Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, október 06, 2004

 
Valla frænka er alveg að verða brjáluð. Sósílisminn sem hún ætlar að plata okkur til að keyra í gegn er geigvænlegur. Fyrst má nefna þetta kvikindi, breytingar á lögum um hlutafélög og samsvarandi pakka fyrir einkahlutafélög.

Maður segir bara eins og Lena PH söng í Eurovision: „I´m looking for an answer and for somebody to blame, [...] hurts, oh it hurts, oh it hurts." Frjálsræði í viðskiptum hefur fært Íslendingum rosamikið. Þessi tilraun löggjafans til lögfesta reglur sem með réttu ættu að vera valkvæður hluti samþykkta hlutafélaga er út í hött. Löggjafinn hefur ekki hugmynd um hvaða reglur henta fyrir fyrirtæki, hvað þá að hann geti sett eina reglu sem passar fyrir öll fyrirtæki. Sé um góðar hugmyndir að ræða munu fyrirtækin í landinu taka upp hugmyndinar og þær verða hluti af samþykktum þeirra. Margbreytileiki í stjórnskipan fyrirtækja er nauðsynlegur svo sjá megi hvaða reglur eru og góðar og hverjar ekki. Til þess þarf löggjafinn að veita atvinnulífinu svigrúm.

Önnur gerræðisleg breyting eru nýju samkeppnislögin. Hin fyrri voru svo sem ekkert góð en nú tekur steininn úr. Engar skynsamlegar breytingar virðast vera gerðar. Meiri peningar, meira eftirlit, víðtækari leitarheimildir, víðtækari valdheimidir, fleira bannað o.s.frv. Áfram er lögð áhersla á samkeppni en ekki fetað í fótspor Bandaríkjanna sem hafa hagkvæmni að leiðarljósi. Ekki þar fyrir að Bandarísk samkeppnismálum sé í bezta farvegi í heimi. Hausatalning og prósenturútreikningar verða áfram helstu verkefni samkeppnisyfirvalda en uppfylling þarfa fólksins aukaatriði. Er þar ekki um mikla nýlundu að ræða hjá hinu opinbera.

Svo þarf að stofna svona neytendastofu. Ég hef í hyggju að sækja um starf forstjóra enda uppfylli ég öll hæfisskilyrði. Hins vegar uppfylli ég ekki öll skilyrði til að verða talsmaður neytenda en ég hef ekki lokið neinu háskólaprófi. Það starf er rosasexý enda er um að ræða einn af alfrjálsu embættismönnunum. Hann má gera nákvæmilega það sem honum sýnist. Þar sem hagsmunum neytenda er vel borgið með því að talsmaðurinn haldi sig heima hjá sér má fastlega búast við því að sú verði raunin. Neytendastofu er ætlað hið lítt öfundsverða hlutverk að efla starf að neytendamálum og þar með auka neytendavernd. Eins og allir vita hafa vörur ekki batnað né framleiðsla aukist fyrir tilstilli fólksins heldur fyrir tilstilli allra embættismannannanna sem vega og mæla hvernig allir skapaðir hlutir skulu framkvæmdir. Þannig verða framfarirnar börnin góð.

Svona er strákurinn hamingjusamur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]