Kurteislegt brjev til kanselísins

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

 
Lög Stúdentaráðs eru skemmtileg. Lang flestar reglurnar eru um átök fylkinganna tveggja. H-listinn gæti því haft rétt fyrir sér um valdapólítík eða hvað þeir kalla það. Fundargerðir Stúdentaráðs á vefnum eru allar frá starfsári 2003-2004 en engin frá árinu í ár. Þá virðast engir reikningar finnast á vefnum.

Séu engar fundargerða á vefnum gæti það helgast af því að engir fundir hafa verið haldnir. En samkvæmt 40. gr. er það bannað. Halda skal amk 10 fundi á ári. Hafi verið haldnir fundir hefur gleymst að auglýsa þá skv. 42. gr. laga stúdentaráðs.

Skilafundi skv. VIII kafla laganna hef ég aldrei séð auglýsta. Það kann að helgast af því að ég er lítt athugull og almennt sjálfhverfur. Af þessum kafla má þó ráða að skylt sé ráðinu að semja og láta endurskoða reikninga sína. En eins og getið var eru þeir ekki á netinu. Gaman.

Þá má að lokum geta þess að hjalið um að greiða þurfi fyrir alla stúdenta er þreytandi. Ég hef ekki enn verið í kúrs þar sem ekki er fallandi jaðarkostnaður (þ.e. hver viðbótar nemandi er ódýrari en sá sem á undan honum kom). Að því er mér skilst eru tekjur per nemanda hins vegar fastar. Það þýðir að jaðarábati af hverjum nemanda ætti að vera jákvæður. Til þess að afnema hvata háskólans til að fjölga nemendum úr hófi er þess vegna eðlilegt að hætta einhvern tíman að borga.

Þess ber að geta að fyrir deildir aðrar en bóknámsdeildir er jaðarkostnaður líklega fastur. Í þeim deildum þar sem gera má ráð fyrir að kostnaður sé með þeim hætti (tannlækna- og læknisfræði) eru hins vegar fjöldatakmarkanir. Eina vitið er auðvitað að forða háskólanum frá ríkinu. Þá duga þessar krónur alveg.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]