Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, desember 13, 2004

 
Í mogganum var fjallað um einhverja skattaskýrslu á nánast hverri einustu síðu. Hvergi, að því er ég kemst næst, var gerður greinarmunar á lögbrotum og löglegri háttsemi. Þvert á móti var þetta tvennt bara lagt að jöfnu eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Skattkerfið í Bandaríkjunum kostar hið opinbera um 10% af tekjunum. Það væri svipað því að íslenska ríkið greiddi tæpa 30 milljarða til ríkisskattstjóra árlega. Embættið væri þá næst stærsta opinbera stofnunin á eftir ríkisspítulunum.

Næst stærsti atvinnurekandi í heiminum er NHS (National Health Service). Hið illa rekna heilbrigðiskerfi Breta er semsagt í öðru sæti á eftir kínverska hernum. Ekki leiðum að líkjast.

En aftur að sköttunum. Steingrímur Jóhann sem margir virðast telja að sé svo málefnalegur og rökfastur lýsti því yfir í fréttunum í gær að yfirlýsingar hægri manna um að skattlækkanir drægu úr undanskotunum hlytu að vera ósannar miðað við nýframlagða skýrslu fjármálaráðherra. Þetta er byggt á því að aukið frelsi til fjármagnsflutninga á milli landa hefur auðveldað undanskot frá skatti. Bíðum nú við, það er ekki heil brú í þessari röksemdafærslu.

Ef undanskot aukast vegna fjármagnsflutninga á milli landa hefur það ekkert með skattalækkanirnar að gera. Bara ekki neitt. Það eru bara einfaldlega tveir kraftar þarna að verki sem virka í sitthvora áttina.

Svo má minnast á undanskotsleið sem var beinlínis búin til af löggjafanum. Heimilt er skv. skattlögum að afskrifa um 5% afskriftareikning viðskiptakrafna. Þann reikning ætti hins vegar ekki að færa nema hann skipti einhverju máli. Geti mar hins vegar hækkað kostnaðinn á skattframtalinu sínu er ekki úr vegi að gera það.

Það er nú enginn agalegur munur á því að hækka skatta og því að „loka undanskotsleiðum". Ef greiða þarf þessar upphæðir ráða fyrirtækin færri starfsmenn, greiða þeim lægra kaup, rukka viðskiptavinina um hærri upphæðir og gróðinn verður minni.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]