Kurteislegt brjev til kanselísins

laugardagur, desember 25, 2004

 
Það sat lítill hvíthærður strákur tveimur bekkjum fyrir framan mig í Dómkirkjunni. Sat er e.t.v. ekki rétta orðið. Hann var voða þægur en mikið var hann hissa þegar allir stóðu upp og höfðu yfir trúarjátninguna. Allt prúðbúna fólkið sem hafði setið og fylgst með því sem leit út eins og hefðbundin sýning skyndilega lýsti yfir velþóknun sinni á einhverju óskiljanlegu valdi einum rómi. Hálf viðurstyggilegt.

Það vildi einnig til á þeim tíma sem messunni lauk að konan sem sat fyrir framan mig vatt sér að mér og sagði: „Ég má til með að taka í höndina á mér, þú söngst svo fallega með sálmunum". Ég gæti nú lifað lengi á því.

Ég taldi einnig allar myndir í kirkjunum sem ég fór og nóteraði sérstaklega kynferðislega undirtóna. Voru umtalsvert fleiri myndir af nöktum karlmönnum í kirkjunum báðum og eru líkneski eða styttur þá talin með. Ekki var nóg með að karlmenn væru gjarnan málaðir naktir heldur var á mörgum myndum verið að pynda þá með ýmsum hætti. Þá vakti það athygli mína að prestarnir og biskupinn katólski ræddu mikið um ýmis kvenlæg gildi s.s. samviskusemi, frið, kærleika og umhyggju. Karllægum gildum á borð við hetjuskap, eljusemi, þrótt eða kappsemi var hins vegar úthýst. Verður ekki annað ráðið af þessu en að kirkjan sé einstaklega kvenlæg stofnun.

Kirkjan hefur sjálfsagt það hlutverk að sætta karlmenn við og viðhaldi valdi kvenna yfir þeim. Bæði katólikkarnir og mótmælendurnir gerðu því jafnvel skóna að konur ættu að ráða heimilum en karlmenn að skaffa heimilin. Karlmenn eru hér gerðir að vinnudýrum í þágu kvenna.

Lagið I´m With You með Avril Lavigne er afar skemmtilegt.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]