Kurteislegt brjev til kanselísins

sunnudagur, nóvember 21, 2004

 
Þessi tappi er óttalega hress: „Slagorð á borð við ‘mennt er máttur’ verða ansi merkingarlaus þegar ekki má borga það verð sem sett er upp fyrir menntun þeirra sem taka við af okkur. Minni ég í þessum málum á að kennarar eru með 3. ára háskólamenntun að baki. Öll sú umræða um að aðrar stéttir eigi að fá sömu hækkun og kennarar stenst þannig ekki."

Það er alveg rétt hjá honum að það er svo gott sem bannað að borga fyrir menntun. Skólagjöld ættu þó auðvitað að vera sjálfsagt mál. Ég er sammála unga jafnaðarmanninum um það.

Hvað það kemur málinu við að einhverjir kennarar hafi verið þrjú ár í háskóla er illskiljanlegt. Sumir löffræðingar eru sex eða sjö ár í háskóla. Þeir fá samt ekkert meira en hinir sem voru bara í fimm ár í háskóla. Þeir sem eru svo klikkaðir að ná sér í aukaháskólagráðu, t.d. í hagfræði, sagnfræði eða heimspeki fá heldur ekkert meira en hinir. Er það eitthvað ósanngjarnt? Öh, nei.

Það sem skiptir máli er hversu mikið menn geta framleitt. Ef kennarar geta ekki framleitt meira er ekki óeðlilegt að laun þeirra hækki ekki. Þau ættu þá í raun ekki að hækka nema sem svara til hækkanna allra annarra svipað og við á með laun rakara. Það er virði klippingar eykst ekki nema vegna þess að tími fólks verður verðmætari sem þýðir að það sé reiðubúið til að greiða meira fyrir tímasparnaðinn sem felst í því að fara til rakara.

Hressi strákurinn hittir svo naglann á höfuðið þegar hann segir að aðrar stéttir eigi ekki að fá jafn mikið og kennarar. Ummælin um umræðuna og háskólanámið eru eigi að síður furðuleg.

Það er hollt að spyrja sig: af hverju er bókasafnfræðingur á lægri launum en verkfræðingur þrátt fyrir sambærilega tímalengd menntunar?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]