Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

 
Aldrei hafa jafn lágt hlutfall jarðarbúa verið yfir fátæktarmörkum. GINI-stuðulinn fyrir heiminn hefur farið lækkandi á undanförnum áratugum. Kapítalisminn er engann veginn að standa sig í að auka tekjumun og berja á þróunarríkjum. Hann gefur þeim þvert á móti tækifæri. Voða skynsamlegt af VG að álykta gegn einkavæðingu símans. Það gætu enn fleiri orðið ríkir og tækifærin aukist. Þá er nú óbreytt ástand betra.

mánudagur, ágúst 30, 2004

 
Það hafði enginn verið rekinn úr Heimdalli.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

 
Bolla Skúlason lýsti því yfir rétt í þessu að hann hygðist virða stjórnmálaályktun Heimdallar að vettugi. Að því loknu gerði hann grín að ályktuninni. Þvílíka fyrirlitningu fyrir félaginu og almennum félagsmönnum hef ég aldrei heyrt né séð. Virðing mín fyrir Bolla Skúlasyni er litlu meiri en virðing hans fyrir lögum félagsins eða félögum þess. Hann hefur skipað sér á bekk með Jóni Magnússyni, Sverri Hermannssyni og E.B. Schram. Þeir þrír hafa unnið flokknum lítið gagn.

laugardagur, ágúst 28, 2004

 
Voðalega hef ég hitt marga sem eru nýkomnir í fulltrúaráð Heimdallar. Það skyldi þó aldrei vera að stjórn Heimdallar ætli sér að koma já-mönnum í fulltrúaráðið svo framkominni kæru vegna brottreksturs tveggja deilda félagsins verði hafnað. Ekki hafa þau lögin með sér, svo mikið er víst.

Ætli það sé þá búið að reka mig úr fulltrúaráðinu líka?

föstudagur, ágúst 27, 2004

 
Nú verða ekki fleiri stjórnarfundir hjá stjórn Heimdallar. Samkvæmt nýsamþykktri stefnu félagsins er ekki gert ráð fyrir stjórnarfundum og ber því að líta svo á skv. skoðunum stjórnarmanna félagsins að stjórnarfundir séu andstæðir stefnu félagsins. Hverjum þeim stjórnarmanni sem tekur þátt í að óska eftir fundi ber því að vísa úr félaginu sem og formanni boði hann til stjórnarfundar sbr. 6. gr. laga Heimdallar og ákvörðunar stjórnar Heimdallar á stjórnarfundi þann 26. ágúst. Mun það vera síðasti löglegi fundurinn að dómi stjórnar Heimdallar.

 
Blaðamaður Fréttablaðsins: „Koddu í klíku"

 
Hér láist ritstjóra Frelsi.is að geta þess að stjórn félagsins braut lög félagsins. Mun það vera eindæmi að einstaklingar eða deildir séu reknar úr Heimdalli eða Sjálfstæðisflokknum almennt. Er hér e.t.v. um eina af nýju hugmyndum blátt-liða að ræða.

 
SUS leggur niður Heimdall.

 
Við slagorðið: „kjósum nýjan Heimdall" hefði verið rétt að bæta: „Komum klíku til valda". Það er meira að segja stuðlað.

Þá hefði verið heiðarlegt að birta ekki eftirfarandi setningar á blatt.is:
- Heimdallur á að vera vettvangur ungs fólks sem hefur áhuga á stjórnmálum og vill láta til sín taka þar
- Stöðnun og þröng skoðanaskipti eru mein sem ótækt er að fylgi starfi Heimdallar
- Heimdallur verður því að vera lýðræðislegur
- Við heitum því að opna efla Heimdall

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

 
Nokkur samtök sem eru rekin fyrir tilstilli nauðungargjalda eða semi-nauðungargjalda hafa nú tekið sig saman undir slagorðinu „Veljum íslenskt, ... og allir vinna". Indælisslagorð. Hvað á fólk að vinna? Er þetta eitthvað lottó?

Nei, þetta í raun bara tilraun til að fá fólk til að haga neyslumynstri sínu með öðrum hætti. Hætti sem er oft óhagkvæmur. Fyrir þjóðernissinnan hefur það reyndar e.t.v. gildi að kaupa íslenskar vörur en hann um það. Engin skynsamleg rök virðast vera fyrir þessu átaki nema þau að halda á floti íslenskum fyrirtækjum sem berjast í bökkum sökum þess að vörur þeirrar eru ekki jafngóðar og erlendar samkeppnisvörur. Sem svo aftur eru e.t.v. ekki skynsamleg rök.

En hver spyr um skynsemi þegar hann er búinn að tryggja sér 1% launa allra vinnandi manna til frambúðar eða 0,1% veltu allra iðnfyrirtækja um alla eilífð?

 
Allir að fá sér lán í KB-banka. Húrra fyrir stærstu lánastofnun landsins. Púh á næst-stærstu lánastofnun landsins.



sunnudagur, ágúst 22, 2004

 
Mikið er ég sammála þeirri kenningu Kristins Más að frjálslynd jafnaðarmannastefna sé bellum omnia contra omnes. Almannavalsfræðin rennir ágætum stoðum undir þá kenningu.

