Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, desember 14, 2004

 
Það voru hjúkrunarfræðingar sem þreyttu próf í sömu stofu og ég í dag. Sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Þær sátu allar með krosslagðar lappir allan tímann. Ekki þar fyrir að ég hafi verið að fylgjast eitthvað sérstaklega með leggjunum á þeim. Það er nú svo sem ekki heldur í frásögur færandi.

Fátt jafn frískandi og saga úr hversdagslífinu.

Í hádegisfréttunum var sagt frá því að íslenskar konur hefðu tekið upp á því að eignast börn á aldrinum 25-29 að meginstefnu til. Þar sem karlmenn eru að jafnaði þremur árum eldri við giftingu má leiða að því líkur að barnsfeðurnir séu 28-32. Svo er því að haldið að manni að kominn sé tími til að festa ráð sitt.

Það gæti nú verið svolitlum vandkvæðum bundið að fastna sér konu. Ég er búinn að kanna málið soldið og ég sé bara ekkert í þinglýsingarlögum um hvernig skuli þinglýsa réttindum í konu. Ekki nema henni sé þinglýst í lausafjárbók.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]