Kurteislegt brjev til kanselísins

þriðjudagur, janúar 11, 2005

 
Fyrsti tíminn í Félagarétti II olli miklum vonbrigðum. Sínu verri var þó tíminn í Fyrirtæki og samkeppni. Ef Gylfi Magnússon og Jón Þór Sturluson kenna ekkert í þessu þeim kúrs verður staðfest ekkert gaman. Hvað er verið að plata mann í svona lagað?

Enginn hefur sagt styggðaryrði um greinina mína á sus.is og því hyggst ég gera það. Fyrir það fyrsta er titillinn út í hött nema verið sé að skjóta á ÞórÁlf Árnason, þá er hann bara lélegur. Í annan stað er sagnfræðiupprifjunin ómarkviss og ónákvæm þó að hún sé að meginstefnu til rétt. Einhver myndi segja að ekki mætti leggja alþýðuflokkinn að jöfnu við samfó eða VG að jöfnu við kommúnistaflokk Íslands, Sósíalistaflokk Íslands, Alþýðubandalag Íslands og hvað þetta hét allt saman. Það síðara get ég svo gott sem samþykkt en ekki hitt. Munurinn á alþýðuflokknum og samfó er ekkert endilega svo mikill. Umfjöllun um sameignarákvæði er rosalega lítil og óljóst við hvað er átt, þeir sem fylgjast með ættu að ná því við hvað er átt. Þá eru fullyrðingar um markaðshagkerfið í greininni sem margir myndu setja spurningarmerki við en það breytir því ekki að sýna má fram á gildi fullyrðinganna með ítarlegum rökum og þvílík spurningarmerki eiga því engan rétt á sér. Ég hef amk ekki enn séð góða gagnrýna á markaðshagkerfið, sem væri auðvitað eðlilegra að nefna eignarréttarhagkerfi. Nú nenni ég ekki meiru.

Í þessari leiðinlegu langloku braut ég nokkrar stílreglur sem ég vil gjarnan virða, ég bið sjálfan mig afsökunar á því.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]