Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, desember 29, 2004

 
ISLM líkanið er ekki nógu gott. Upphafspunkturinn: framleiðsla er jöfn eftispurn þarf alls ekki að vera réttur. Það er jafnvel líklegra að þessi staðhæfing sé röng. Það ætti ekki að koma að sök fyrir líkanið ef þetta væri einhver punktur sem það leitaði í. Vísast sveiflast framleiðslan í kringum eftispurnina en hlutverk birgða gleymist þá alveg. Andstætt því sem telja mætti sýna empírískar rannsóknir að fyrirtæki nota birgðir ekki til sveiflujöfnunar. Þessi vandkvæði gera það að verkum að erfiðara verður að segja fyrir um áhrif jafnvægis á vörumarkaði á IS-kúrfuna.

Svo er hitt að það er alltof mikil einföld að halda því fram að vextir hafi aðeins áhrif á fjárfestingar þannig að hærri vextir dragi úr fjárfestingum og öfugt. Vaxtabreytingar Seðlabanka geta haft veruleg áhrif á fjárfestingastefnu lánastofnnanna og til hvers þær lána. Vaxtabreytingar hafa einnig áhrif á hlutabréfaverð og breyta þannig verðmæti fyrirtækja, bæði þeirra sjálfra og eins félaga sem fyrirtækin kunna að eiga í. Á undanförnum áratugum hafa markaðir með áhættu aukinheldur breyst nokkuð og er varla hægt að hunsa áhrif þeirra. Jafnvel ekki í statísku líkani. Jafnan fyrir framboð peninga er þannig of einföld.

Þá er undarlegt að gera ráð fyrir því að seðlaprentun geti haft áhrif í statísku líkani. Slíkt hlýtur að byggja á forsendu um fullkomnar upplýsingar. Næsta víst er að fólk getur ekki talið alla peningana sem til eru en það getur tekið eftir breytingum í magni þeirra. Jafnvægi á lánsfjármarkaði er þannig illa lýst í Kaynsíska líkaninun og áhrif starfsemi á lánsfjársmarkaði á IS kúrfunni trauðla lýst nægilega glögglega.

Fyrir utan þessa annmarka er rétt að benda á að heildarjafnvægislíkön eru mjög varasöm og svo hitt að forsendan um að markaðir séu í jafnvægi til skamms tíma getur varla haldið. Ekki nema þeir hafi byrjað í jafnvægi og væru alltaf í jafnvægi. En þá yrðu varla sveiflur er það?

Ekki þar fyrir að ISLM sé alveg handónýtt. Það hefur vissa kosti.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]