Kurteislegt brjev til kanselísins

sunnudagur, janúar 31, 2010

 
Fullt af sparnaðarráðgjöf keypt af Capacent segir nú í fréttum. Það er skemmtileg íronía í því að jeg man ekki eftir að hafa sjeð þetta verkefni boðið út en útboðsskylda myndast við kaup á verkum og þjónustu við 10 milljónir króna.

fimmtudagur, janúar 28, 2010

 
Merkilegt hvað það er algengt að samfylkingarfólk sem lætur prenta út mannhæðarháar myndir af sér skuli ekki tíma því að kaupa sér lén. M.a.s. menn sem splæsa í mynd af sjer hjólandi í spandexgalla.

Ef ég hefði nógu stóran glugga á heimili mínu væri jeg auðvitað fyrir laungu búinn að koma mjer upp svona mynd.

sunnudagur, janúar 24, 2010

 
„Það fer auðvitað eftir samsetningu þeirra sem mæta til leiks. Líka eftir því hvort einhver smölun hafi verið í gangi en ég geri mér ekki grein fyrir því hvort svo hafi verið.“
- Marta Guðjónsdóttir eftir prófkjör sjálfgræðisflokksins

Frambjóðandinn Marta er hugsanlega eini maðurinn á íslandi sem velkist í vafa um það hvort smalað hafi verið í prófkjöri sjálfgræðisflokksins. Kosningamiðstöðvarnar þjónuðu vitaskuld fyrst og fremst þeim tilgangi að sýna borgarbúum öllum fram á einstaka færni prófkjörsframbjóðenda í vöfflubakstri og kaffiuppáhellingum án atrennu.

laugardagur, janúar 23, 2010

 
Jæja, mjer datt í hug varðandi kostnaðarvitund og sparnað og svona að það væri mjög sniðugt að prenta á peningaseðla hvað það kostar að prenta þá. Fólk myndi þá hugsa "já, það er svona dýrt að prenta seðla, best að geyma hann í formaldehýði þangað til jeg þarf að nota hann". Þá myndi ending seðla kannski fara úr þremur í fimm ár.

föstudagur, janúar 22, 2010

 
Sjónarmið mín um að handbolti sje leiðinlegur og ómerkilegur hafa sjaldan fallið í jafn góðan jarðveg og einmitt í dag. Hvað skyldi valda því?

fimmtudagur, janúar 21, 2010

 
Sú staðreynd að mótmælendur og ýmis minni spámenn sjeu helst sóttir til saka eða undir rannsókn í kjölfar bankahrunsins leiða mann ósjálfrátt til þess að draga vissar ályktanir sem sumar stangast hver á við aðra:
1) Kapítalisminn lætur ekki að sér hæða. Lítilmagninn fer í steininn á meðan burgeisarnir skemmta sjer.
2) Íslenskri bankamenn voru bara frekar heiðarlegir þegar allt kemur til alls
3) Íslenska réttarkerfið ræður ekkert við alvöru mál

Nema handhafar ákæruvalds séu bara að vanda sig ofurmikið til þess að lenda ekki í öðru baugsmálsklúðri.

mánudagur, janúar 18, 2010

 

Merkilegt hvað þessir útlendingar eru uppteknir af klámi. En það er nú gott að það er ekkert slæmt að gerast í veröldinni!

laugardagur, janúar 16, 2010

 
Sveina geir í svanna hólmi.

Af hverju hefur Mörður Árnason ekki ennþá tjáð sig um það að einungis eitt af lögunum í forkeppni RÚV fyrir júróvisjón sje á íslensku (m.v. nöfnin altso)? Er hann ekki á landinu?

föstudagur, janúar 15, 2010

 
Facebook heitir vefsíða sem nýtur gífurlegra vinsælda. Reglulega býður hún manni að gerast „fan“ eins eða annars. Það er auðvitað ekki hægt að bjóða vel meinandi broddborgunum í Vesturbænum upp á svona ósóma.

fimmtudagur, janúar 14, 2010

 
Ætli það sé ekki svona mánuður í það að maður upplifi dag þar sem enginn minnist á Avatar.

miðvikudagur, janúar 13, 2010

 
Þetta Avatar-dæmi er komið út fyrir allan þjófabálk. Í gamla daga voru til svona blokkbuster myndir sem margir fóru að sjá og höfðu gaman af. Nú er allt í einu bara einn mega-blockbuster sem allir bókstaflega verða að sjá. Að hafa ekki áhuga á að sjá Avatar er jafnvel álitið merki um andfélagslega hegðun og maður mætir alls konar félagsmótunarþrýstingi. Gagnrýnendur á Rás 1afsökuðu sig m.a.s. um daginn þegar þeir lýstu yfir andúð sinni á myndinni.

Gjaldið fyrir menningarlega fjölbreytni er sumsje skylduáhorf á bláar geimverur.

mánudagur, janúar 11, 2010

 
Sumum finnst Icesave henta illa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem jeg skil alveg. En öll mál henta illa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu út frá þeirri lógík. Ættu menn þá ekki að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslum?

Og jafnvel enn skemmtilegra: Hefði Vigdís Finnbogadóttir neitað að skrifa undir EES-lögin ef ekki hefði verið gert ráð fyrir að boðnir yrðu árlega út tollkvótar fyrir norskar kartöfluflögur?

fimmtudagur, janúar 07, 2010

 
Það ber óneitanlega vott af hræsni að vera andstæðingur forsetans núna á grundvelli þess að hann er að endurskrifa íslenska stjórnskipan. Hann hefur jú verið að frá 1996.

 
Núna er rétti tíminn fyrri sús og heimdall að álykta um sölu áfengis í matvöruverslunum.

 
Hvað þýðir það þegar veitingarstaðir bjóða upp á eitthvað heimalagað? Eru þá kokkarnir búnir að útbúa matinn heima og koma með hann í vinnunna? Er það ekki andstætt góðum hollustuháttum?

miðvikudagur, janúar 06, 2010

 
Keisarinn er ekki í neinum fötum. Af hverju virðist það þykja eðlilegt að alþjóðleg matsfyrirtæki byggi greiningu á stjórnarmálalegri áhættu á greiðslufalli á því að tiltekin lausn fáist vegna Icesave? Hafa ekki öll skuldabréf íslenska ríksisins og fyrirtækja og stofnana í eigu þess verið greidd réttilega um árabil? Og er telur einhver að breyting verði þar á í náinni framtíð?

Já Fitch telur að svo sé af því að íslenska ríkið vill ekki samþykkja tiltekinn Icesave samning!

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]