Kurteislegt brjev til kanselísins

föstudagur, mars 25, 2005

 
Það var hjákátlegt að sjá Fisher koma. Enn fíflalegra var það þegar Stöð 2 fékk hann í einkaviðtal í hálfa mínútu. Rústuðu RÚV. Krúsjal viðtal.

fimmtudagur, mars 24, 2005

 
Article 4
The King shall at all times profess the Evangelical-Lutheran religion, and uphold and protect the same.
- Norsk Grunnlov

Hversu ógeðslegum ákvæðum má troða í eina stjórarskrá?

miðvikudagur, mars 23, 2005

 
Aumingja fólkið í Kirgistan.

ISG á það sameiginlegt með GWB að setja lýðræðismálin á oddinn. Þau yrðu gott teymi.

Það er orðin voða tízka að tala um hvernig má eyðileggja stjórnarskrána. Háskólinn og Hjörleifur Guttormsson hafa undanfarið verið dugleg við það með því að tala fyrir ákvæðum um rétt manna til umhverfis. Það er ekki fallegt.

mánudagur, mars 21, 2005

 

Virðist vera í fleiri skólum en HÍ.


laugardagur, mars 19, 2005

 
Hressir tappar. Minna soldið á bókina sem Ágúst Einarsson skrifaði. Gordon Brown bara kaupir þetta eins og ekkert sé.

 
Laugardagsmorgni varið í að velta fyrir sér hvernig framkalla á slembnar tölur er laugardagsmorgunn vel varið. Það er ekkert grín að vera slembinn.

föstudagur, mars 18, 2005

 
Bessastaðaklíkan tapaði í Háskólakosningunum. Þetta er indælt.

Fréttabréf Fjármálaráðuneytisins er hins vegar enn eina ferðina í ruglinu. „Vöxtur samneyslu í samræmi við langtímamarkmið". Hvað er málið? Vöxtur-smöxtur, það á auðvitað að vera samdráttur í samneyslu. Mann er farið að renna í grun að maðurinn sem stjórnar fjármálaráðuneytinu hafi ekki verið meðlimur í hinu virta Félagi frjálshyggjumanna fyrir 20 árum.

miðvikudagur, mars 16, 2005

 
Genfarbúar eru með það á hreinu hvernig á að hjálpa þriðja heiminum. Þokkalegt rögl. Ef það er til "digital divide" og það er eitthvað sem þarf að jafna, hvað er það þá sem ekki þarf að jafna?

 
24.gr laga Stúdentaráðs:
Á fyrsta fundi Stúdentaráðs skulu kosnir:
1. Stjórn: a) Formaður, b) Varaformaður, c) Gjaldkeri, d) Ritari, e) 1. meðstjórnandi, f) 2. meðstjórnandi og g) 3. meðstjórnandi.

Ef fundi er frestað heldur hann auðvitað áfram. Þannig gæti fyrsti fundurinn verið endalaus og Jarþrúður formaður Stúdentaráðs allt næsta árið. Samkvæmt lögum Stúdentaráðs þarf reyndar að halda tíu fundi á ári og þá er illt ef þessi eini dregst mikið. Menn eru að tala um svonefnda „Catch 22".

Réttara væri samt að nefna þetta „möþerfökking rögl".

 
A Moment like this.
Some people wait a lifetime for a moment like this.
Some people search forever for that one special kiss.
- (hef ekki humar)

Hlýtur þetta ekki að vera myndlíking?

þriðjudagur, mars 15, 2005

 
Á forsíðu moggans heldur einhver finni því fram að finnskir skólar standi sig vel þar sem ekki eru samræmd próf þar eða stífar aðalnámskrár. Frelsið er fallegt. Fréttamat moggans er reyndar svo skrítið að þeir byrja á því að telja upp og setja í fyrirsögn eitthvað allt annað.

fimmtudagur, mars 10, 2005

 
Jón Bjarnason er hress tappi. Menn verða auðvitað að passa sig á því að vera ekki á of stórum búum. Það getur allt farið út um allt.

mánudagur, mars 07, 2005

 
Just from the view of socialism, which is organization, is not an absolute right of self-determination of the peoples the right of individualistic economic anarchy? Are we willing to grant complete self-determination to the individual in economic life?
- Plenge

Hress tappi. Hver sá sem villist inn í nærfatadeildir stórverslanna kann að vera sammála þessum gæja. Þær deildir eru ekki beinlínis mesta afrek mannana sem hafa byggt jörðina til þessa dags.

Á móti kemur að sé efnalegt frelsi fólks afnumið hefur fólkið einnig verið svipt tækifærinu til að ná markmiðum sínum og sinna sínum hugðarefnum.

 
Hvernig í ósköpunum kemst Háskólinn í fyrsta sæti í sona könnunum? Ekki síður furðulegt er hvernig heilbrigðiskerfið kemst í annað sæti. Er öllum sama um biðraðir, lítil gæði, klíkur og spillingu?

sunnudagur, mars 06, 2005

 
You tell me it's the institution
Well, you know
You better free you mind instead
- John Lennon (held ég)

Það er ekki kerfið sem er gallað. Það er fólkið sem er gallað.

laugardagur, mars 05, 2005

 
Voða krúttlegt löffræðihodn á vef EFTA. Þetta eru soddan dúllur.

