Kurteislegt brjev til kanselísins

mánudagur, janúar 31, 2005

 
Þarna þykir mér frjálshyggjan falla í enn eitt skipti á fáránlega barnslegri mynd af þeim öflum sem knýja mannskepnuna áfram. Alltaf rekst maður á þennan homo economicus (þá kynlegu skepnu!), hinn skynsama mann sem hefur einvörðungu hámörkun efnislegra gæða sér að takmarki. Þetta líkan af mannlegri hegðun stenst einfaldlega ekki þolraun reynslunnar [...].
Hegðun mannskepnunnar miðast alltaf við að hámarka ábata. Það hefur verið svo í gegnum alla sögu mankyns. Ábati er hins vegar ekki alltaf efnislegur og það hafa frjálshyggjumenn ítrekað bent á.

Þessu stal ég af vefsvæði hins geðþekka Friðbjörns Orra Ketilssonar. Ég er svo latur og sérhlífinn að ég nennti engan veginn að kynna mér fyrri skrif þessarra manna. Aukinheldur kann einhver að vilja halda því fram að ég sé að taka texta FOK úr samhengi. Ég kynna að fallast á það.

Mér finnst hálfpartinn allt rangt sem þarna kemur fram. Frjálshyggjumenn nota oft hagfræðirök. Hagfræðin hefur smíðað fullt af líkönum sem byggja á homo economicus. Að byggja líkan á manni sem er ekki til ónýtir ekki líkanið heldur minnkar gildi þess. Gildi hagfræðilíkana er alla jafna mjög takmarkað ekki aðeins vegna þessarar ímyndunarmanneskju heldur einnig vegna annarra þátta. Þau eru eigi að síður engan vegin ónýt.

Óli Prik segir ekki mikið um hvernig mannskepnan er. Óli Prik eigi að síður miðlar til okkar vissum upplýsingum um hvernig mannskepnan er. Homo eonomicus er soldið svipaður.

Sveinbjörn sem FOK er að svara fellur í þá gryfja að telja hagfræðina fjalla aðeins um efnaleg gæði. Það er líkt og FOK bendir á alrangt. Sú villa Sveinbjörns er hins vegar ekki það sem máli skiptir.

Þá er ég ósammála FOK um að hegðan mannskepnunar gangi alltaf út á að hámarka ábata. Alltaf er auðvitað of sterklega að orði kveðið. Ég skal hins vegar samþykkja það að margir reyna almennt að bæta hag sinn.

Að lokum má svo geta þess að Sveinbjörn segir ekkert sem hnekkir því að varðveislu menningarverðmæta yrði betur sinnt af einkaaðilum þar sem menn fara almennt betur með sína eigin hluti en annarra hluti. Af samhenginu virðist mér mega ráða að Sveinbjörn sé að reyna að svara því. Það þarf ekki einu sinni að draga fram homo economicus til að sýna fram á þetta. Rannsóknir og reynslan sem Sveinbjörn einmitt vísar til sýna fram á þetta.

Þetta mætti allt taka saman í setninguna: „Ríkisafskiptaleysi af menningu er Kaldor-Hicks hagkvæmt".

Hér má bæta við almennri hugleiðingu. Er sátt um það að ríkið fara ver með fé en fólkið gerir?

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]