er fulllangt gengið þegar manni er líkt við meðlagsskuldara. Mann grunar að rúv-liðar viti ekki hvað Innheimtustofnun sveitarfjelaganna geri. Hún notast þó við lénið www.medlag.is.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]