Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

 
Greinin á Deiglunni í dag fannst mér móðgandi. Þá ekki hvað síst þessi texti:

„Það er alvarlegt umhugsunarefni að fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks skuli vera í sögulegu lágmarki á sama tíma og frelsi til athafna og tækifæri fyrir dugmikla einstaklinga einkenna tíðarandann. Þetta ástand er sannarlega öfugsnúið en því miður er það ekki tilviljun. Skýringanna er að leita í starfi ungra sjálfstæðismanna síðustu misseri.

Undanfarin ár hafa ungir sjálfstæðismenn fylgt eindreginni einangrunarstefnu. Í stað þess að vinna hugmyndafræði sinni brautargengi með opnu og kröftugu félagstarfi, hafa þeir lokað félagsstarfinu og einbeitt sér að því að halda völdum."

Það hefur einmitt verið tækifæri fyrir dugmikið fólk í Heimdalli það ár sem ég hef setið í stjórn. Margir duglegir hafa mætt í starfið og látið til sín taka. Stjórn félagsins hefur leitast við að styðja þetta fólk. Ef skýringanna er að leita í starfi ungra Sjálfstæðismanna þá eru það ekki þeir sem mæta og taka þátt sem eiga hlut að máli heldur frekar hinir sem hafa ákveðið að sitja sífellt heima. Sumir þeirra sem það gera velja svo einnig að gagnrýna félagið sífellt í fjölmiðlum í stað þess að koma ábendingum sínum á framfæri við stjórn félagsins.

Allt tal um einangrunarstefnu er vitleysa. Margir hafa komið að ákvarðanatöku, í þau skipti sem félagsmenn hafa sýnt frumkvæði hefur verið vel tekið í það og gott ef ekki að allar hugmyndir sem hafa borist frá almennum félagsmönnum starfsárið 2003-2004 hafi komist til framkvæmda.

Svona tal er ekki til þess fallið að efla eitt né neitt. Þvert á móti er líklegt að þeir sem fyrir rangfærslunum verða séu ólíklegri til samstarfs við hina en ella. Ritstjórn Deiglunnar verður a.m.k. seint á meðal bestu vina minna.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]