Kurteislegt brjev til kanselísins

fimmtudagur, október 07, 2004

 
Mikið var Ástráður Haraldsson hress í Kastljósinu í gær. Þorsteinn Már líka en það er ekkert nýtt, hann er það alltaf. Röksemd Þorsteins við verðum að taka mið af raunveruleikanum virðist alltaf fá jafn lítinn hljómgrunn, merkilegt.

Ástráður hamraði bara á því að einhver sem hann nefndi „við" hefðum valið ákveðið kerfi og þannig væri þetta bara. Sem er svo sem líka raunveruleikinn en samt ekki. Það er tilbúinn raunveruleiki, vitleysa sem löggjafinn útbjó í gamla daga þegar allir góðir menn voru dauðhræddir við mögulega byltingu sameignarsinna. Það þarf nú samt líka að fara eftir ólögum.

Því miður má rökstyðja að aðgerðir Brims séu ólögmætar. Heimskuleg ákvæði á borð við 7. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 kunna að koma í veg fyrir samninginn. Ákvæðið mætti túlka á þann veg að með því að launþegar samþykki að afsala sér ákveðnum réttindum sem finna má í kjarasamningum fyrir eitthvað sem þeir telja að sé meira um vert sé það ólögmætt þar sem farið sé undir lágmarkskjörin. Sem sagt að engu máli skipti hvað launamennirnir fái í staðinn, heldur aðeins hverju sé afsalað. Stéttarfélög mættu hins vegar gera þetta í kjarasamningum þar sem kjarasamningar mynda verðgólfið. Er þetta ekki indælt kerfi? Skyldi stjórn hinna vinnandi stétta hafa sett þessi lög? Versta ríkisstjórn Íslandssögunnar.

Þess má geta að ég hef verið í stéttarfélagi (stéttarfélög opinberra starfsmanna undanþegin enda skylt að greiða) uþb viku. Fyrir þann tíma greiddi ég 148 kr. Þær færðu mér ekkert. Stéttarfélög færa mönnum nefnilega ekkert, nema staðlaðann samning. Hins vegar hef ég verið í Sjálfstæðisflokknum í 7 ár og hann hefur gert rosamikið til að bæta mín kjör. Allt viðskiptafrelsið hefur gert alla rosalega ríka. Flokkurinn var reyndar byrjaður að búa í haginn fyrir mig áður en ég gékk í hann, afar indælt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samt aldrei krafist þess að ég greiði til hans eða neitt.

Til að taka saman (e. to sum it up): Sjálfstæðisflokkurinn er æði. Markaðurinn er beztur og á að vera vinsæll.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]