Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, mars 29, 2010

 
Hvernig getur það gengið upp að stærsti hluthafi dagblaðs sem jafnframt er ritstjóri ætli að tryggja skýran aðskilnað á milli ritstjórnar og eigenda?

Í besta falli kemur ritstjórinn í veg fyrir áhrif hinna hluthafanna. Sem er nú öllu líklegra markmið hjá Reyni Traustasyni.

fimmtudagur, mars 18, 2010

 
Í fyrsta og eina sinn sem ég hlustaði á nýjan fréttaskýringaþátt á samtengdum rásum ríkisútvarpsins komst ég að því að engin íslensk kona væri nunna í karmelluklaustri og eitthvað væru um ryð á bátum.

Ætli þetta fólk stoppi aldrei og hugsi "erum við ekki alveg örugglega að gera rétt?"

þriðjudagur, mars 09, 2010

 
Hvernig er hægt að sleppa því að túlka niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar á blogginu sínu? Það er alveg ljóst að landsmenn eru hlynntir stofnun lýðveldis á Íslandi. Djók, það var í öðrum kosningum þar sem enginn kaus á grundvelli þess að Jóhanna eigi ljótar blússur eða að Ólafur Thors reyki vitlausa vindlategund.

Hún er sniðug fléttan hjá samfylkingunni að gera lítið úr þessu öllu á grundvelli þess að kosningin uppfylli ekki einhver lýðræðisskilyrði. Af því tilefni má reyndar velta vöngum yfir því hvort hægt sé að kjósa um kvótakerfið. Líklega þyrfti fyrst að kjósa um grundvöll veiðitakmörkunar. Það mætti gera með þessari spurningu:

1) Hvernig á að takmarka fiskveiðar?
a) Með aflakvóta
b) Með sóknarstýringur
c) Með boðum og bönnum

Svo þyrfti líklega að hafa aðra atkvæðagreiðslu og spyrja nýrrar spurningar um útfærsluna. Hún gæti verið svona (að því gefnu að kostur a vinni):

2) Hvernig á að útfæra kvótakerfið?
a) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli aflahlutdeildar þar sem allt er óframseljanlegt
b) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli aflahlutdeildar þar sem aflaheimildir eru óframseljanlegar
c) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli aflahlutdeildar þar sem aflahlutdeildir eru óframseljanlegar
d) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli aflahlutdeildar með fullum framseljanleika hvors fyrir sig en forkaupsréttir sveitarfélaga
e) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli aflahlutdeildar en gera ráð fyrir byggðakvóta
f) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli uppboðs
g) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli uppboðs þar sem aflaheimild er óframseljanleg
e) Úthluta skal aflaheimildum á grundvelli aflahlutdeildar
f) Úhluta skal óframseljanlegum aflahlutdeildum til allra Íslendinga

Svo eru reyndar fleiri kostir. Ég gleymi t.a.m. alveg línuívilnun og þeirri norsku hugmynd að banna framsal á milli byggðalaga. Ætli það þyrfti ekki einhvers konar raðval eða sjóðval til þess að kjósa á milli þessara kosta. Mjög einfalt allt saman. Og varla þarf að hafa áhyggjur af því að menn velji á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða í svona kosningum?

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]