Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, desember 09, 2005

 
Rýnirýn. JS er voða hress tappi. Athugasemdin við andriki.is voða réttmæt. Maður skyldi þó ætla að hún skrifist á klaufaskap frekar en nokkuð annað. Þennan punkt JS hefði þó verið nauðsynlegt að skýra betur: "En frá sjónarhóli trúarbragðafræði ef vitaskuld best að halda allri stærðfræði og öðru sem gerir rannsóknir of nákvæmar í hæfilegri fjarlægð".

Stærðfræði þvert á móti tekur almennt nákvæmnina úr hagfræði. Jöfnuhneppi með milljón jöfnum sem hver hefði milljón breytur sem breyttust daglega væri mjög nákvæmt. Á móti kemur að það má ekki búa það til. Til þess að búa til stærðfræðilíkingu fyrir allt fólkið í heiminum þarf augljóslega að smætta hellinga af dóti þannig að það verði viðráðanlegt. Um þetta var fjallað eftirminnilega í útreikningsdeilunum. Því verður hins vegar ekki í móti mælt að tölfræðirannsóknir sem sýni fram á vensl einhverra breyta geti verið gagnlegar.

Varðandi punkt JS um að menn séu í hagfræði að skoða einstaklinga er rétt að benda á að menn telja sig gjarnan vera að því. Sú er hins vegar ekki alltaf raunin. Alveg eins og menn þykjast oft beita Pareto hagkvæmni (distributive efficiency) en eru í raun að nota Kaldor-Hicks viðmiðið (wealth maximization). Aðferðafræðilega einstaklingshyggja sem hefðbundnir hagfræðingar þykjast alla jafna beita felst voða mikið í því að lýta á heiminn sem samansafn af fullkomnlega skynsömu fólki sem röltir um og hámarkar hag sinn. Oftar en ekki breytir þetta fólk allt eins og einn maður. Þetta á ekkert voða vel við alla þá sem JS nefndi eða við alla Chicago-drengina.

F.A. Hayek litli kom með skemmtilega punkta um aðferðafræði í ræðu sem hann hélt þegar hann tók við nóbelnum, hvar hann segir meðal annars: "We [þ.e. hagfræðingar] have indeed at the moment little cause for pride: as a profession we have made a mess of things." En þetta var einmitt 1974. Þá var Kaynsisminn í algleymingi og mikil stemming fólgin í því að leika sér í stærðfræðilíkönum. Með litlum árangri reyndar. Hayek samsvarar sig hinum hagfræðingunum sem er athyglisvert þar sem hann hafði varað Kaynes við, hann hafði tekið þátt í útreikningsdeilunum (sbr. áður) og gefið út Road to Serfdom til áréttingar því að ríkisvaldið væri ekki mjög heppilegt til að stjórna öllu.

Annað sem er skemmtilegt við Hayek. Í staksteinum styrmis var rædd um miðjusókn Winstons nokkurs Churchills. Um þann mann ritaði áður nefndur Kaynes bókina "The Economic Consequences of Mister Churchill" en það tengist einhverjum gengisæfingum á þriðja áratugnum ef ég man rétt. Kaynes var einmitt miðjusóknarmaður eins og mogginn (a.m.k. á efri árum). Í kosningabaráttunni 1946, eftir stríðið, vitnaði Churchill blessaður í Hayek (þ.e. Road to Serfdom) við litlar vinsældir. Hlýtur það að teljast allmerkileg miðjusókn sem felst í að flagga F.A. Hayek. Hvað um það, Clement Attlee vann kosningarnar og þjóðnýtti Bank of England ásamt öðru. Svo skemmtilega vill til að það kom einmitt í hlut Margrétar Thatcher fjögurtíu árum síðar eða svo að einkavæða allt draslið. Thatcher þessi var einmitt mjög hrifinn af F.A. Hayek! Hún var samt ekki hluti af miðjusókn að mati moggans heldur einhverju allt öðru.

Þess má til gamans geta að F.A. Hayek stúderaði soldið sálarfræði og félagsfræði. Sem hvort um sig er að mínu viti mjög gagnlegt fyrir hagfræðinga. Meira gagnlegt en að læra mikla stærðfræði. Fólk passar alltaf svo illa inn í formúlur.

Ummæli: Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]





<< Heim

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]