Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, maí 08, 2004

 
Í Síle hafa menn víst loksins sett lög sem heimila fólki að skilja. Þá eru bara Malta og Philippseyjar eftir. Malta má auðvitað vera í Evrópusambandinu og brjóta gegn grundvallamannréttindum en ekki Tyrkland. Þetta helgast af því að á Möltu búa katólikkar en í Tyrklandi búa múslimar. Rosa fínn klúbbur. Páfanum þótti reyndar helst til leitt að Sílebúar ætluðu að hætta að banna fólki að skilja, enda dregur mögulega úr helgi hjónabandsins við þessa lagabreytingu.

David Freidman ræði einmitt soldið um hjónabönd og þróun reglna um hjúskap út frá sjónarhóli hagfræðinnar í bókinni Law´s Order. Hann bendir á að hjónabönd eru jafnan meira bindandi þegar mikil þörf er fyrir skýra verkaskiptingu hjóna. Það er þegar annað hjóna þarf að sérhæfa sig í heimilishaldi en maki þess að sérhæfa sig í að draga björg í bú þá er nauðsynlegt fyrir þann sem sérhæfir sig í heimilishaldinu að erfitt sé að slíta hjúskapnum. Yrði hjúskap þar sem svona mikil sérhæfing er slitið er líklegt að kjör þess sem sérhæfði sig í heimilishaldi muni versna til muna. Sá þarf því góða tryggingu fyrir því að skilnaður eigi sér ekki stað til að samþykkja að ganga í hjúskap. Þegar heimilishald er svo orðið einfaldara og engin þörf á því að sérhæfa sig í að halda heimili t.d. vegna tækniframfara skiptir hjónabandið svo minna máli.

Það væri kannski rétt að gera fyrirvara við þessa greiningu á lögunum. Það er t.d. ekki allskostar nákvæmt að notast við líkanið af hinum hagsýna manni. Hér t.d. virðist ást ekkert koma hjónaböndum við þó mögulegt sé að bæta henni við.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]