 
Lögreglumaðurinn í hádegisfréttunum þakkaði fólkinu fyrir að hafa hjálpað lögreglunni við að láta umferðina ganga greiðlega.

laugardagur, ágúst 21, 2004

 
Samræðustjórnmál eru óhagkvæm. Ekki pínu óhagkvæm heldur geððeikt mikið. Sem skiptir fylgismenn þess sjálfsagt engu máli.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

 
Sumarpróf eru indæl. Sérstaklega þau próf þar sem maður lærir í sjálfu prófinu. Var að fá grunsamlegar niðurstöður. Gæti brugðið til beggja vona. Það má einhver bjóða mér á kaffihús í kvöld.

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

 
Það er fallegt að vera hreinskilinn og sannsögull.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

 
Fyrir utan að vera efnislega rangt er það ótrúlega fyndið að einhver Thoroddsen haldi því fram að völdin erfist í Sjálfstæðisflokknum.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

 
Athygli vekur að Deiglan.com skuli láta þess getið að fólk utan Heimdallar styðji Helgu. Deiglan.com vill sjálfsagt láta banna það eins og annað sem er skemmtilegt og fitandi.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

 
Greinin á Deiglunni í dag fannst mér móðgandi. Þá ekki hvað síst þessi texti:

„Það er alvarlegt umhugsunarefni að fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks skuli vera í sögulegu lágmarki á sama tíma og frelsi til athafna og tækifæri fyrir dugmikla einstaklinga einkenna tíðarandann. Þetta ástand er sannarlega öfugsnúið en því miður er það ekki tilviljun. Skýringanna er að leita í starfi ungra sjálfstæðismanna síðustu misseri.

Undanfarin ár hafa ungir sjálfstæðismenn fylgt eindreginni einangrunarstefnu. Í stað þess að vinna hugmyndafræði sinni brautargengi með opnu og kröftugu félagstarfi, hafa þeir lokað félagsstarfinu og einbeitt sér að því að halda völdum."

Það hefur einmitt verið tækifæri fyrir dugmikið fólk í Heimdalli það ár sem ég hef setið í stjórn. Margir duglegir hafa mætt í starfið og látið til sín taka. Stjórn félagsins hefur leitast við að styðja þetta fólk. Ef skýringanna er að leita í starfi ungra Sjálfstæðismanna þá eru það ekki þeir sem mæta og taka þátt sem eiga hlut að máli heldur frekar hinir sem hafa ákveðið að sitja sífellt heima. Sumir þeirra sem það gera velja svo einnig að gagnrýna félagið sífellt í fjölmiðlum í stað þess að koma ábendingum sínum á framfæri við stjórn félagsins.

Allt tal um einangrunarstefnu er vitleysa. Margir hafa komið að ákvarðanatöku, í þau skipti sem félagsmenn hafa sýnt frumkvæði hefur verið vel tekið í það og gott ef ekki að allar hugmyndir sem hafa borist frá almennum félagsmönnum starfsárið 2003-2004 hafi komist til framkvæmda.

Svona tal er ekki til þess fallið að efla eitt né neitt. Þvert á móti er líklegt að þeir sem fyrir rangfærslunum verða séu ólíklegri til samstarfs við hina en ella. Ritstjórn Deiglunnar verður a.m.k. seint á meðal bestu vina minna.

laugardagur, ágúst 07, 2004

 
Ölstofa Kormáks og Skjaldar á það skilið að ég heimsæki hana í kvöld. Það er líka það sem ölstofan þarf á að halda.

Verst að ég hef engar nýjar hugmyndir.

 
KR getur enn tryggt sér Íslandsmeistartitilinn vil ég meina. Þá vil ég meina að rigning sé mjög ágætt. Ennfremur vil ég meina að ég kenni mér ekki meins.

Þá vil ég meina að ég sé vel meinandi.

föstudagur, ágúst 06, 2004

 
Mér finnst það svindl að ég fái aldrei 9,0 í löffræði en samt legg ég ekkert á mig.
Mér finnst það svindl að ég ég eigi ekki fasteign í útlöndum en samt hef ég ekki efni á henni.
Mér finnst það svindl að ég njóti ekki kvenhylli þó að ég eigi nóg með þá litlu sem ég þó nýt.
Mér finnst það svindl að ég vinni aldrei í lottóinu en samt spila ég ekki með.

Getur þetta verið satt! Alltaf verið að svindla á stráknum? Eða er það kannski bara svindl hugtakið sem er svindl...

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

 
Í dag er er einn af þessum dögum þar sem manni finnst mann vanta knús. Sem er algjört rugl því í raun er þetta bara leti og maður þarf bara duglegt spark í óæðri endann.

Þessi færsla er ótrúlega útpælt. Allar setningarnar eru þrauthuxaðar.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

 
Dagurinn sem maður stillir upp fyrir sumarpróf er gleðidagur.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]