Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, júlí 30, 2004

 
Ótrúlega lélegt svar við grein Kristins á politiík.is. Eru þessir menn ekki að grínast? Nafn greinar þeirra segir reyndar allt sem segja þarf. Þeir eru komnir í rökþrot, bull og vitleysu. Skrítið að þeir skuli vilja deila því með heiminum. Rökþrot eru reyndar etv ódeilanleg?

Reyndar eru politikurliður oft svolítið skrítnir. Einhvern vegin finnst mér eins og þeir hafi mælt með mengunarsköttum (Pigou-sköttum en þeir eru almennt álitnir voða jafnaðarmannalegir) en hins vegar birtist grein á vefriti mannana gegn sykurskatti. Þó að nákvæmlega sömu rök séu notuð fyrir hvorum skattinum um sig! Rökin má sjá á þessari mynd:

Kenningin er sú að samfélagslegi kostnaðurinn sé hærri en kostnaðurinn fyrir einstaklinginn og því sé eðlilegt að skattleggja til að endurspegla samfélagslega kostnaðinn. Pigou hefur vitanlega rangt fyrir sér í þessum efnum en ef við gefum okkur að svo sé ekki fæst skemmtileg niðurstaða.

Af hverju endurspeglar kostnaður einstaklings við sykurát ekki samfélagslega kostnaðinn? Kostnaðurinn við sykurát felst í því (með nokkurri einföldun) að kaupa sykurinn og fást við afleiðingar átsins. Allir borga fyrir sykurinn en enginn borgar fyrir afleiðingarnar. Það er vongildi kostnaðar vegna mögulegra afleiðinga í formi sjúkdóma nálgast núll. Vongildi kostnaðar vegna verra gengis á hjúskaparmarkaðnum kann að vera hærra. Eftir stendur að kostnaður einstaklinga við sykurát er bjagaður vegna þess að hið opinbera greiðir sjúkrakostnað. Hagkvæmari aðferð við að draga úr sykuráti væri því að rukka amk þá sjúklinga sem fá sjúkdóma sem rekja má til sykurneyslu fullt verð. Þá yrðu allar ákvarðanir um sykurát teknar á hagkvæman hátt.

Þá myndast svona jafnvægi og litlu sætu rekstrarhagfræðingarnir og jafnaðarmennirnir geta verið ánægðir. Nema hvað þeir voru felldir á eigin bragði.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]