 
Á forsíðu Moggans lýsir skattrannsóknarstjóri því yfir að hann ætli sér að rannsaka vændi og brot á fíkniefnalöggjöfinni sona meðfram rannsóknum sínum á skattsvikum veitingastaða.Af hverju í ósköpunum eru til allar þessar stofnanir, stofur, þing og lögregla og hvað þetta nú allt heitir? Skattrannsóknarstjóri getur bara séð um þetta. Gæti kannski fengið Indriða skattstjóra með sér í lið ef eitthvað reynist honum um megn.

föstudagur, mars 04, 2005

 
Stefán Jón talaði rosa mikið um tölur á Heimdallarfundi í gær. Guðrúna Ebba talaði bara um fólkið, Sjálfstæðisflokkurinn heldur líka með fólkinu.

En talandi um tölur þá skilst mér að flökt sé afar mikilvægt í fjármálum.

miðvikudagur, mars 02, 2005

 
Hvar væri heimurinn staddur ef Alþjóðakjarnorkumálastofnun væri ekki með sérsíðu fyrir konur? Gefur hugtakinu kjarnakona alveg nýja merkingu.

 
Skammstöfnunin t.a.m. er einhvers sú leiðinlegasta sem til er. Fuss.

Er hægt að vera fylgjandi samkeppniseftirliti og hugmyndum um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? Það virðist ekki vera hægt.

Á meðan tilgangur samkppniseftirlits er að tryggja að markaðsniðurstaðan verði niðurstaða fullkomins samkeppnismarkaðar er samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja ætlað að tryggja að niðurstaðan verði einhver önnur. Á meðan samkeppniseftirlit á að tryggja Pareto-hagkvæmni á SÁF að tryggja að horfið sé frá Pareto-kjörstöðu.

Það gengur því ekki upp hagfræðilega að halda með báðum hugmyndunum. Reyndar má endurskilgreina báðar hugmydirnar þannig að þær passi saman. Sem er soldið svindl og aukinheldur yrðu hugmyndirnar þá heldur rýrar.

Aukinheldur eru til samhyggjurök sem hníga að því að hugmyndirnar séu vel samþættanlegar. En fólk sem á móti kúgunum notar auðvitað ekki samhyggjurök.

þriðjudagur, mars 01, 2005

 
Mars byrjar alveg eins og febrúar, á þriðjudegi.

 
Í skýrslu Verslunaráðs fyrir viðskiptaþing þess er því haldið fram að skattframtal Citigroup sé 30.000 síður. En þeir voru held ég að selja tryggingafélagið sitt þannig að e.t.v. styttist þetta eitthvað. Því var haldið fram í Economist um daginn að það væru aðeins fjögur endurskoðunarfyrirtæki í heiminum sem gætu endurskoðað fyrirtæki á borð við Citigroup en það kostar ekki nema 247.66 milljarða dollara (fyrirtækið það er). V/H hlutfallið er voða lágt, voða ódýrt.

Söfn

2004/04 - 2004/05   2004/05 - 2004/06   2004/06 - 2004/07   2004/07 - 2004/08   2004/08 - 2004/09   2004/09 - 2004/10   2004/10 - 2004/11   2004/11 - 2004/12   2004/12 - 2005/01   2005/01 - 2005/02   2005/02 - 2005/03   2005/03 - 2005/04   2005/04 - 2005/05   2005/05 - 2005/06   2005/06 - 2005/07   2005/07 - 2005/08   2005/08 - 2005/09   2005/09 - 2005/10   2005/10 - 2005/11   2005/11 - 2005/12   2005/12 - 2006/01   2006/01 - 2006/02   2006/02 - 2006/03   2006/03 - 2006/04   2006/04 - 2006/05   2006/05 - 2006/06   2006/06 - 2006/07   2006/07 - 2006/08   2006/08 - 2006/09   2006/09 - 2006/10   2006/10 - 2006/11   2006/11 - 2006/12   2006/12 - 2007/01   2007/01 - 2007/02   2007/02 - 2007/03   2007/03 - 2007/04   2007/04 - 2007/05   2007/05 - 2007/06   2007/06 - 2007/07   2007/07 - 2007/08   2007/08 - 2007/09   2007/09 - 2007/10   2007/10 - 2007/11   2007/11 - 2007/12   2007/12 - 2008/01   2008/01 - 2008/02   2008/02 - 2008/03   2008/03 - 2008/04   2008/04 - 2008/05   2008/05 - 2008/06   2008/06 - 2008/07   2008/07 - 2008/08   2008/08 - 2008/09   2008/09 - 2008/10   2008/10 - 2008/11   2008/11 - 2008/12   2008/12 - 2009/01   2009/01 - 2009/02   2009/02 - 2009/03   2009/03 - 2009/04   2009/04 - 2009/05   2009/05 - 2009/06   2009/06 - 2009/07   2009/07 - 2009/08   2009/08 - 2009/09   2009/09 - 2009/10   2009/10 - 2009/11   2009/11 - 2009/12   2009/12 - 2010/01   2010/01 - 2010/02   2010/02 - 2010/03   2010/03 - 2010/04   2010/04 - 2010/05   2010/05 - 2010/06   2010/06 - 2010/07   2010/10 - 2010/11   2010/11 - 2010/12   2010/12 - 2011/01   2011/08 - 2011/09   2011/10 - 2011/11   2011/11 - 2011/12   2011/12 - 2012/01   2012/12 - 2013/01   2013/02 - 2013/03   2013/03 - 2013/04   2014/05 - 2014/06  

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Gerast áskrifandi að Færslur [Atom]