Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, nóvember 12, 2004

 
Myndi einhver segja að þessi maður sé bara pínu geðveikur?

Í 2. gr. gerðardómsfrumvarpinu fína segir: „Hafi aðilar skv. 1. gr. ekki gert með sér kjarasamning fyrir 15. desember 2004 skal Hæstiréttur Íslands tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 31. mars 2005 ákveða kaup og kjör félagsmanna Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands hjá þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að launanefnd sveitarfélaga. Ákvarðanir gerðardómsins skulu vera bindandi sem kjarasamningur á milli aðila frá og með 15. desember 2004 og gilda þann tíma sem gerðardómurinn ákveður. Endanlegt uppgjör launa skal fara fram 30. apríl 2005."

Í 3. gr. frumvarpsins segir svo: „Gerðardómurinn skal, við ákvörðun samkvæmt lögum þessum, hafa hliðsjón af almennri þróun á vinnumarkaði frá gerð síðasta kjarasamnings deiluaðila að því leyti sem við á. Við ákvarðanir um laun félagsmanna skv. 1. gr. og önnur starfskjör þeirra skal gerðardómurinn einnig hafa hliðsjón af kjörum þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð en jafnframt gæta þess að stöðugleika efnahagsmála og forsendum annarra kjarasamninga sé ekki raskað."

Í áðurtilvísaðri frétt á mbl.is segir Eiríkur Jónsson sem er heill á geði: „Við erum búin að eiga í þessari kjarabaráttu í allan þennan tíma og datt í hug að með gerðardómsleið, og forsendum þar sem yrði miðað við sambærilega hópa, gætum við fundið lausn á málinu, sem fæli í sér að gerðardómur yrði kallaður saman strax, fengi einhver alvöru viðmið og ætti að skila af sér fyrir áramót“. Hann er alveg heill á geði, maðurinn er bara ekki læs. Frumvarpið gerir ráð fyrir nákvæmlega því sem Eiríkur er að tala um.

Nema Eiríkur eigi við annað en hann er að tala um. Það er þá kannski honum að kenna að allt er í hnút, hann segir bara það sem honum dettur í hug og fólk af einhverjum ástæðum túlkar það eins og það hljómar en Eiríkur á jafnan við eitthvað allt annað.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]